Creature er nýtt verk eftir leikhúslistamanninn Kristján Ingimarsson, sem þekktur er fyrir að feta ótroðnar slóðir og nota líkamann á óvæntan og sérstæðan hátt í sýningum sínum. Sýningin var frumflutt í Husets Teater í Kaupmannahöfn en verður sýndur hjá  Leikfélagi Akureyrar  1. og 2. maí og í Kassanum í Þjóðleikhúsinu 14, 15, 16 og 17. maí. 

Creature er stórhættulegur og bráðfyndinn leikhúskonsert um sköpunarþörf manneskjunnar og þörf hennar fyrir að setja sjálfa sig á svið. Þetta er án efa persónulegasta sýning Kristjáns til þessa, þar sem hann kannar ýmis landamæri með aðferðum spunans og kemur okkur stöðugt á óvart.
Kristján stendur á sviðinu ásamt finnska leikaranum Henrik Levlin en þeir íklæðast búningum eftir tískuhönnuðinn Anja Vang Kragh – en búningar þeir eru stór partur af upplifuninni.  Það gera áhorfendurnir einnig en þeir eru eindregið hvattir til þess að taka með sér myndavélar á sýninguna, smella af og skrásetja þannig sýninguna með sínum hætti.
 
Brot úr umjöllun fjölmiðla í Danmörku:
„Creature er leiksýning sem maður lætur ekki framhjá sér fara. Hún er fyndin, yndisleg, ljóðræn, leikandi og ótrúleg. Creature er ein af þeim sýningum í ár sem hefur upp á eitthvað nýtt að bjóða. Góða Skemmtun.“
 
„Kristján Ingimarsson gefur allt í botn í sinni unaðslega geggjuðu umbreytingasýningu. Með óðsmannsæði sem enginn annar leikari eða dansari ér á landi getur leikið eftir.“ Politiken
 
„Kolklikkaður og yndislegur líkamsgaldramaður. Frábærar jafnvægiskúnstir, topp tæmað.“ Berlingske Tidende
 
Höfundur og Leikstjóri: Kristján Ingimarsson
Leikarar: Kristján Ingimarsson og Henrik Levlin  
Höfundur Tónlistar: Pétur Eyvindsson
Búningahönnuður: Anja Vang Kragh
Leikmyndahönnuður: Kristian Knudsen
Lýsing: Mads Vegas

{mos_fb_discuss:2}