Flokkur: Gagnrýnandinn

Fallegar myndir af mæðrum og dætrum

Mæður Íslands Leikfélag Mosfellssveitar og Miðnætti Leikstjórn: Agnes Wild Hrund Ólafsdóttir rýnir sýningu Listahópurinn Miðnætti er alinn upp í Leikfélagi Mosfellssveitar. Þær Agnes Wild leikstjóri, Eva Björg Harðardóttir leikmynda- og búningahönnuður og Sigrún Harðardóttir tónlistarhöfundur, og flytjandi ásamt Lofti S. Loftssyni, eru ungar og flottar listakonur sem hafa gerst atvinnumenn eftir nám í útlöndum. Sem hópurinn Miðnætti sviðsetja þær nú verk í annað sinn fyrir leikfélagið sitt en hið fyrra var Ronja ræningjadóttir sem var valin athyglisverðasta áhugasýningin og sýnd í Þjóðleikhúsinu í vor. Mæður Íslands er einlæg sýning með litlum nafnlausum myndum, samin af leikstjóranum og tíu manna...

Read More

Stórfyndin sakamál á Eyjaslóð

Eins og svo oft áður setur reykvíska leikfélagið Hugleikur á svið nýtt íslenskt verk sem ber það stórbrotna nafn „Stóra hangikjöts-, Orabauna- og rófumálið, taðreyktur sakamálatryllir“. Það gefur tóninn að alveg glimrandi skemmtun í litla leikhúsinu á Eyjaslóð. Anna Kristín Kristjánsdóttir, Sigrún Óskarsdóttur og Unnur Guttormsdóttir hafa sett saman skemmtilegt verk þar sem koma við sögu álfar sem eru að verja sín heimkynni, umhverfisverndarsinnar sem eru að verja landið og útrásarvíkingar sem hugsa bara um gróða og að komast undan Sérstökum. Ekki ætla ég að rekja söguþráðinn nánar en allt endar vel að lokum. Skemmtileg lög og textar Árna...

Read More

Afhausunarvélin í efsta gír

Nú um stundir býður Leikfélag Hafnarfjarðar upp á vel unna sýningu á Ubba kóngi eftir Alfred Jarry. Frá fyrsta andartaki og allt til loka bera hvert atriðið á fætur öðru í þessari uppfærslu þess vott að allir sem hönd lögðu á plóginn hafa lagt sig fram um að vanda til verka. Leikhópurinn er vel samhæfður undir faglegri stjórn leikstjórans, Ágústu Skúladóttur, og það var ákaflega gaman að sjá hvað hópatriðin eru nostursamlega sviðsett og æfð í þaula. Tónlist Eyvindar Karlssonar, sem hann flytur sjálfur ásamt nokkrum öðrum hljóðfæraleikurum og stundum meira og minna öllum leikhópnum, er leikhúsleg og á...

Read More

Bravó, bravó Freyvangsleikhús!

FreyvangsleikhúsiðFiðlarinn á þakinuHöfundar: Joseph Stein, Jerry Bock og Sheldon Harnick. Þýðandi: Þórarinn HjartarsonLeikstjórar: Oddur Bjarni Þorkelsson og Margrét Sverrisdóttir Fimmtudaginn 27. mars frumsýndi Freyvangsleikhúsið söngleikinn góðkunna Fiðlarann á þakinu eftir þá Joseph Stein, Jerry Bock og Sheldon Harnick. Hann þekkja margir og hafa séð – en það breytir engu, hann er löngu sígildur ekki síst fyrir tónlistina.  Leikurinn gerist árið 1905 í gyðingaþorpinu Anatevka í Rússneska keisaradæminu. Í miðju sögusviðsins eru mjólkurpósturinn Tevje, eiginkona hans Golda og dætur þeirra. Sagan snýst svo að nokkru leyti um átök hefðarinnar og nýja tímans – sérstaklega þegar að því kemur að finna þarf...

Read More

Æðisleg uppsetning

Leikfélag KópavogsÓþarfa offarsi eftir Paul Slade SmithLeikstjórn: Hörður Sigurðarson. Þýðandi: Hörður Sigurðarson Óþarfa offarsi er farsi sem hefur fest sig í sessi meðal betri farsa í leikhúslífi enskumælandi þjóða. Hann hefur verið settur upp 155 sinnum, þá aðallega sitt hvoru megin við atlantshafið. Einu löndin sem verkið hefur verið sett upp í, sem hafa ekki ensku að móðurmáli, eru Singapúr og Ísland. Verkið er hnyttinn, hraður og vel skrifaður farsi. Tekst Herði Sigurðarsyni einkar vel til í þýðingu á verkinu.   Öll umgjörð verksins var vel úr garði gerð. Hljóðmynd var snurðulaus, það sama má segja um ljós. Búningar pössuðu...

Read More