fbpx

Flokkur: Fréttir

Leiklistarskóli BÍL felldur niður í ár

Samkvæmt tillögum skólanefndar í gær hefur stjórn ákveðið að fella niður Leiklistarskóla BÍL í sumar.  Eins og gefur að skilja var um ákaflega erfiða ákvörðun að ræða en eftir að hafa vegið og metið röksemdir með og á móti, var ljóst að ekki væri stætt á öðru en að fella niður skólahald við í ár.  Skólanefnd velti ýmsum möguleikum fyrir sér en niðurstaðan var að engin leið væri að uppfylla reglur og fyrirmæli um sóttvarnir án þess að það kæmi verulega niður á innihaldi og gæðum námsins og samverunnar á Reykjum.  Stefnt að því að halda skólann 12. –...

Read More

Leiklist á Vestfjörðum

Út er komið ritið Leiklist og list á Þingeyri eftir Elvar Loga Hannesson. Þetta er önnur bókin í ritröð höfundar þar sem hann tekur saman heimildir um leiklist á Vestfjörðum. Bókion er stútfull af fróðleik og fjölmargar myndir úr leiklistarsögu svæðisins prýða hana. Von er á fleiri svipuðum ritum um önnur pláss á Vestfjörðum og lítill fugl hvíslaði að næst sé von á riti um leiklistarsöguna í Bolungarvík. Bækurnar eru til sölu hér í Leikhúsbúðinni en einnig í bókaverslunum og á vef...

Read More

Lögin úr Hárinu gefin út

Leikflokkur Húnaþings vestra gaf út disk með lögunum úr söngleiknum Hárinu í Húnaþingi í liðinni viku. Sýning félagsins var valin Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins 2019. Á disknum má heyra lög úr söngleiknum Hárinu en upptakan fór fram á sýningu leikflokksins í Þjóðleikhúsinu. Hljóðblöndun önnuðust bræðurnir Gunnar Smári og Sigurvald Ívar Helgasynir. Gaman er að segja frá því að þó Hárið hafi verið gefið út í nokkur skipti þá hafa lögin aldrei verið eins mörg og er á þessum diski en er um að ræða 20 lög sem koma fram í handritsþýðingu Davíðs Þórs Jónssonar. Auk þess að vera fáanleg á diski eru...

Read More

Styrkumsóknir félaganna

Frestur til að skila umsóknum um ríkisstyrk er 10. júní næstkomandi.  Við hvetjum aðildarfélögin til að nota tækifærið í veirufríinu og ganga sem fyrst frá umsóknum. Innskráning er á forsíðu Leiklistarvefsins. Ef lykilorð er týnt er hægt að fá nýtt sent með því að smella á tengilinn fyrir neðan. Ef netfang er gleymt, sendið póst á info@leiklist.is.  Einnig er upplagt að hlaða sem fyrst upp upptökum af sýningum. Hér er að finna leiðbeiningar fyrir þau félög sem eru með Vimeo-aðganginn: https://leiklist.is/wp-content/uploads/2020/03/Vimeo_ferli.pdf Dæmi er um að félög hafi þurft að hætta sýningum áður en hægt var að taka hana upp....

Read More

Þetta á aldrei eftir að ganga

Leikfélag Hafnarfjarðar hefur komið á fót vefleikhúsi sem sýnir reglulega á Facebook undir yfirskriftinni Hið fordæmalausa. Forsmekkur var gefinn í síðustu viku með verkinu Á tveimur spretthörðum eftir Stefán Hápunkt í leikstjórn Ólafs Þórðarsonar. Sýning nr. 2 er nú komin vefinn en hún heitir Þetta á aldrei eftir að ganga og er eftir Reyni Friðriksson en Sigrún Tryggvadóttir leikstýrir. Hægt er að sjá verkin með því að smella á heiti þeirra hér að ofan. Listin finnur sér alltaf...

Read More


Útsöluvörur