Flokkur: Gagnrýnandinn

Skemmtilegir Rúar og Stúar á Selfossi

Rúi og Stúi Leikfélag SelfossLeikstjórn: F. Elli Friðjónsson  Það er aðeins 45 mínutna akstur að aka frá Hafnarfirði til Selfoss, yfir Sandskeið og Hellisheiði. Það er ekki langt að fara til að sjá skemmtilega leiksýningu  eins og ég og 5 ára afastelpan mín, hún Embla Sól gerðum eina kvöldstund í vikunni. Og á leiðinni er hægt að virða fyrir sér norðurljós og stjörnuhrap í austrinu.  Það var sko ekkert stjörnuhrap í skemmtilegu verki  þeirra Skúla Rúnars Hilmarssonar og Arnar Alexanderssonar í litla leikhúsi Leikfélags Selfoss við Ölfussána. Þeir Selfyssingar eða Árborgarar, eins og þeir heita víst núna, eru flinkir...

Read More

Himnaríki í Ölfusi

Himnaríki Leikfélag ÖlfussLeikstjóri: Gunnar Björn Guðmundsson Eftir að hafa farið villu vegar einhverstaðar á milli Hveragerðis og Vestmannaeyja í dálítinn tíma, römbuðum ég og betri helmingur minn loks inn í Ráðhúsið, þar sem Leikfélag Ölfuss sýnir þessa dagana Himnaríki eftir Árna Ibsen.  Höfðu heimamenn og aðrir velunnarar  nýlega slátrað einu lambi, fáeinum humarsræflum og saklausum rabarbarastöngli og stunduðu veisluvenjur eins og góðu óhófi gegnir. Köld eftir langa göngu frá bílnum að útidyrahurðinni horfðum við öfundaraugum á kræsingarnar og sáum strax að skemmtilegra hefði nú verið að sleppa hamborgaratuðrunni í bænum og mæta frekar aðeins fyrr í veislu fyrir sýningu,...

Read More

Skemmtiferð á vígvöllinn

FreyvangsleikhúsiðGóði dátinn Svejk í ÞjóðleikhúsinuLeikstjóri: Þór Tulinius Ég á bágt með að trúa því að nokkur sem var búinn að sjá sýningu Freyvangsleikhússins á Góða dátanum Svejk hafi efast um að þau yrðu fyrir valinu sem Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins þetta árið. Það er ekki oft sem maður sér viðamikla sýningu af þessu tagi heppnast svona gjörsamlega á öllum póstum. Hún er kraftmikil og geislandi af leikgleði. Hún er nákvæmlega og nostursamlega unnin og mikil rækt hefur verið lögð við smáatriði í leik, umgjörð, búningum og leikmunum. Leikurinn er án merkilegra veikra punkta og rís í eftirtektarverðar hæðir þar sem...

Read More

Skop á Sæluviku

Leikfélag Sauðárkróks Svefnlausi brúðguminnLeikstjóri: Jakob S. Jónsson Hefð er fyrir því að Leikfélag Sauðárkróks frumsýni í upphafi Sæluviku, hinni árlegu lista- og menningarhátíð Skagfirðinga sem rekur uppruna sinna allt aftur á 19. öld. Ekki var brugðið út af vananum að þessu sinni og þann 1. maí síðast liðinn frumsýndi leikfélagið leikritið Svefnlausa brúðgumann eftir Þjóðverjanna Arnold og Bach. Leikrit þeirra félaga eru nokkuð vel þekkt hér á landi, má þar nefna Húrra krakki, Spanskflugan, Stundum og stundum ekki og Karlinn í kassanum en öll þessi leikrit hafa verið sýnd nokkuð reglulega síðan um miðja síðustu öld. Líkt og hin...

Read More

Góð Einkamál á Grandanum

HugleikurEinkamál.isLeikstjórar: Hulda Hákonardottir og Þorgeir Tryggvason  Hugleikur fumsýndi á föstudag  leikritið Einkamál.is  eftir Árna Hjartarson.  Það er skemmst frá að segja að Hugleikur sannar það enn einu sinni að leikfélagið er í fremstu röð þegar kemur að því að setja á svið ný íslensk leikverk. Verk Árna er í senn fyndið og harmrænt í eindfaldri sögu í anda  klassískra  grískra leikbókmennta. Ég ætla ekki að ljóstra upp aðalfléttu verksins sem er alveg stórskemmtileg og óvænt og drífur verkið áfram af fítonskrafti. Árni hefur skapað verk sem er bæði tímalaust og tekst á við samtíðarmál eins  og  staðgöngumæður og firringu...

Read More