Flokkur: Markvert

Sannleikur á sviði

Sviðslistahópurinn Flækja býður þriggja daga leiklistarnámskeið sem er hugsað fyrir þá sem langar að bæta við sig tæknilegri þekkingu í leiklist. Námskeiðið hentar bæði áhugaleikurum og þeim sem stefna á að leggja leiklist fyrir sig. Farið verður í senuvinnu, þar sem þátttakendum er skipt í pör og vinna þau saman með handrit. Markmið námskeiðisins er að þátttakendur tileinki sér tækni, sem hjálpar þeim að vinna með handrit og persónur upp á eigin spýtur. Hvernig gerum við aðstæður trúverðugar fyrir okkur sjálf sem og áhorfendur? Hvernig nýtum við ímyndunaraflið í vinnu okkar? Hvernig lifnar karakterinn við? Nánari upplýsingar og skráning...

Read More

Hárið í Þjóðleikhúsinu 14. júní

Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins, Hárið í flutningi Leikflokks Húnaþings vestra verður sýnd í Þjóðleikhúsinu þ. 14. júní næstkomandi. Miðasala er hafin á vef Þjóðleikhússins. Í umsögn dómnefndar segir m.a. að “… sýningin sé unnin af miklum metnaði og hvergi slegið af kröfum við uppfærsluna […] Leikmynd, búningar og leikgervi, dansar, tónlistarflutningur, lýsing og hljóðblöndun skapa saman sterka heild. Stór leikhópurinn er skipaður hæfileikafólki sem nýtur sín í botn, og sterkur söngur, leikgleði og orka er allsráðandi. Afslappaður leikurinn skilar frásögninni á einlægan og einfaldan máta þannig að húmor og boðskapur verksins komast vel til...

Read More

Lokahátíð Þjóðleiks á Hólmavík 30. apríl – 1. maí

Þjóðleikur er leiklistarhátíð ungs fólks sem haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni að frumkvæði Þjóðleikhússins og í góðu samstarfi við menningarráð og marga aðra aðila á landsbyggðinni. Þekkt íslensk leikskáld eru fengin til að skrifa krefjandi og spennandi verk fyrir 13-20 ára leikara sem svo eru sett upp í hinum ýmsu byggðum landsins. Lokahátíðir eru haldnar að vori þar sem allar sýningar í hverjum landsfjórðungi koma saman á stórri leiklistarhátíð. Í ár er Þjóðleikur 10 ára og verður haldinn með pompi og pragt. Lokahátíðin Þjóðleikur NorðVestur verður haldin hátíðleg í Félagsheimilinu á Hólmavík 30. apríl og 1. maí...

Read More

Aðalfundur BÍL á Húsavík 4.-5 maí

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga 2019 verður haldinn á Húsavík dagana 4.-5. maí nk. Aðalfundurinn verður settur kl. 9.00 laugardaginn 4. maí og honum slitið um hádegisbil sunnudaginn 5. maí. Dagskrá aðalfundar er að finna í lögum Bandalagsins. Matur, gisting og fundur verður á Hótel Húsavík. Verð miðað við 1 mann í 2ja manna herbergi 3. – 5. maí er 31.500 kr. Innifalið er: Gisting í 2 nætur, kvöldmatur föstudag, morgunverðarhlaðborð, hádegismatur og kaffiveitingar á laugardag og hátíðarkvöldverður. Hádegismatur og kaffiveitingar sunnudag. Heimamenn verða með dagskrá fyrir okkur á föstudagskvöld þar sem þau m.a. sýna senur úr BarPar eftir Jim...

Read More

Opnað fyrir umsóknir í Leiklistarskóla BÍL

Opnað verður fyrir umsóknir í Leiklistarskóla Bandalagsins eftir miðnætti föstudaginn 15. mars. Hér má sjá upplýsingar um námskeið í boði. Að þessu sinni er ekki tekið við umsóknum í tölvupósti heldur þarf að fylla út umsókn á vefnum. Upplýsingar sem nauðsynlegar eru: Námskeið sem sótt er um, nafn, kennitala, netfang, sími, heimilisfang, póstnr. og staður. Einnig þarf að taka fram hvort búið er að greiða staðfestingargjald. Þá þurfa þeir sem sækja um á Leikritun II og Sérnámskeið fyrir leikara að láta fylgja ferilskrá til að sýna fram á að grunnkröfur á námskeiðin séu uppfyllt. Hér er tengill á umsóknarformið...

Read More