Flokkur: Gagnrýnandinn

Besti söngleikurinn í borginni

Það var með nokkuri eftirvæntingu sem ég fór á sýningu á 30 ára afmælissýningu Hugleiks sem er fremst í flokki áhugaleikhúsanna í Reykjavík og sýnir alltaf ný íslensk verk á hverju ári. Ég hef í gegnum tíðina séð mörg verka þeirra sem hafa oftar en ekki leitað fanga í sögu þjóðarinnar og verið sett fram með gárungaskap og góðum skammti af söng og tralli. Það er skemmt frá því að segja að ég varð aldeilis ekki fyrir vonbrigðum með Stund milli stríða sem er tvímælalaust besti söngleikurinn sem hefur verið sýndur í höfuðborginni á síðustu árum. Og hann er...

Read More

Anna frá Stóru Borg – Saga af kvenskörungi

Leikfélag Austur- EyfellingaAnna í Stóru-Borg í leikgerð  Margrétar TryggvadótturLeikstjóri: Sveinn Óskar Ásbjörnsson Það ríkti sannarlega mikil eftirvænting meðal áhorfenda í Heimalandi undir Eyjafjöllum síðastliðinn föstudag, enda voru þeir mættir á frumsýningu á leikritinu Anna í Stóru-Borg. Leikrit sem byggir á sögu sem Jón Trausti gerði ódauðlega í bók sinni Anna frá Stóru-Borg. Sögusviðið eru Eyjafjöllin og því ekki nema von að áhorfendur væru spenntir. Leikritið gerist á 16. öld og hefst á því að vinnumenn á bænum Stóru-Borg eru að atast í smalamanninum Hjalta og mana hann til að leggjast í sæng húsfreyjunnar Önnu, að launum á hann að...

Read More

Ljónshjarta bræðir hjörtu

Leikfélag SelfossBróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid LindgrenLeikstjóri Sigrún Valbergsdóttir  Með hækkandi sól og umbrotum í samfélaginu hefur Leikfélag Selfoss unnið enn eitt þrekvirkið og nú með boðskap um hugrekki og samábyrgð.  Félagið hefur fært margar athyglisverðar og flottar sýningar á fjalir sínar í gegnum tíðina og sinnt  öllum aldurshópum.  Nú er það Astrid Lindgren sem leggur til söguna um bræðurna Karl og Jónatan Ljónshjarta og skemmst er frá því að segja að úr verður mjög góð leiksýning þar sem allir þættir vinna vel saman.   Sigrún Valbergsdóttir er vinsæll og þrautreyndur leikstjóri og fengur fyrir Selfyssinga að fá hana. ...

Read More

Farsi í Freyvangi

FreyvangsleikhúsiðÞorskur á þurru landiHöfundar Karl Tiedemann og Allen Lewis RickmanLeikstjóri og þýðandi Daníel Freyr Jónsson Freyvangsleikhúsið frumsýndi amerískan farsa fimmtudaginn 20. febrúar og er hér um Íslandsfrumsýningu að ræða, en leikstjóri sýningarinnar, Daníel Freyr Jónsson, þýddi leikritið og staðfærði að hluta. Og maður verður ekki svikinn af kvöldskemmtun í Freyvangi nú frekar en fyrri daginn þótt sannarlega hafi stundum verið ráðist í metnaðarfyllri sýningar þar á bæ. „Þorskur á þurru landi”, en svo heitir leikritið, gerist í bústað breska sendiherrans hjá Sameinuðu þjóðunum í New York seint á sjötta áratug síðustu aldar. „Þar segir frá vanhæfum breskum sendiherra sem...

Read More

Strákapör sambýlinganna hjá Halaleikhópnum

Síðasta sunnudag skellti ég mér á sýninguna Sambýlingar eftir Tom Griffin, sem Halaleikhópurinn er að setja upp um þessar mundir. Oddur Bjarni Þorkelsson og Margrét Sverrisdóttir sáu um leikstjórn að þessu sinni, en þau hafa tvisvar sinnum áður unnið með þessum leikhóp. Verkið fjallar um fimm einstaklinga, fjórir af þeim búa undir sama þaki. Þrír af þeim eru þroskaheftir og sá fjórði er með geðklofa á háu stigi. Sá fimmti er umsjónarmaður þeirra. Fáum við að fylgjast með samantekt af tveggja mánaða tímabili í lífi þeirra, eða þangað til umsjónarmaðurinn yfirgefur þá fyrir annað starf. Sviðið var langt og...

Read More