Flokkur: Gagnrýnandinn

Þegar hjartað malar

Litli leikklúbburinnKötturinn sem fer sýnar eigin leiðirHöfundur: Ólafur Haukur SímonarsonLeikstjóri: Halldóra Björnsdóttir Maður finnur það svo vel í hjartanu þegar eitthvað hefur hrifið mann og líðanin verður ögn betri en venjulega. Fær jafnvel trú á æskuna og framtíð mannkynsins og allt það. Svoleiðis leið manni eiginlega eftir frumsýningu Litla Leikklúbbsins á því ágæta verki Ólafs Hauks Símonarsonar, Kettinum sem fór sínar eigin leiðir. Köttinn samdi Ólafur eftir að hafa lesið Kipling og manni finnst eins og það hafi verið gráupplagt að semja svona verk upp úr Kettinum sem Halldór Stefánsson rithöfundur þýddi á góða íslensku fyrir margt löngu. Og...

Read More

…Í leikhúsið skal arka – Leikhúsgaldur fyrir alla fjölskylduna

FreyvangsleikhúsiðSkilaboðaskjóðanHöfundur: Þorvaldur ÞorsteinssonLeikstjóri: Daníel Freyr Jónsson Freyvangsleikhúsið frumsýndi laugardaginn 6. október Skilaboðaskjóðuna eftir Þorvald Þorsteinsson í leikstjórn Daníels Freys Jónssonar. Höfundur tónlistar í verkinu er Jóhann G. Jóhannsson en um tónlistarstjórn sáu Sigríður Hulda Arnardóttir og Brynjólfur Brynjólfsson. Júlíus Júlíusson brá sér á sýninguna í Freyvangi og setti saman pistil um upplifunina.   Að mínu mati er eitt af hlutverkum áhugaleikhússins að gefa fólki kost á að taka þátt í gefandi félagsstarfi. Hlutverkin í leikhúsinu eru fjölbreytt hvort sem að þú vilt láta ljós þitt skína á sviðinu eða baksviðs, allt saman skiptir þetta miklu máli til að góður...

Read More

Hláturinn lengir lífið

Leikfélag SauðárkróksTveir tvöfaldir eftir Ray CooneyLeikstjóri: Ingrid Jónsdóttir Í upphafi Sæluviku 29. apríl frumsýndi Leikfélag Sauðárkróks leikverkið „Tveir tvöfaldir“ eftir Ray Cooney, í þýðingu Árna Ibsen. Ingrid Jónsdóttir leikstýrði verkinu og er einnig hönnuður sviðsmyndar. Hönnun lýsingar var í höndum Guðbrandar Ægis Ásbjörnssonar. Tveir tvöfaldir var frumflutt af Þjóðleikhúsinu árið 1998 og naut talsverða vinsælda. Ray Cooney er einn þekktasti farsahöfundur samtímans en Leikfélag Sauðárkróks hefur sett upp fjögur leikrit eftir höfundinn. Tveir tvöfaldir, Með vífið í lúkunum, Viltu finna milljón og Eltu mig, félagi. Tveir tvöfaldir er fjörugur, skemmtilegur og fyndinn farsi sem segir frá alþingismanninum Ormi Karlssyni...

Read More

Dauðir rísa

Leikfélag MosfellssveitarAndlát við jarðarförHöfundur: Dean Craig, leikgerð María Guðmundsdóttir og Guðný María Jónsdóttir.Leikstjóri: Guðný María Jónsdóttir. Leikfélag Mosfellssveitar fer oft ótroðnar slóðir í verkefnavali sínu og svo er einnig nú. Þau vinna leikhandrit upp úr kvikmynd eða kvikmyndahandriti réttara sagt, Death at a Funeral, breskri gamanmynd frá 2007 sem reyndar hefur verið endurgerð fyrir ameríku líka. Þetta er uppátæki sem oft er reynt hin síðari ár bæði hjá áhugaleikfélögum, menntaskólaleikfélögum og helstu stórleikhúsum hér heima og erlendis. Nærtækt auðvitað að minnast á Fanny og Alexander í því samhengi. Það er ýmislegt við Dauða við jarðarför sem gerir verkið að...

Read More

Venjufólk og smámenn

Leikfélag KópavogsHringurinn eftir Hrefnu FriðriksdótturLeikstjóri: Hörður Sigurðarson Leikfélag Kópavogs frumsýndi síðastliðinn sunnudag, 26. febrúar, leikritið Hringinn eftir Hrefnu Friðriksdóttur í Leikhúsinu við Funalind í Kópavogi. Í leikritinu segir frá Evgeníu sem lifir einkar fábrotnu lífi og starfar hjá opinberri stofnun. Dag einn kemur lögfræðingur til hennar og greinir henni frá láti föður hennar. Hún kynntist föður sínum raunar aldrei, en hann hefur samt sem áður arfleitt hana og reynist föðurarfurinn vera sirkus. Lífið í sirkusnum er svo sannarlega ólíkt því lífi sem Evgenía hefur kynnst áður og persónurnar eru litríkar og ekkert „venjufólk“. Og „venjufólkið“ kemur mikið við sögu...

Read More