Flokkur: Gagnrýnandinn

Ræningjar undir Eyjafjöllum

Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner fjallar um hvernig samfélag getur haft áhrif á alla til góðs, líka ræningja. Allir vinna sín verk í ró og næði og standa saman þegar á reynir. Það þarf þorp til að ala upp barn og það þarf leikfélag til að ala upp næstu kynslóðir leikhúsáhugafólks, þátttakendur sem og áhorfendur. Það er það sem Leikfélag Austur-Eyfellinga er að gera með því að setja upp þessa umfangsmiklu sýningu sem Kardimommubærinn er. Miðað við fjöldann sem tekur þátt í sýningunni á einn eða annan hátt og viðtökur áhorfenda má gera ráð fyrir að uppbyggingingarstarfið muni bera góða...

Read More

Tímaflakk í Freyvangsleikhúsi

Freyvangsleikhúsið Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson Leikstjóri Skúli Gautason Þann 12. mars 2016 frumsýndi Freyvangsleikhúsið í Eyjafjarðarsveit leikritið Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarson. Það var sérstök upplifun á þessu hryssingslega marskvöldið 2016 að flakka fram og tilbaka milli síðnútíma og ársins 1975 í gegnum efnistök leikverksins. Um leið og hljómsveitin slær fyrsta tóninn þá er áhorfendum kippt til ársins 1975 og þeirri tilfinningu vel við haldið í sviðsmynd og búningum leikaranna sem nú stíga á svið. Það er eftirvænting í loftinu og verkið fer snurðulaust af stað, saumakonurnar setja við saumavélar sínar eins og vera ber og eigandinn lætur sjá sig...

Read More

Kirsuberjagarður á bökkum Ölfusár

Leikfélag Selfoss Kirsuberjagarðurinn eftir Anton Tsjekhov. Þýðing Jónas Kristjánsson. Leikstjórn Rúnar Guðbrandsson Það var hátíðleg stemming í Litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi á frumsýningu á Kirsjuberjagarðinum 19. feb. s.l. Það heyrðist strax á samræðunum í anddyri leikhússins að hér voru kröfuharðir áhorfendur á ferð. Þegar boðið er upp á sjálfan Tsjekhov og Rúnar Guðbrandsson er fenginn til að stýra hinum skrautlega leikhópi Selfyssinga er ljóst að menn munu ekki sætta sig við neina meðalmennsku. Ég setti mig strax í dramatískar stellingar, enda er Kirsjuberjagarðurinn mesta stofudrama heimsbókmenntanna. Strax og ljósin kviknuðu var þó ljóst að eitthvað nýstárlegt var...

Read More

Stræti Halaleikhópsins – rýni

Stræti eftir Jim Cartwright Halaleikhópurinn Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason Trausti Ólafsson rýnir  Sautján leikarar í meira en helmingi fleiri hlutverkum stíga fram í leikrými Halaleikhópsins í Hátúni 12 og bjóða áhorfendum upp á sýningu á leikriti um líf fjölda fólks sem býr við sömu götuna í breskri borg. Jim Cartwright heitir höfundur leikritsins og fyrir um tuttugu árum nutu verk hans töluverðra vinsælda hérlendis. Barpar hjá Leikfélagi Akureyrar og síðar í Borgarleikhúsinu, þar sem Stone Free var einnig sýnt, og Taktu lagið Lóa sem gekk nær endalaust á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins og farið var með í leikför um Norðurland – og...

Read More

Bráðskemmtileg fjölskyldusýning í Eyjum

Ævintýrabókin eftir Pétur Eggerz Leikfélag Vestmannaeyja Leikstjóri Ingrid Jónsdóttir Helena Pálsdóttir rýnir sýningu Það er ekki hægt að segja annað en Leikfélag Vestmannaeyja sé ríkt af hæfileikafólki, fólki sem lætur gesti sína finna það alveg út í sal hversu gaman það hefur af því að skemmta sér og okkur hinum. Ég skellti mér á frumsýningu í leikhúsinu okkar á laugardaginn s.l. ásamt leik(hús)félaga mínum og móður Kolbrúnu Hörpu, en Leikfélag Vestmannaeyja setur þessa dagana á fjalirnar sitt 173. verk nú þegar þeir sýna barnaleikritið Ævintýrabókina. Ég hef áður viðurkennt í leikhúsgagnrýni að ég set það ekki endilega í fyrsta...

Read More