Category: Markvert

Leiklistarnámskeið í Evrópu

Töluvert framboð er af námskeiðum og vinnustofum í leiklist á meginlandi Evrópu fyrir þá sem vilja bæta við sig þekkingu og þjálfun í leiklistinni.  Námskeið í leik, leikstjórn og sviðshreyfingum er t.d. að finna hér í fjölbreyttri flóru slíkra í Þýskalandi og Austurríki á þessu ári og næsta: * International Theatre Workshop 10. – 17. júní, 2019 | Leibnitz, Austurríki. Námskeiðslýsing: http://www.iugte.com/projects/theatreworkshop * International Summer Physical Theatre Intensive 9. – 14. júlí, 2019 | Berlín, Þýskaland Námskeiðslýsing: http://www.iugte.com/projects/summerschool * Movement: Directing/Teaching Lab 26. – 31. ágúst, 2019 | Berlín, Þýskaland. Námskeiðslýsing: http://www.iugte.com/directing * International Workshop for Choreographers, Movement Directors...

Read More

Skapandi aðferðir í leiklist

Leikfélagið Hugleikur stendur næsta rúma mánuðinn fyrir námskeiðum fyrir leikara og leikstjóra sem vilja kynna sér skapandi aðferðir (devised) við vinnslu leikverka fyrir svið. Námskeiðin henta jafnt byrjendum sem lengra komnum og standa opin jafnt félagsmönnum sem öðrum. Nánar um námskeiðin: 1. Leiklistarnámskeið, um 17-20 tímar. Lágmarksfjöldi þátttakenda: 12 Leikarinn sem skapandi listamaður. Gegnum ýmis konar æfingar og spunavinnu verður leitast við að hjálpa leikaranum að skapa og forma sitt eigið efni, bæði sem einstaklingur og hluti af hóp. Hefst 27. febrúar. 2. Leikstjóranámskeið, um 17-20 tímar. Lágmarksfjöldi þátttakenda: 6 Leikstjórinn sem höfundur. Kynntar verða „skapandi aðferðir“ (Devising methods),...

Read More

Leiklistarnámskeið fyrir nýliða

Í febrúar stendur Leikfélag Kópavogs fyrir leiklistarnámskeiði sem ætlað er nýliðum og fólki með minni leikreynslu. Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Hörður Sigurðarson sem kennt hefur á svipuðum námskeiðum hjá leikfélaginu undanfarin ár. Námskeiðið verður 18 klst. í heildina, 3 klst. í senn í 6 skipti og aldurstakmark er 21 árs. Námskeiðið fer fram í Leikhúsinu, Funalind 2 og námskeiðsgjald er 10.000 kr. fyrir utanfélagsmenn en skráðir félagsmenn greiða 2.500 kr. Nánari upplýsingar um námskeiðið er hægt að fá á vef...

Read More

Hálft ár í RVK Fringe

Laugardaginn næstkomandi fer fram kynningarhóf Reykjavík Fringe Festival, eða “Hálft ár í RVK Fringe” partý á Hlemmur Square. Hér má finna facebook viðburð hófsins. Fram koma ýmsir listamenn sem að tóku þátt í síðustu hátíð og/eða munu taka þátt í næstu hátíð, og sér uppistandarinn Jono Duffy um að vera kynnir kvöldsins. Skemmtiatriði eru í höndum skáldsins Elísabetar Jökulsdóttur og Rauða skáldahússins, sem býður upp á einkalestra með Elías Knörr, Ingunni Láru og Ragnheiði Erlu og tarot spá í höndum Báru Halldórsdóttur. Burlesque drottningin María Callista úr kabarett hópnum Dömur og herra heillar viðstadda upp úr skónum og drag...

Read More

Hörður verður framkvæmdastjóri

Stjórn Bandalags íslenskra leikfélaga hefur ráðið Hörð Sigurðarson sem framkvæmdastjóra frá 1. janúar 2019. Hörður er Bandalagsfólki að góðu kunnur. Hann sat í varastjórn BÍL á árunum 1996-1998 og í aðalstjórn 1998-2006 og 2008-2010. Hann starfaði einnig í nefnd til undirbúnings Leiklistarvefsins 2002 og hefur verið Lénsherra (umsjónarmaður) hans frá upphafi til dagsins í dag, ásamt því að skrifa fyrir hann greinar og gagnrýni. Hörður var í undirbúningsnefnd NEATA hátíðarinnar á Akureyri 2010, hann var einnig starfsmaður hennar og stýrði þar m.a. gagnrýnifundum. Hörður hefur verið virkur félagi í Leikfélagi Kópavogs frá 1985 og hefur starfað nær óslitið með...

Read More