Flokkur: Vikupóstur

Ljóti andarunginn – frumsýning 24. maí

Leikhópurinn Lotta frumsýnir Ljóta andarungann, glænýtt íslenskt leikrit með söngvum í Elliðaárdalnum  miðvikudaginn 24. maí klukkan 18.00. Þetta er ellefta sumarið sem Leikhópurinn Lotta setur upp útisýningu en síðastliðin sumur hefur hópurinn tekist á við Litaland, Litlu gulu hænuna, Hróa hött, Gilitrutt, Stígvélaða köttinn, Mjallhvíti og dvergana sjö, Hans klaufa, Rauðhettu, Galdrakarlinn í Oz og Dýrin í Hálsaskógi. Í framhaldinu mun hópurinn ferðast með sýninguna og heimsækja yfir 50 staði víðsvegar um landið. Höfundur Ljóta andarungans er Anna Bergljót Thorarensen. Þetta er sjöunda leikritið sem hún skrifar fyrir hópinn en hún hefur verið meðlimur í Leikhópnum Lottu frá stofnun...

Read More

Lífið og listin í Kópavogi

Leikfélag Kópavogs: Svarti kassinn Höfundur: Hrefna Friðriksdóttir Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Leikfélag Kópavogs á 60 ára afmæli í ár og til að ljúka góðu afmælisári var ákveðið að ráðast í gerð Svarta kassans, en sýningin er samsköpunarverk höfundar, leikstjóra og leikhópsins. Svartur kassi innan í svörtum kassa, hvað getur verið meira viðeigandi þegar kemur að leikhúsi? Ég brá undir mig betri fætinum og skellti mér í leikhúsið í Funalind í góðum félagsskap. Ég vissi svo sem ekki við hverju ég átti að búast, a.m.k. bjóst ég alls ekki við því sem við mér tók. Það er ekki hægt að lýsa...

Read More

Í samhengi við stjörnurnar

Leikritið Í samhengi við stjörnurnar eftir Nick Payne kom öllum á óvart með einlægni sinni og frumleika árið 2012 og sló í gegn á West End í London og á Broadway í New York, þar sem Jake Gyllenhaal og Ruth Wilson léku aðalhlutverkin. Verkið verður nú sýnt í fyrsta sinn á Íslandi. Það er leikhópurinn Lakehouse sem setur verkið upp á Íslandi, en forsprakki hópsins, Árni Kristjánsson, er nýkominn úr mastersnámi í leikstjórn frá Bristol. Þetta verður hans fyrsta sjálfstæða uppsetning eftir útskrift, en hann framleiðir verkið ásamt konu sinni, Hörpu Fönn Sigurjónsdóttir, sem semur einnig tónlistina fyrir verkið....

Read More

Norræn örleikrit í Tjarnarbíói

Laugardagskvöldið 13. maí verða flutt fjögur ný örleikrit eftir jafnmörg norræn leikskáld og bera þau yfirskriftina CRASH COURSE.  Uppfærslan er hluti af stóru norrænu verkefni á vegum Dramafronten í Danmörku en sextán leikskáld frá Íslandi, Noregi, Danmörku og Svíþjóð leiddu saman hesta sína síðasta sumar og hafa svo unnið í fjögurra manna teymum að verkum sem um þessar mundir eru sýnd í löndunum fjórum, auk þess sem öll verkin sextán verða sett upp í Kaupmannahöfn í júní sem hluti af sviðslistahátíðinni CPH Stage. Í Reykjavík eru það fjögur verk eftir leikskáldin Amalie Olsen (DK), Fredrik Brattberg (NO), Anders Duus...

Read More