Flokkur: Markvert

Alþjóðlegi leikhúsdagurinn 27. mars 2005

Alþjóða leikhúsmálastofnunin, ITI,  hefur jafnan fengið virtan leikhúslistamann til að semja ávarp dagsins og það hefur síðan verið þýtt á þjóðtungur aðildarlandanna og birt og flutt þennan dag. Í ár er það franska leikskáldið Ariane Mnouchkine sem er höfundur ávarpsins.   Hjálp ! Leikhús, komdu mér til hjálpar Ég sef. Vektu mig Ég er týndur í myrkrinu, leiddu mig, í það minnsta að kertaloga Ég er löt, láttu mig skammast mín Ég er þreyttur, reistu mig við Mér stendur á sama, lemdu mig Mér stendur enn á sama, hjólaðu í mig Ég er hræddur, hughreystu mig Ég er fáfróð, menntaðu mig Ég er skepna, gerðu mig að manneskju Ég er tilgerðarlegur, komdu mér til að veltast úr hlátri Ég er kaldhæðin, sláðu mig út af laginu Ég er heimskur, breyttu mér Ég er illgjörn, refsaðu mér Ég er ráðríkur og grimmur, berstu gegn mér Ég er smámunasöm, gerðu grín að mér Ég er ókurteis, viltu ala mig upp Ég er mállaus, leystu mig Mig dreymir ekki lengur, segðu mér að ég sé aumingi eða fáviti Ég hef gleymt, helltu Minningunni yfir mig Mér finnst ég gömul og þreytt, láttu Barndóminn vakna Ég er þungur, gefðu mér Tónlistina Ég er leið, náðu í Gleðina Ég er heyrnarlaus, láttu Þjáninguna öskra í óveðrinu Ég er stressaður, láttu Viskuna vitja mín Ég er veik, kveiktu Vináttu Ég er blindur, kallaðu til öll Ljósin...

Read More

Athyglisverðasta áhugaleiksýning

 Fulltrúi dómnefndar Þjóðleikhússins kom á aðalfund Bandalags ísl. leikfélaga þann 7. maí og tilkynnti niðurstöðu dómnefndar. Það var Stúdentaleikhúsið í Reykjavík með sýninguna Þú veist hvernig þetta er sem varð hlutskarpast og óskar Leiklistarvefurinn félaginu innilega til hamingju.     Val Þjóðleikhússins á athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins hefur nú farið fram tólfta leikárið í röð. Tólf leikfélög sóttu eftir að koma til greina við valið með alls fjórtán sýningar. Dómnefnd Þjóðleikhússins í ár var skipuð Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra, Hlín Agnarsdóttur, leiklistarráðunauti Þjóðleikhússins og Þórhalli Sigurðssyni leikara og leikstjóra við Þjóðleikhúsið. Eftirtalin leikfélög sóttu um með þessar sýningar: Stúdentaleikhúsið með Þú veist hvernig þetta er eftir hópinn og leikstjórann Jón Pál Eyjólfsson Ungmennafélagið Íslendingur með Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason í leikstjórn Björns Gunnlaugssonar Leikfélag Mosfellssveitar með Peysufatadaginn eftir Kjartan Ragnarsson í leikstjórn Arnar Árnasonar Leikfélag Kópavogs og Hugleikur með Memento mori eftir Hrefnu Friðriksdóttur í leikstjórn Ágústu Skúladóttur Skagaleikflokkurinn með Járnhausinn eftir þá bræður Jón Múla og Jónas Árnason í leikstjórn Helgu Brögu Jónsdóttur Leikfélag Selfoss með Náttúran kallar sem var spunnin af hópnum í leikstjórn Sigrúnar Sólar Ólafsdóttur Hugleikur með Patataz eftir Björn Sigurjónsson í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar Leikfélag Mosfellssveitar með Ævintýrabókina eftir og í leikstjórn Péturs Eggerz Leikfélagið Grímnir með Fiðlarann á þakinu eftir Joseph Stein og Jerry Bock í leikstjórn Ingunnar Jensdóttur Leikfélag Vestmannaeyja með Makalausa sambúð eftir Neil Simon í leikstjórn Ásgeirs Sigurvaldasonar Leikfélag...

Read More

Kontrabassinn

Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir um þessar mundir einleikinn Kontrabassann eftir Patrick Süskind í þýðingu Hafliða Arngrímssonar og Kjartans Óskarssonar í leikstjórn Gunnars B. Gunnarssonar. Greinarhöfundur tók hús á þeim Gunnari B. Guðmundssyni leikstjóra og Halldóri Magnússyni stórleikara eitt síðkvöld í nýliðinni viku þar sem þeir voru við æfingar á Kontrabassanum eftir Patrick Süskind sem Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýndi síðastliðinn laugardag. Þeir fengust með lagni til þess að setjast niður og svara nokkrum spurningum yfir kaffibolla. Mín fyrsta spurning er hvað hefði komið til að þeir völdu að setja upp Kontrabassann. Gunnar er fljótur til svars enda ræðinn með afbrigðum. “Tja, Tolli kom nú eiginlega fyrst til mín með hugmyndina og spurði hvort ég hefði áhuga. Hann hafði gengið með þetta í maganum í dálítinn tíma. Þetta var búið að vera draumur hjá mér í mörg ár svo hann kom þægilega aftan að mér með þetta. Ég er mikill aðdáandi Suskind, hef lesið öll verkin hans, sem reyndar er frekar auðvelt því verkin eru nú heldur fá”.  Svo glotta þeir báðir í kampinn. En hvað skyldi það hafa verið í verkum Suskind sem höfðaði til þeirra? Jú, þau fjalla öll um einmanaleika, vonir og þrár. Nú er sem undirritaður heyri í kátu fjallastelpunum í dömubinda auglýsingunum koma valhoppandi hönd í hönd yfir engjarnar. “Þetta eru allt helvítis aumingjar, vælukjóar og kellingar”. Það er bassaleikarinn sjálfur sem rífur plötuna af fóninum og rekur...

Read More

Leiklistarskólinn

Leiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga hefur starfað í núverandi mynd síðan vorið 1997. Árlega síðan hefur skólinn starfað í 9 daga á ári, venjulega í júní og hefur verið boðið upp á mikinn fjölda námskeiða sem sótt hafa verið af hátt á níunda hundrað nemendum.   Starfsárið 2020 Starfstími skólans á þessu ári er frá 13. til 21. júní að Reykjaskóla í Hrútafirði. Í boð verða 4 námskeið; Leiklist II í umsjón Hannesar Óla Ágústssonar, Leikstjórn I sem Árni Kristjánsson stýrir, Sérnámskeið fyrir leikara í umsjón Rúnar Guðbrandssonar og Tjöldin frá sem Eva Björg Harðardóttir og Ingvar Guðni Brynjólfsson stýra.  ...

Read More