fbpx

Flokkur: Vikupóstur

Hrekkjavakan nálgast!

Leikhúsbúðin er búin að birgja sig upp af blóði, latexi, litum og fleira fíneríi fyrir Hrekkjavökuna svo nú er um að gera að fara að velja sér gervi og æfa sig. Við eigum líka tilbúin sett sem eru algjör snilld og á mjög góðu verði; Zombie, Pop Art Gal Kit, Sugar Skull Kit, The Crazy Doll Kit og The Fairy Girl Kit. Svo eigum við auðvitað skegg, skalla, lím, litað hárspray og allt mögulegt. Við vekjum sérstaka athygli á 6 lita hjólunum okkar frá Kryolan, það er snilldarvara á ótrúlegu verði. Verslunin að Kleppsmýrarvegi 8 í Reykjavík er opin alla virka daga...

Read More

Leikfélag Akureyrar frumsýnir Kvenfólk

Leikfélag Akureyrar frumsýnir þann 29. september 323. sviðsetningu félagsins. Verkið er nýtt íslenskt sviðsverk eftir Hund í óskilum sem ber titilinn Kvenfólk. Dúettinn Hund í óskilum skipa þeir  Hjörleifur Hjartarsson og Eiríkur Stephensen, en þeir eru bæði höfundar og flytjendur verksins, þeir eru þó ekki alveg einir á báti heldur njóta fulltingis  kvennahljómsveitar í sýningunni. Í Kvenfólk fara þeir Hjörleifur og Eiríkur  á hundavaði yfir kvennasöguna undir leikstjórn Ágústu Skúladóttur.  Sýningin verður sýnd  í október og nóvember í Samkomuhúsinu. Um Hund í Óskilum Hundur í óskilum er margrómaður og verðlaunaður dúett sem er leikhúsgestum að góðu kunnur fyrir leiksýningar sínar Sögu þjóðar sem hlaut Grímuverðlaunin árið 2012...

Read More

Hugleikur flytur í nýtt húsnæði

Leikfélagið Hugleikur í Reykjavík hefur fest kaup á nýju húsnæði að Langholtsvegi 109 undir starfsemi sína. Ætlunin er að nýta nýja húsnæðið sem félags-, æfingar- og -geymsluaðstöðu en einnig er horft til þess að þar megi sýna minni sýningar. Fyrsti opinberi viðburðurinn í nýja húsnæðinu er framhaldsaðalfundur sem haldinn verður fimmtudagskvöldið 28. september kl. 20 og eru allir áhugasamir velkomnir, hvort sem þeir hafa starfað með félaginu eða hafa hug á að gera það í framtíðinni. Á meðal þess sem gert verður á fundinum er að kynna starfsemi vetrarins en ætlunin er að halda uppi fjölbreyttri starfsemi í...

Read More

Leiklistarnámskeið fyrir nýliða

Í byrjun október hefst leiklistarnámskeið á vegum Leikfélags Kópavogs sem ætlað er nýliðum og fólki með minni leikreynslu. Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Hörður Sigurðarson sem kennt hefur á svipuðum námskeiðum hjá leikfélaginu undanfarin ár. Námskeiðið verður 18 klst. í heildina, 3 klst. í senn í 6 skipti og aldurstakmark er 21 árs. Námskeiðsgjald er 10.000 kr. fyrir utanfélagsmenn en skráðir félagsmenn greiða 2.500 kr. 
Athugið að skráning í félagið er öllum opin gegn 2.500 kr. félagsgjaldi. Sjá nánar hér. Námskeiðið hefst mánudaginn 2. október og eru námskeiðstímar sem hér...

Read More

Leikfélag Akureyrar býður til GRRRRRRLS danssmiðju

Leikfélag Akureyrar býður til dansvinnusmiðju fyrir stelpur á aldrinum 12-16 ára, leiðbeinandi er Ásrún Magnúsdóttir, danshöfundur. Aðspurð segir Ásrún: „Vinnusmiðjan er sprottin úr danssýningunni GRRRRRLS sem sló í gegn í Reykjavík síðasta vetur. Í sýningunni tók hópur unglingsstúlkna yfir sviðið og lét rödd sína heyrast og ljós sitt skína. Nú verður unnið með svipaðar aðferðir og voru notaðar í sýningunni.“ En hvernig fer svona vinnusmiðja fram? „Við ætlum að dansa saman, syngja saman, tala saman, hlusta á tónlist saman og bara hanga saman.“ svarar Ásrún og bætir við „við ætlum að reyna að svara spurningum einsog; Hvað þýðir samstaða...

Read More


Hrekkjavaka – útsöluvörur