Flokkur: Gagnrýnandinn

Frábærlega skemmtilegur farsi

Leikfélag SelfossBót og betrun eftir Michael CooneyLeikstjóri: Jón St. Kristjánsson. Þýðandi: Hörður Sigurðarson Bót og betrun er frábærlega skemmtilegur farsi; vel skrifaður og mjög vel þýddur. Undirrituð fór á frumsýningu, byrjaði fljótlega að gráta úr hlátri og hélt því áfram nokkurn veginn til loka. Það er svo gaman að sjá vel smurðan farsa þar sem allt gengur upp og þrælvant fólk í flestum hlutverkum, að ekki sé talað um þjálfaðan leikstjórann sem stýrir breskum farsa hjá Selfyssingum í þriðja sinn nú. Hljóðmyndin var vel gerð, lýsing einnig og heildarmyndin snurðulaus.   Farsar eru með vandasömustu uppfærslunum, það verður að...

Read More

Tíu litlir strandaglópar

HalaleikhópurinnTíu litlir strandaglópar eftir Agöthu ChristieLeikstjóri: Guðjón Sigvaldason. Þýðandi: Hildur Kalman Í fjórða sinn hefur Halaleikhópurinn fengið hinn flinka Guðjón Sigvaldason til þess að leikstýra en fyrri sýningarnar hans þrjár voru hver annarri betri og skemmtilegri. Gaukshreiðrið komst á fjalir Þjóðleikhússins 2008 sem ahyglisverðasta leiksýning þess árs en Fílamaðurinn og Kirsuberjagarðurinn voru ekki síðri uppfærslur. Guðjóni tekst einnig afar vel upp núna þegar hann fæst við eitt þekktasta leynilögguverk Agöthu Christie; þar sem tíu manneskjur sem týna tölunni hver af annari.   Agatha Christie skrifaði verkið fyrst sem skáldsögu og er hún talin hennar þekktasta og vinsælasta saga. Hún...

Read More

Siðlaus, óþolandi og skemmtileg Arnarnesfjölskylda

Leikfélag ÖlfussEnginn með SteindóriHöfundur: Nína Björk JónsdóttirLeikstjóri: F. Elli Hafliðason Nýjasta stykki Leikfélag Ölfuss er tilþrifamikið verk og ærslafullt. Raunar svo mjög að framan af var undirrituð full efasemda um ágæti þessa. Aðalleikarinn Erla Dan Jónsdóttir hélt uppi fjöri á fjölunum sem oft og einatt keyrðu langt úr hófi. En þegar líður á sýninguna rennur upp fyrir áhorfandanum að Enginn með Steindóri er meira en venjulegt ærslaverk. Það er í því innistæða og táknmyndir og hér klæðir hvort annað, ærslin og ólíkindin.   Við erum stödd í villu á Arnarnesinu þar sem hátt standandi miðaldra borgaraleg hjón taka á...

Read More

Elskhugi á ferð í Kópavogi

Leikfélag KópavogsElskhuginn eftir Harold PinterÞýðing Ingunn ÁsdísardóttirLeikstjórn Örn Alexandersson Það var húsfyllir í sal Leikfélags Kópavogs þegar ég mætti til leiks 30. október síðastliðinn á aðra sýningu á leikritinu Elskhuganum eftir nóbelsverðlaunahöfundinn Harold Pinter. Þetta er stutt leikrit sem fjallar um ástir samlyndra hjóna, semsagt afar ófrumlegt og lítt áhugavert efni en sett fram á frumlegan og áhugaverðan hátt enda er ástarlíf hjónakornanna fremur óvenjulegt. Leikritið er skrifað snemma á ferli skáldsins eða árið 1963. Ingunn Ásdísardóttir þýddi það á íslensku á vegum Alþýðuleikhússins árið 1988 og leikstýrði því á sínum tíma. Síðan hefur það ekki verið sýnt á...

Read More

Syngjandi glaðir rassálfar og ræningjar

Leikfélag MosfellsbæjarRonja ræningjadóttir eftir Astrid LindgrenLeikstjórn: Agnes Wild  Tónlistarstjórn: Sigrún Harðardóttir  Leikmynda-og búningahönnun: Eva Björg Harðardóttir Ronja ræningjadóttir er saga um vináttu, kærleika og hugrekki. Vináttu sem sigrar þrátt fyrir erfiðar hindranir. Hvernig sigrast má á hindrunum og hvernig það er miklu auðveldara að vera ekki hræddur ef maður á einhvern að. Astrid Lindgren hefur alltaf svo fallega og fyndna sýn á lífið án þess að gera lítið úr þeim hættum sem steðjað geta að og alltaf er boðskapurinn sá sami, að öll séum við frábærar manneskjur sama hvaðan við komum eða hvernig við erum.  Ronja er áhugaverð stelpa...

Read More