Flokkur: Fréttir

Þrek og tár í Fjallabyggð

Leikfélag Fjallabyggðar frumsýnir Þrek og tár, eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur þ. 5. mars. Þrek og tár virðist hitta einhverja taug í landanum enda hefur það verið sett upp víða um land á undanförnum árum. Raunveruleg saga verksins er af siðferðilegum toga: Útskúfun, fyrirgefning, umburðarlyndi, ást, mannúð. Leikritið inniheldur mikið af tónlist og fjölda sígildra dægurlaga sem fyrir löngu hafa skotið rótum í hjörtum Íslendinga. Sögusvið verksins er vesturbær Reykjavíkur í kringum 1961. Í upphafi hittum við Davíð, ungan og hæfileikaríkan tónlistarmann, sem snýr aftur heim til Íslands eftir nám erlendis. Sýnt er í Menningarhúsinu Tjarnarborg...

Read More

Leiklistarskóli BÍL 2020

Leiklistarskóli BÍL var felldur niður í ár vegna Covid-19. Skólinn verður haldinn 12.-19. júní árið 2021. Starfstími skólans er að þessu sinni 13. – 21. júní 2020 Reykjaskóla í Hrútafirði Bæklingur Leiklistarskólans 2020 á PDF. Kveðja frá skólanefnd Kæru leiklistarvinir! Það er okkur sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin í Reykjaskóla í sumar þar sem leiklistarskólinn okkar verður settur í tuttugasta og fjórða sinn. Við vonum að þetta skólaár verði sama uppspretta metnaðar, sköpunar og gleði og verið hefur. Að þessu sinni verða fjögur fjölbreytt námskeið í boði. Við bjóðum velkominn Hannes Óla Ágústsson sem kennir hjá okkur í...

Read More

Dagbók Önnu Frank í Freyvangsleikhúsinu

Freyvangsleikhúsið frumsýndi Dagbók Önnu Frank um liðna helgi. Um er að ræða uppfærða nýja leikgerð og þýðingu sem hefur aldrei verið sýnd hér á landi. Þessi nýja leikgerð inniheldur kafla sem voru ekki birtir í fyrstu útgáfu bókarinnar, Dagbók Önnu Frank, sem verkið er byggt á. Gefa þessir kaflar nánari innsýn inn í hugarheim stúlkunnar. Leikstjóri er Sigurður Líndal og þýðandi er Ingunn Snædal. Dagbók Önnu Frank er tvímælalaust eitt mikilvægasta bókmenntaverk tuttugustu aldarinnar. Þegar nasistar náðu völdum í Evrópu varð fjöldi gyðingafjölskyldna að yfirgefa heimaland sitt. Þau sem ekki fóru úr landi urðu að fela sig. Þau sem ekki...

Read More

Benedikt búálfur hjá Leikfélagi Keflavíkur

Leikfélag Keflavíkur frumsýnir hinn vinsæla fjölskyldusöngleik Benedikt búálf föstudaginn 28. febrúar kl. 19:00. Benedikt búálfur er skemmtilegt og fjörugt leikrit eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson með hressandi og vel gerðum lögum eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Leikritið fjallar um Dídí mannabarn og Benedikt búálf sem leggja af stað í hættuför að bjarga Tóta tannálfi, en hvað gerist í álfheimum ef tannálfurinn er ekki þar? Jú, þá fá allir álfarnir tannpínu og þá er illt í efni. Sýningin var fyrst sett upp á Íslandi árið 2002 í leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar. Nú er það Ingrid Jónsdóttir sem leikstýrir þessari uppfærslu á Benedikt, en...

Read More

Allir á svið í Biskupstungum

Leidkeild UMF Biskupstungna frumsýndi hinn kunna farsa Allir á svið eftir Michael Frayn um liðna helgi. Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson og sýnt er í Aratungu. Leikritið sem er eftir Michael Frayn í þýðingu og staðfærslu Gísla Rúnars Jónssonar fjallar um leikhóp sem stendur að æfingum og sýningum á leikritinu Nakin á svið. Í fyrsta þætti kynnumst við hópnum þar sem fram fer lokaæfing á verkinu. Í öðrum þætti er búið að sýna í mánuð og ferðast með verkið um landið. Leikhópurinn er þá staddur á Akureyri og síðdegissýning að hefjast. Margt getur gerst á heilum mánuði í lífi...

Read More