Dúrra fær Þorrann

ImageÁ Þorrablóti Egilstaðabúa þann 20. janúar sl. veitti Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, Kristrúnu „Dúrru“ Jónsdóttur Þorrann sem er farandgripur sem ár hvert er veittur einhverjum sem unnið hefur samfélaginu ómælt gagn. Þetta er í 12. skipti sem Þorrinn er veittur.

Viðurkenninguna fékk Dúrra að sjálfsögðu fyrir störf sín með Leikfélagi Fljótsdalshéraðs en hún hefur undanfarin 38 ár verið ein af driffjöðrum þess, hefur leikið um 20 hlutverk, verið tvisvar formaður og gert allt það sem hægt er að gera með einu leikfélagi. Bandalagið óskar Dúrru innilega til hamingju með þessa verðskulduðu viðurkenningu.

Á myndinni sést Dúrra leggja rækt við ungviðið í LF. Tekið skal fram að þetta er ekki Þorrinn.

0 Slökkt á athugasemdum við Dúrra fær Þorrann 647 25 janúar, 2006 Allar fréttir janúar 25, 2006

Áskrift að Vikupósti

Karfa