Creature sýnt hjá LA og Þjóðleikhúsinu

Creature sýnt hjá LA og Þjóðleikhúsinu

Creature er nýtt verk eftir leikhúslistamanninn Kristján Ingimarsson, sem þekktur er fyrir að feta ótroðnar slóðir og nota líkamann á óvæntan og sérstæðan hátt í sýningum sínum. Sýningin var frumflutt í Husets Teater í Kaupmannahöfn en verður sýndur hjá  Leikfélagi Akureyrar  1. og 2. maí og í Kassanum í Þjóðleikhúsinu 14, 15, 16 og 17. maí. 

Creature er stórhættulegur og bráðfyndinn leikhúskonsert um sköpunarþörf manneskjunnar og þörf hennar fyrir að setja sjálfa sig á svið. Þetta er án efa persónulegasta sýning Kristjáns til þessa, þar sem hann kannar ýmis landamæri með aðferðum spunans og kemur okkur stöðugt á óvart.
Kristján stendur á sviðinu ásamt finnska leikaranum Henrik Levlin en þeir íklæðast búningum eftir tískuhönnuðinn Anja Vang Kragh – en búningar þeir eru stór partur af upplifuninni.  Það gera áhorfendurnir einnig en þeir eru eindregið hvattir til þess að taka með sér myndavélar á sýninguna, smella af og skrásetja þannig sýninguna með sínum hætti.
 
Brot úr umjöllun fjölmiðla í Danmörku:
„Creature er leiksýning sem maður lætur ekki framhjá sér fara. Hún er fyndin, yndisleg, ljóðræn, leikandi og ótrúleg. Creature er ein af þeim sýningum í ár sem hefur upp á eitthvað nýtt að bjóða. Góða Skemmtun.“
 
„Kristján Ingimarsson gefur allt í botn í sinni unaðslega geggjuðu umbreytingasýningu. Með óðsmannsæði sem enginn annar leikari eða dansari ér á landi getur leikið eftir.“ Politiken
 
„Kolklikkaður og yndislegur líkamsgaldramaður. Frábærar jafnvægiskúnstir, topp tæmað.“ Berlingske Tidende
 
Höfundur og Leikstjóri: Kristján Ingimarsson
Leikarar: Kristján Ingimarsson og Henrik Levlin  
Höfundur Tónlistar: Pétur Eyvindsson
Búningahönnuður: Anja Vang Kragh
Leikmyndahönnuður: Kristian Knudsen
Lýsing: Mads Vegas

{mos_fb_discuss:2}
0 Slökkt á athugasemdum við Creature sýnt hjá LA og Þjóðleikhúsinu 227 24 apríl, 2009 Allar fréttir apríl 24, 2009

Áskrift að Vikupósti

Karfa