Flokkur: Fréttir

Leiklistarskólinn – opnað fyrir umsóknir

Opnað verður fyrir umsóknir í Leiklistarskóla BÍL, laugardaginn 14. mars kl. 16.00. Ekki þarf lengur að bíða til miðnættis til að senda inn umsókn. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram á umsókn: Nafn, Kennitala, Netfang, Sími, Heimilisfang, Póstnúmer, Staður. Námskeið, Staðfestingargjald greitt/ógreitt, Ferilskrá (ef þörf er á, sjá námskeiðslýsingar). Auk þess er reitur fyrir athugasemdir ef þarf. Upplýsingar um skólann og námskeiðin er að finna...

Read More

Nýr og betri Leiklistarvefur

Leiklistarvefurinn er kominn á nýtt heimili og hefur jafnframt verið uppfærður eins og glöggir gestir sjá. Unnið verður í að laga ýmsa hnökra hér og þar næstu daga. Við vonumst til að gestir kunni að meta breytingarnar. Athugasemdir og ábendingar eru vel þegnar og má senda á...

Read More

Fjallið kemur til þín

Áhugaleikfélögin á Íslandi hafa um margra ára skeið verið öflugur vettvangur fyrir þá sem vilja skrifa leikrit og koma þeim á framfæri. Leikfélag Kópavogs hefur verið eitt af þeim félögum sem hefur gefið félögum sínum vettvang til að skrifa og setja upp leikverk og er það lofsvert. Nú er á fjölunum í Leikhúsinu í Funalind nýtt íslenskt verk eftir Örn Alexandersson. Án þess að vera gefa upp of mikið um innihald verksins þá fjallar það um stjórnmálamann sem við þekkjum of vel hér á Íslandi. Stjórnmálamanninn sem beitir öllum brögðum til að halda völdum og tryggja sér endurkjör. Einar,sem...

Read More

Djöflaeyjan á Selfossi

Leikfélag Selfoss frumsýnir Djöflaeyjuna í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar föstudaginn 6. mars. Í þessari leikgerð er unnið með sögurnar Þar sem djöflaeyjan rís og Gulleyjan eftir Einar Kárason sem og leikgerðir Leikfélags Reykjavíkur og Þjóðleikhússins. Djöflaeyjan er löngu orðin vel þekkt saga þar sem Reykjavík eftirstríðsáranna er í forgrunni þá sérstaklega mannlífið í braggahverfunum sem settu mikinn svip sinn á bæinn. Við kynnumst fjölskyldunni í Gamla húsinu og fáum innsýn á kómískan en jafnframt dramatískan hátt í þann veruleika sem fólk bjó við eftir stríð. Þetta er í þriðja sinn sem Rúnar Guðbrandsson starfar með Leikfélagi Selfoss en hann leikstýrði...

Read More

Stella í orlofi á Hólmavík

Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir leikgerð af hinni ástsælu kvikmynd Stellu í orlofi næstkomandi föstudag. Stella er Íslendingum að góðu kunn, flest kunnum við fjölmarga frasa úr myndinni utanbókar enda er kvikmyndin samofin þjóðarsálinni. Gunnar Gunnsteinsson og Leikfélag Hólmavíkur hafa nú gert leikgerð fyrir svið eftir kvikmyndahandriti Guðnýjar Halldórsdóttur en Gunnar leikstýrir einnig sýningunni. Sýningin er samstarfsverkefni Leikfélags Hólmavíkur og Grunn- og tónskólans á Hólmavík. Leikarar og aðstandendur sýningarinnar eru því á öllum aldri auk þess sem ungmenni sjá um lifandi tónlistarflutning. Sýnt verður í Félagsheimilinu á Hólmavík 6. og 7. Mars, 2., 5. og 13. apríl en janframt verður farið...

Read More