Flokkur: Fréttir

Leikárið hjá LA

 Mikil fjölbreytni einkennir leikárið 2005-2006 hjá LA sem kemur í kjölfar eins mesta aðsóknarárs í sögu leikfélagsins. Í vetur verða átta leiksýningar á fjölunum. Þar af eru þrjár frumsýningar á: drepfyndnum gamanleik, kraftmiklum rokksöngleik og undurfallegu átakaverki. Sýningum verður haldið áfram á Pakkinu á móti sem frumsýnt var í vor við mjög góðar undirtektir. Til viðbótar þessu verða fjórar rómaðar gestasýningar í boði hjá LA fyrir leikhúsgesti á Akureyri. Nýtt leikrými leikhússins verður tekið í notkun í mars. Það er svokallaður svartur kassi sem býður upp á fjölda nýrra möguleika.  Eins og á síðasta ári gefst ungu fólki kostur á að eignast fast sæti í allan vetur á niðursettu verði og sem fyrr á leikhúsið gott samstarf við fjölda fyrirtækja og annarra leikhúsa. Fastráðnir leikarar Fjórir nýir leikarar verða á föstum samningi hjá LA í vetur. Þetta eru þau: Álfrún Örnólfsdóttir, Esther Thalia Casey, Guðjón Davíð Karlsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson. Þá hefur Þráinn Karlsson nú sitt fimmtugasta leikár hjá leikhúsinu. Þessir leikarar verða uppistaðan í dagskrá vetrarins en að auki verður glæsilegur hópur lausráðinna leikara í stökum verkefnum. Verkefni leikársins 2005-2006 eru: Pakkið á móti eftir Henry Adams í leikstjórn Agnars Jóns Egilssonar. Kaldranalegt en broslegt leikrit sem stendur skuggalega nærri fréttum líðandi stundar af hryðjuverkaárásum á London. Verkið var frumsýnt í vor og verður tekið upp á ný nú í september. Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon í...

Read More

Fyrirlestrahelgi

Leiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga auglýsir: Fyrirlestrahelgi um tækni- og hönnunarmál fyrir leikstjóra og aðra áhugasama verður haldinn dagana 1. og 2. október 2005. Heiti námskeiðsins eru: Hinar þúsund þjalir leikstjórans eða Tæknipungapróf fyrir leikstjóra eða Allt sem leikstjórinn þarf að vita um tæknimál en hefur ekki þorað að spyrja um. Tilgangur námskeiðsins er að gera leikstjóra sem vinna með áhugaleikfélögum betur færa um að vinna með misvönum tæknimönnum, stýra hönnunar- og tæknivinnu og þegar allt um þrýtur að vinna hana sjálfir. Fyrirlestrahelgin verður haldin í húsnæði Leikfélags Hafnarfjarðar í gamla Lækjarskóla við Lækinn í Hafnarfirði. Þátttökugjald er 6.500 á mann. Kaffi er innifalið í verðinu.  Þátttökugjaldið þarf að vera greitt þegar námskeiðið hefst. Greiða má inn á reikning 1150-26-5463, kt. 440169-0239. Viðurkenningaskjöl verða afhent í lokin. Skráning fer fram hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga í síma 5516974 eða á netfanginu info@leiklist.is. Síðasti skráningardagur er 21. september 2005. Dagskrá: Laugardagur 1. október: Kl. 09.00    Setning í gamla Lækjarskóla, Hafnarfirði kl. 09.15    Leikmynd, fyrirlesari Snorri Freyr Hilmarsson                     Greining verkefnis m.t.t. hönnunar.                     Hvernig er vinnuferli við hönnun leikmyndar?                     Hagnýt ráð við útfærslu, efnisval og vinnu. kl. 10.15    Kaffihlé kl. 10.30    Leikmynd, framhald kl. 11.30    Kaffihlé kl. 11.45    Fyrirspurnir og umræður, stjórnandi Sigrún Valbergsdóttir kl. 12.15    Matarhlé kl. 13.30    Búningar, fyrirlesari Þórunn Elísabet Sveinsdóttir                    ...

Read More

Undir hamrinum – ein sýning

Hugleikur mun sýna eina sýningu á Undir hamrinum á laugardaginn. Sýningin er nýkomin af alþjóðlegri leiklistarhátíð í Mónakó þar sem hún hlaut mikið lof bæði gagnrýnenda og hátíðargesta. Verkið er eftir Hildi Þórðardóttur en Ágústa Skúladóttir leikstýrir. Undir Hamrinum, eða Country Matters eins og sýningin var nefnd á erlendri grund, er ólíkindaleg endurvinnsla á þekktum minnum úr íslenskum þjóðararfi. Verkið gerist í íslenskri sveit í óskilgreindri fortíð og segir frá kvonbænum hins ófrýnilega Úlfljóts og deilum smábóndans Hafurs við prestinn í sveitinni um beitina. Inn í þessa atburðarás blandast síðan ást í meinum, leyndarmál úr fortíðinni og að sjálfsögðu ærslafullur hugleikshúmor. Tónlist setur mikið mark á sýninguna. Sýningin verður í Möguleikhúsinu við Hlemm,  laugardagskvöldið 27. ágúst og hefst kl. 20.00. Sýninginn er um klukkustund.  Aðeins verður þessi eina sýning. Miðapantanir í síma 551 2525 og á...

Read More

Dauði og jarðarber

Félag flóna ferðast um landið með grínharmleikinn Dauði og jarðaber.  Leikritið er í leikstjórn Ágústu Skúladóttur (Klaufar og kóngsdætur barnasýning ársins 2004 -Gríman). Leikritið er besta skemmtun fyrir alla fjölskylduna og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.  Sýningin er um ein klukkustund. Næstu sýningar eru: Föstudag 19. ágúst: Nýheimum, Höfn í Hornafirði, kl. 18.00 Laugardag 20. ágúst: Leikskálanum, Vík í Mýrdal, kl 18.00 Sunnudag 21.ágúst: Aratunga, Reykholt Biskupstungum, kl. 16.00 Miðvikudag 24. ágúst: Leikhúsinu við Sigtún, Selfossi, kl. 18.00 Fimmtudag 25. ágúst: Völundi, Hveragerði, kl. 20.00 Sunnudag, 28. ágúst: Völundi, Hveragerði, kl. 20.00   Hægt er að panta miða í síma 820 3661 Miðaverð er 1000 kr fyrir fullorðna og 500 kr fyrir börn yngri en 12 ára. Leikurinn fjallar um tvo sígaunabræður sem búið hafa hjá ömmu sinni alla ævi. Bræðurnir komast að því sér til mikillar skelfingar á afmælisdag ömmunar að hún hefur geyspað golunni.  Hæfileikar bræðranna hafa verið bældir niður af krafti af ömmu gömlu og hún staðið í vegi fyrir því að þeir geti látið drauma sína rætast.  En nú er hún gamla amma dauð og bræðurnir þurfa ekki að búa á bænum lengur.  Spurning um hvað tekur við?  Á að halda búskap áfram að hætti ömmunar eða láta ferðaeðlið taka yfirhöndina og láta drauma sína rætast.  Bræðrunum eru allir vegir færir eða hvað? Leikendur eru tveir í sýningunni og fara þeir með öll...

Read More

Leikstjóri óskast

Leikfélag Blönduóss vantar leikstjóra í haust, áætlaður frumsýningartími október – nóvember. Allar upplýsingar gefur formaður í síma 452-4485 eða 847-1852. Kristín.

Read More