Hvítasunnudaginn 27. maí mun Leikhópurinn Lotta frumsýna barnaleikritið Dýrin í Hálsaskógi í Elliðaárdalnum. Sýnt verður klukkan 14:00 og 16:00 en sýningin er um klukkutíma löng, full af glensi og fjöri. Þar sem sýnt er utandyra er um að gera að klæða sig eftir veðri og taka með sér teppi til að sitja á og hlýja sér ef kalt er.

Miðinn kostar 1.500 krónur fyrir fullorðna en fyrir börn sem eru í fylgd með fullorðnum kostar miðinn 1.000 krónur.

dyrin.gifLeikhópurinn mun halda áfram að sýna í Elliðaárdalnum í sumar og er áætlað að sýna þar alla miðvikudaga í sumar klukkan 18:00.

Dýrin í Hálsaskógi munu í uppfærslu Lottu komast í sitt rétta umhverfi en áætlað er að sýna undir berum himni. Þá verður þess einnig gætt við uppsetningu og æfingar á verkinu að auðvelt verði að ferðast með það hvert á land sem er.

Níu manns koma að uppsetningu sýningarinnar. Hópurinn samanstendur af fólki á aldrinum 23 – 43 ára sem allt hefur áralanga reynslu af því að leika á sviði auk þess sem í hópnum er fjöldi tónlistarmanna og söngvara. Allir þátttakendur sýningarinnar eiga að baki nám í leiklistarfræðum og er meðal annars ein leikkonan útskrifuð úr sirkusskóla. Þá hafa margir leikaranna fengið gagnrýnenda verðlaunin "Tréhausinn" fyrir framúrskarandi leik og í leikhópnum höfum við einnig einn verðlaunahafa Grímunnar.

Tónlistarmennirnir sem koma að sýningunni eru þeir hinir sömu og hafa samið og flutt tónlistina í Stundinni Okkar í vetur.

Miðapantanir og upplýsingar í síma 699-3993 og á dyrinihalsaskogi@gmail.com.

Frekari upplýsingar um leikhópinn má finna á www.123.is/dyrinihalsaskogi

{mos_fb_discuss:2}