Flokkur: Gagnrýnandinn

Systurnar fljúga hátt í Kópavogi

Leikfélag KópavogsÞrjár systur eftir Anton TshekovLeikstjórn: Rúnar Guðbrandsson Það er alltaf ánægjulegt þegar íslenskt leikhús býður áhorfendum upp á gullmola heimsleikbókmenntanna eins og t.a.m. verk Rússans Antons Tsjekhov. Síðast bauð Borgarleikhúsið upp á Kirsuberjagarðinn árið 2011 og það eru komin 16 ár síðan að Þrjár systur var sýnt í Þjóðleikhúsinu. Leikfélag Kópavogs og leikstjórinn Rúnar Guðbrandsson ráðast því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur með sýningu á Þremur Systrum og ég verð að viðurkenna að mér fannst það djörfung að ráðast í að sviðsetja verkið óstytt og bjóða áhorfendum upp á þriggja tíma ferð um veröld Tsjekovs....

Read More

Makalaus sambúð í Ölfusi

Leikfélag ÖlfussMakalaus sambúð eftir Neil SimonLeikstjórn: Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson  Leikfélag Ölfuss er um þessar mundir að sýna leikritið makalaus sambúð eftir Neil Simon. Þetta er verk sem er búið að festa sig í sessi með bestu gamanverkum leikhúsmenningarinnar. Hefur Neil gert þó nokkrar útgáfur út frá sömu hugmynd, hvortveggja í leikhúsi sem í sjónvarpi. Tvær útgáfur hefur Neil skrifað fyrir leikhús. Í fyrstu leikgerð sem var fyrst sett á svið árið 1965, voru karlmenn í aðalhlutverki. Seinna meir skrifaði Neil aðra útgáfu þar sem hann hafði konur í aðalhlutverkum og er það sú útgáfa sem Leikfélag Ölfuss notar. Þetta...

Read More

Það er ekki allt sem sýnist

Leikfélag Selfoss Maríusögur eftir Þorvald Þorsteinsson Leikstjóri: Guðfinna Gunnarsdóttir Það er ekki allt sem sýnist, er yfirskrift þessa dóms um hinar grátbroslegu Maríusögur sem frumsýndar voru í Litla leikhúsinu við Sigtún síðastliðinn föstudag. Og hvað er líka raunverulegt? Hvað er minning og hvað er draumur? Hvernig vitum við hvað gerðist í raun og veru og hvað er bara ímyndun? Og svo er líka hægt að afbaka sannleikann. En aftur að verkinu, Maríusögur gerast á æskuheimili Stefaníu, sem nú er heimili Stefaníu og Þráins. Faðir Stefaníu er nýdáinn, en jarðaförin hefur ekki enn farið fram. Stórri mynd af hinum nýlátna...

Read More

Tímalausar Spilaborgir

HugleikurSpilaborgirHöfundur: Ásta GísladóttirLeikstjórar: Sigurður H. Pálsson og Þorgeir Tryggvason Mömmudrengurinn Kári er ofvaxið og dálítið aulalegt barn á þrítugsaldri. Í stað þess að takast á við lífið utan heimilisins hefur hann valið sér það hlutskipti að  sinna lasinni móður sinni og byggja spilaborgir. Kári lifir við konuríki og örlagadísirnar birtast í líki þriggja nágranna sem reiða hvorki gáfur né gæfu í þverpokum. Mannlífið er málað í litum kaldhæðni og miskunnarleysis, en er samt svo líkt því sem gerist allt í kringum okkur. Þú getur lifað í núinu eða fortíðinni segja þær, lokað þig af eða stigið út. Kári kýs að...

Read More

Gæsahúð á Melum

Leikfélag HörgdælaDjákninn á MyrkáHöfundur og leikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson Það er langt í frá leiðinlegt að dusta rykið af góðum drauga- og þjóðsögum okkar Íslendinga, rifja þær upp og kynna fyrir nýjum kynslóðum. Á Melum í Hörgárdal býður Leikfélag Hörgdæla upp á söguna af djáknanum á Myrká, sögu sem flestir kannast við og gerðist í Hörgárdalnum. Höfundur verksins, og jafnframt leikstjóri sýningarinnar, Jón Gunnar Th., prjónar við sjálfa þjóðsöguna og við sögu kemur meðal annars tröllskessan Geira, auk þess sem heyra má brot úr Gullna hliði Davíðs Stefnánssonar og erindi úr vísum Vatnsenda Rósu. Til þess að auðvelda áhorfendum...

Read More