Flokkur: Fréttir

Stórfínn Gauragangur á Melum

Það fylgir því alltaf spenningur að fara í leikhús og það var ekkert öðruvísi þetta kvöld þegar við komum á Mela í Hörgárdal til að sjá hið sígilda ungmennaleikrit Gauragang eftir Ólaf Hauk Símonarson. Uppsetninginn er í höndum Leikfélags Hörgdæla og leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson. Gauragangur fjallar um ástir og örlög sjálfskipaða snillingsins Orms Óðinssonar, fjölskyldu hans og vina. Skáldsagan sem flestir þekkja kom fyrst út árið 1988. Síðan þá hefur henni verið umbreytt í bæði leiksýningu með söngvum, sem sett hefur verið upp bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, og bíómynd sem frumsýnd var árið 2010. Ormur er...

Read More

Bylur í Mosfellsbæ

Leikfélag Mosfellssveitar í samstarfi við tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar æfir um þessar mundir nýjan söngleik sem ber heitið Bylur. Sagan gerist á afskekktu hóteli í ónefndum bæ á Þorláksmessu, en þar sjá nokkrir strandaglópar fram á að þurfa að eyða jólunum saman sökum blindbyls sem herjar á bæinn.Þarna fléttast saman sögur alls konar fólks sem er saman komið á hótelinu í mismunandi erindagjörðum. Leynifundir, jólabjöllur, snjóblásarai, steikt slátur í bland við grípandi vetrar- og jólalög í skemmtilegum útsetningum ættu að koma öllum í jólaskapið. Hljómsveitin er skipuð nemum í Listaskóla Mosfellsbæjar og Kvennakórinn Stöllurnar undir stjórn Heiðu Árnadóttur leika og...

Read More

„Við getum ekki bjargað þeim öllum“

Harpa Rún Kristjánsdóttir skrifar um Gestagang hjá Hugleik Ef ykkur langar til að berja raunverulegan glymskratta augum, þá er tækifærið núna, á Sölvhólsgötu 13. Hann bíður ykkar í anddyrinu, þegar komið er á sýningu leikfélagsins Hugleiks á nýjum söngleik Þórunnar Guðmundsdóttur, Gestagangi. Gestagangur er sjálfstætt framhald söngleiksins Stund milli stríða sem valin var Áhugaleiksýning ársins 2014. Aðdáendum er eflaust kærkomið að sjá persónur úr seinna verkinu ganga í endurnýjun lífdaga, en vel er þó hægt að njóta verksins án þess að hafa kynnt sér hið fyrra. Vitum við, eða hvað?Sögusvið Gestagangs er Reykjavík stríðsáranna, nánar tiltekið þegar breskt setulið...

Read More

Litla hryllingsbúðin á Skaganum

Skagaleikflokkurinn frumsýnir hinn sívinsæla söngleik Litlu Hryllingsbúðina eftir Howard Ashman og Alan Menken föstudaginn 15. nóvember. Allt síðan söngleikurinn var fyrst settur á svið árið 1982 hefur hann farið sigurför um heiminn og verið settur upp í fjölmörgum löndum ár hvert. Sagan segir frá ungum blómasala sem dag einn finnur undarlega plöntu sem á eftir að hafa stórkostleg áhrif á líf hans og allra sem hann þekkir. Litla Hryllingsbúðin er grátbroslegur söngleikur sem svíkur engan. Leikstjóri sýningarinnar er Valgeir Skagfjörð en tónlistarstjóri er Birgir Þórisson. Howard Ashman er höfundur samnefndrar bókar og texta en tónlistin er eftir Alan Menken....

Read More

Heimsendir hjá Stúdentaleikhúsinu

Stúdentaleikhúsið frumsýnir verkið Heimsendi eftir Aron Martin Ásgerðarson þann 19. nóvember næstkomandi klukkan 20 í Sölvhólsgötu 13 (Gamli LHÍ). Heimsendir er gamanleikrit sem gerist í afmælisveislu hins eigingjarna Matthíasar sem er haldin sama dag og heimsendir á að gerast. Gestirnir eru mættir, kökur á borðunum og veislustjórinn reynir að halda uppi stemmningunni meðan gestirnir deila um ómerkilegustu mál þrátt fyrir yfirvofandi endalok. Aron Martin er nýútskrifaður leikstjóri af Sviðhöfundabraut LHÍ og valdi hann marga reynda leikara í verkið. Verkið sjálft er spunnið úr hugarheimi Arons en kemur einnig frá leikhópnum sjálfum. Sýningin kemur áhorfandanum til að hlægja og hugsa á sama tíma er...

Read More