fbpx

Flokkur: Fréttir

Sumarlokun Þjónustumiðstöðvar í júlí

Þjónustumiðstöð Bandalags íslenskra leikfélaga verður lokuð vegna sumarfría frá 6. júlí út mánuðinn. Opnað verður að nýju þriðjudaginn 4. ágúst. Athugið að hægt er að panta vörur úr Leikhúsbúðinni og handrit úr Leikritasafninu en búast má við ögn lengri afgreiðslufresti en venjulega. Hægt er að hafa samband í netfangið...

Read More

Leikfélag Fljótsdalshéraðs hlýtur menningarverðlaun

Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs voru veitt í annað sinn, 17. júní 2020 síðastliðinn. Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á liðnu ári. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar á menningar- og listastarfi í sveitarfélaginu. Fréttin er tekin af vef sveitarfélagsins þar sem hægt er að lesa nánar um...

Read More

Aðalfundir leikfélaganna

Nokkur aðildarfélög BÍL hafa frestað aðalfundum sínum fram á haustið vegna Covid-19. Önnur hafa hinsvegar haldið aðalfundi síðustu daga og vikur. Aðalfundur Leikfélags Selfoss var haldinn í Litla leikhúsinu við Sigtún þann 3. júní síðastliðinn. Mæting á fundinn var mjög góð, létt yfir fólki og fundinum að vanda. Farið var yfir starfið á leikárinu sem var að ljúka, fjölmargir nýir félagar voru teknir inn og kosið í nýja stjórn. Farið var yfir erfiðan vetur í skugga samkomubanns og heimsfaraldurs og öllum til mikillar gleði var tilkynnt að Djöflaeyjan mun rísa aftur í haust og áætlað að sýningar muni standa...

Read More

Frestur til að skila styrkumsókn rennur út 10. júní

VIð minnum á að frestur til að skila styrkumsóknum fyrir liðið leikár rennur út miðvikudaginn 10. júní. Félög þurfa að skrá sig inn á vefinn til að fylla út umsókn. Ef spurningar eru varðandi innskráningu eða umsóknina sjálfa hafið samband við Þjónustumiðstöð í 551-6974 eða info@leiklist.is. Minnum einnig á að til að koma upptökum á Vimeo þarf að biðja um aðgang á ofangreint netfang og gefa upp það netfang sem óskað er eftir að nota til að hlaða upp upptökum af sýningum. Einnig má minna á að senda leikskrár, veggspjöld og myndir úr sýningum með...

Read More

Leiklistarhátíð NEATA 2020 í Eistlandi

Þrátt fyrir veirufár og allt sem því hefur fylgt, er stefnt að því að halda elleftu NEATA leiklistarhátíðina í Eistlandi í ár. Hátíðin verður haldin á eyjunni Saaremaa undan ströndum Eistlands 10. – 13. september í haust. Eistar bjóða íslenskum leikhóp á hátíðina og verður gisting, fæði og ferðir innanlands fyrir allt að 10 manns, greiddar af gestgjöfum. Félög sem hafa áhuga á að sækja um með sýningu sendi umsókn á info@leiklist.is.  Fram þarf að koma nafn félags, leiksýning og tengiliður félags. NEATA, Norður-Evrópsku áhugaleikhússamtökin, eru samtök áhugaleiksambanda á Norðurlöndunum og í Baltnesku ríkjunum, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Samtökin hafa haldið...

Read More


Nýtt og áhugavert