Flokkur: Vikupóstur

Benedikt búálfur hjá Leikfélagi Keflavíkur

Leikfélag Keflavíkur frumsýnir hinn vinsæla fjölskyldusöngleik Benedikt búálf föstudaginn 28. febrúar kl. 19:00. Benedikt búálfur er skemmtilegt og fjörugt leikrit eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson með hressandi og vel gerðum lögum eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Leikritið fjallar um Dídí mannabarn og Benedikt búálf sem leggja af stað í hættuför að bjarga Tóta tannálfi, en hvað gerist í álfheimum ef tannálfurinn er ekki þar? Jú, þá fá allir álfarnir tannpínu og þá er illt í efni. Sýningin var fyrst sett upp á Íslandi árið 2002 í leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar. Nú er það Ingrid Jónsdóttir sem leikstýrir þessari uppfærslu á Benedikt, en...

Read More

Allir á svið í Biskupstungum

Leidkeild UMF Biskupstungna frumsýndi hinn kunna farsa Allir á svið eftir Michael Frayn um liðna helgi. Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson og sýnt er í Aratungu. Leikritið sem er eftir Michael Frayn í þýðingu og staðfærslu Gísla Rúnars Jónssonar fjallar um leikhóp sem stendur að æfingum og sýningum á leikritinu Nakin á svið. Í fyrsta þætti kynnumst við hópnum þar sem fram fer lokaæfing á verkinu. Í öðrum þætti er búið að sýna í mánuð og ferðast með verkið um landið. Leikhópurinn er þá staddur á Akureyri og síðdegissýning að hefjast. Margt getur gerst á heilum mánuði í lífi...

Read More

Fjallið í Kópavogi

Fjallið, nýtt íslenskt leikverk eftir Örn Alexandersson, verður frumsýnt hjá Leikfélagi Kópavogs nú um helgina. Einar ráðherra þarf að bregðast við slæmri niðurstöðu í skoðanakönnunum og hvað gerir sjóaður pólitíkus þá? Jú, hann hrindir auðvitað í framkvæmd svo stórhuga verkefni að allt annað verður eins og hjóm í samanburðinum. Fjallið er nýtt íslenskt leikverk eftir Örn Alexandersson sem jafnframt leikstýrir. Arnfinnur Daníelsson leikur Einar, hinn stórjuga ráðherra en auk hans eru átta aðrir leikarar með hlutverk í sýningunni. Fjöldi manns hefur auk þess komið að uppsetningunni í ýmsum hlutverkum. Frumsýning er lau. 22 febrúar í Leikhúsinu að Funalind í...

Read More

VMA sýnir Tröll í Hofi

Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri frumsýnir Tröll í Menningarhúsinu Hofi sunnudaginn 16. febrúar næstkomandi. Eins og undanfarin ár er Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri stórhuga í uppsetningu vetrarins. Í ár er það leikritið Tröll, sem er ný leikgerð eftir Jokku G.Birnudóttur og Kolbrúnu Lilju Guðnadóttur, gerð eftir teiknimyndarinni Trolls. Sagan er full af boðskap og fjallar um að þú þarft ekki utanaðkomandi áhrif til að gleðjast, gleðin býr innra með þér. Tónlistin í verkinu er vel þekkt, frá sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. Því er hér um að ræða skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Leikstjóri sýningarinnar er Kolbrún Lilja Guðnadóttir. Sýningar verða:...

Read More

Nú er hann sjöfaldur

Nú er alveg að bresta á Halafjör. Föstudaginn 14. feb. frumsýnir Halaleikhópurinn stuttverkafjör undir yfirskriftinni Nú er hann sjöfaldur, í leikstjórn Guðmundar Lúðvíks Þorvaldssonar. Þættirnir í dagskránni eru Hverjir voru hvar, Gamli vinur og Kaffi og með því eftir Guðmund Lúðvík Þorvaldsson, Lokakeppnin eftir Halldór Magnússon, Kurteisi eftir Don Ellione, Verkið eftir Örn Alexandersson og Aftur á svið eftir Fríðu Bonnie Andersen.Höfundarnir eiga það sameiginlegt að starfa innan raða BÍL eins og Halaleikhópurinn.Leikarar eru tíu, sumir gamalreyndir en aðrir eru að stíga sín fyrstu skref á sviði. Alls taka 22 þátt í uppfærslunni. Sýnt er í Halanum leikhúsi Halaleikhússins...

Read More