Flokkur: Vikupóstur

Málþing um Birgi Sigurðsson

  Laugardaginn 11. apríl kl. 11:30 mun Leikfélag Reykjavíkur halda málþing um leikskáldið Birgi Sigurðsson. Þau Magnús Þór Þorbergsson, leikhúsfræðingur, Salka Guðmundsdóttir, leikskáld, Stefán Baldursson, leikstjóri og Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona munu flytja framsögu. Sveinn Einarsson, leikstjóri og leikhúsfræðingur, ræðir við Birgi og stýrir umræðum auk þess sem skáldið sjálft mun flytja eigin ljóð. Þá verða sýnd brot úr gömlum sýningum L.R. á verkum Birgis. Það stefnir í fjölbreytt og lifandi málþing. Samkoman er öllum opin og ókeypis. Birgir Sigurðsson er eitt fremsta núlifandi leikskáld okkar. Fyrsta leikrit hans, Pétur og Rúna, var sett á svið árið 1973. Nýjasta...

Read More

Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýnir Ubba kóng

Laugardaginn 11. apríl frumsýnir Leikfélag Hafnarfjarðar leikritið Ubba kóng – skrípaleik í mörgum atriðum – í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Ubbi kóngur (Ubu roi á frummálinu) er kannski betur þekktur sem Bubbi kóngur, en Herranótt frumflutti verkið hér á landi undir því nafni árið 1969 í leikstjórn Sveins Einarssonar.  Aðalhlutverk í þeirri uppfærslu voru leikin af Davíð Oddssyni og Signýju Pálsdóttur. Ubbi kóngur – skrípaleikur í mörgum atriðum – er óhefðbundið og gráglettið ærslaverk fyrir fullorðna og er meginþema verksins græðgi, spilling og valdníð. Leikritið var skrifað af Alfred Jarry undir lok 19. aldar og vakti heit viðbrögð þegar það...

Read More

Athyglisverðasta áhugasýningin leikárið 2014-15

Þjóðleikhúsið stendur að venju fyrir samkeppni um athyglisverðustu áhugaleiksýninguna þetta leikár. Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. Öll aðildarfélög Bandalags íslenskra leikfélaga geta tekið þátt. Umsóknir á að senda beint til Þjóðleikhússins og umsóknareyðublaðið er hér. Úrslit verða tilkynnt á hátíðarkvöldverði að Melum í Hörgárdal laugardaginn 3. maí. Stund milli stríða eftir Þórunni Guðmundsdóttur, í leikstjórn Jóns St. Kristjánssonar og uppsetningu leikfélagsins Hugleiks í Reykjavík bar sigur úr býtum í samkeppninni í fyrra. Meðfylgjandi mynd er úr sýningunni....

Read More

Aukasýningar á Óþarfa offarsa í apríl

Þrjár aukasýningar verða á Óþarfa offarsa eftir Paul Slade Smith sem Leikfélag Kópavogs sýndi í febrúar og mars. Borgarstjórinn liggur undir grun um fjárdrátt og lögreglan undirbýr gildru á móteli til að standa hann að verki. Fljótt kemur í ljós að lögreglufulltrúarnir tveir eru kannski ekki þeir allra hæfustu og samband annars þeirra við kynsveltan endurskoðanda í næsta herbergi einfaldar ekki framvinduna. Þegar við þetta bætast svo óöruggur öryggisvörður úr Ráðhúsinu, illskiljanlegur leigumorðingi og elskuleg borgarstjórafrú er ekki von á góðu. Sýningar verða fös. 17. sun. 19. og fim. 23. apríl. Sjá nánar á...

Read More

Þú kemst þinn veg í Norræna húsinu

Síðasta tækifæri til að sjá Þú kemst þinn veg í Norræna húsinu um helgina. Í marsmánuði var leikverkið Þú kemst þinn veg sýndur tíu sinnum og þar af átta sýningar fyrir troðfullu húsi. Verkið er einlægur einleikur eftir Finnboga Þorkel Jónsson og fjallar um veruleika Garðars Sölva Helgasonar. Garðar hefur lengi strítt við geðklofa og verið öryrki en hann þróaði kerfi sem hefur hjálpað honum að lifa hamingjusömu og góðu lífi. Svavar Knútur samdi tónlist fyrir verkið og boðið er upp á kaffi í sýningunni. Það eru einungis þrjár sýningar eftir og verða þær fimmtudaginn 9. apríl, föstudaginn 10....

Read More