Flokkur: Gagnrýnandinn

Óþekkur er ætíð anginn sá

Leikfélag KópavogsGutti og félagar eftir Örn Alexandersson byggt á kvæðum Stefáns JónssonarLeikstjóri: Örn Alexandersson „Gutti aldrei gegnir þessu, grettir sig og bara hlær…”. Þessar línur þekkja líklega allir Íslendingar sem komnir eru til vits og ára. Gutti er einn ódælasti drengurinn í íslenskri bókmenntasögu og nú má fylgjast með uppátækjum hans á fjölunum hjá Leikfélagi Kópavogs. Örn Alexandersson hefur þar sett saman barnaleikrit með söngvum, Gutti og félagar, byggt á Guttavísum og fleiri kvæðum eftir Stefán Jónsson. Í leikskránni er spurt hvort að Gutti hafi verið dæmdur of hart í gegnum tíðina. Miðað við uppsetninguna í Kópavogi má segja...

Read More

Fjör á Ruslahaugnum

HalaleikhópurinnRympa á ruslahaugnum eftir Herdísi EgilsdótturLeikstjóri: Herdís Ragna Þorgeirsdóttir Ég skrapp á laugardaginn á Rympu á Ruslahaugnum sem Herdís Ragna Þorgeirsdóttir setur upp með Halaleikhópnum í Halanum í Hátúni 12. Verkið sem er eftir Herdísi Egilsdóttur var fyrst sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 1987 við góðar viðtökur og hefur verið vinsælt viðfangsefni áhugaleikfélaga víða um land síðan. Það var því komin tími á að það rataði hingað í höfuðborgina fyrir nýja kynslóð áhorfenda. Verkið er eins og mörg höfundaverk Herdísar með ákveðin skilaboð til yngstu áhorfendanna um það hvernig á að haga sér í samfélaginu og að þjófnaður og...

Read More

Þrek og tár á Selfossi

Leikfélag SelfossÞrek og tár eftir Ólaf Hauk SímonarsonLeikstjóri: Lilja Nótt Þórarinsdóttir Margir þekkja Þrek og tár eftir Ólaf Hauk, enda sló það eftirminnilega í gegn þegar það var frumsýnt fyrir ekkert alltof mörgum árum. Verkið er góð blanda af gríni og alvöru, textinn vel skrifaður og lögin fyrir löngu búin að stimpla sig inn í menningarsögu okkar Íslendinga. Ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur í þessari uppsetningu, þar sem leikur, söngur og fjölmörg atriði á mismunandi stöðum, bæði á sviði og í hinum ímyndaða heimi, þurfa að mynda eina heild. Í leikskrá leiksýningarinnar var verkinu...

Read More

Ekkert venjulegt brúðkaup

Leikdeild Umf. ÍslendingsSmáborgarabrúðkaupeftir Bertold Brechtþýðing Þorsteinn Þorsteinssonleikstjórn Ingrid Jónsdóttir Það er brúðkaupsveisla og þar eru glæsileg brúðhjón ásamt fjölskyldu sinni og vinum sem eru komnir til að skála fyrir þeirra björtu framtíð. Veisluborðið er þrungið mat og víni, það er ljósadýrð og prúðbúnir gestirnir ganga um og spjalla um hvað þetta sé nú allt efnilegt og flott.  Á meðan gerir faðir brúðarinnar tilraunir til að segja gamansögur. Þannig byrjar leikrit Bertolts Brechts (1898-1956), Smáborgarabrúðkaup, sem frumsýnt var af Ungmennafélaginu Íslendingi í Félagsheimilinu Brún föstudaginn 9. nóvember sl. Verkið er í íslenskri þýðingu Þorsteins Þorsteinssonar. Þetta er æskuverk Brechts, samið...

Read More

Ruglaður ræningi, geggjuð galdranorn og spilandi kaffikvörn

Leikfélag ÖlfussRummungur ræningieftir Otfried PreußlerLeikstjóri: Ármann Guðmundsson Það er skemmtileg ævintýrastemning í Ráðhúsi sveitarfélagsins Ölfus í Þorlákshöfn um þessar mundir, en þar sýnir Leikfélag Ölfuss fjölskylduleikritið Rummung ræningja eftir Otfried Preußler í þýðingu og leikstjórn Ármanns Guðmundssonar. Verkið er 9. verkefni L.Ö. frá því að félagið var vakið úr dvala árið 2005, en félagið stendur sig vel í að ala upp nýja kynslóð leikhúsáhugafólks í Ölfusi, sem og nýja kynslóð leikhúsáhorfenda. Rummungur ræningi fjallar um tvo pilta þá Sæla og Kaspar, sem mæta til ömmu sinnar á afmælisdaginn hennar til að gleðja hana með forláta gjöf, kaffikvörn sem einnig...

Read More