fbpx

Flokkur: Fréttir

Leikritasamkeppni Þjóðleikhúss og RÚV

Þjóðleikhúsið auglýsir eftir fjórum nýjum íslenskum leikritum fyrir nýtt Hádegisleikhús Þjóðleikhússins og Sunnudagsleikhús RÚV.Þjóðleikhúsið mun hleypa af stokkunum nýju Hádegisleikhúsi næsta haust og er það hluti af fjölmörgum nýjungum í starfsemi leikhússins í haust. Hádegisleikhúsið kemur til viðbótar við aðra starfsemi Þjóðleikhússins og sýningum á hefðbundnum sýningartímum.  Þar munu gestir njóta leiksýningar um leið  og þeir snæða hádegisverð. Hádegisleikhúsið verður starfrækt í Þjóðleikhúskjallaranum sem fær andlitslyftingu í sumar. Fjórar leiksýningar verða frumsýndar í Hádegisleikhúsinu á næsta leikári.Í tengslum við þessa nýjung hleypir leikhúsið og RÚV af stokkunum nýju samstarfsverkefni. Auglýst er eftir handritum að fjórum nýjum íslenskum verkum sem...

Read More

Leiklistin skorar Covid-19 á hólm

Í því óvenjulega og erfiða ástandi sem ríkir þessar vikurnar er ánægjulegt að sjá að áhugaleikfélögin láta engan bilbug á sér finna. Samkomubannið hefur eðlilega stöðvað venjubundið starf á leiksviðinu en listin finnur sér alltaf farveg. Leikfélag Keflavíkur hefur verið með útsendingar á leiksýningum á vefnum og Sauðkræklingar ætla ekki að láta sitt eftir liggja. Að öllu jöfnu væri allt á fullu nú um mundir á Króknum við æfingar á leikriti fyrir Sæluviku en þess í stað bjóða þau upp á leikritið Fylgd eftir Guðbrand Ægi Ásbjörnsson sem jafnframt leikstýrir en hana þau settu upp á Sæluviku á síðasta...

Read More

Val á AÁÁ fellt niður í ár

Vegna þeirra erfiðu aðstæðna sem Covid-19 og samkomubann skapa, sér Þjóðleikhúsið sig tilknúið til að fella valið á athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins niður í ár.  Óvissa ríkir um allt skipulag í leikhúsinu auk þess sem mörgum fyrirhuguðum leiksýningum aðildarfélaga BÍL hefur verið frestað fram á næsta haust. Valið fellur því niður á þessu leikári, en eins og segir í skilaboðum frá Þjóðleikhúsinu: “… við tökum ótrauð upp þráðinn að nýju á næsta...

Read More

Aðalfundi BÍL frestað til hausts

Stjórn Bandalags íslenskra leikfélaga ákvað á stjórnarfundi um helgina að fresta aðalfundi fram í september. Aðalfundur var fyrirhugaður í Reykjanesbæ í boði Leikfélags Keflavíkur en af augljósum ástæðum verður hann ekki haldinn þar í byrjun maí eins og fyrirhugað var. Líklegt er að aðalfundurinn verði haldinn á höfuðborgarsvæðinu helgina 18.-20. september en ekki hefur verið ákveðið hvort hann verður með hefðbundnu formi eða honum lokið á einum degi, sem yrði þá væntanlega laugardagurinn 19. september. Stjórnarmenn eru nú að hafa samband beint við félögin til að hlera þeirra skoðanir. Að því loknu tekur stjórn ákvörðun og tilkynnir niðurstöðu. Óvissa...

Read More

Bók um leiklist og list á Þingeyri

Kómedíuleikhúsið hefur gefið út nýja vestfirska leiksögubók, Leiklist og list á Þingeyri. Höfundur bókarinnar er Elfar Logi Hannesson, leikari, en hann ritaði einmitt Leiklist á Bíldudal sem leikhúsið gaf út árið 2015. Bókin fæst nú á sérstöku hátíðarverði hjá útgefanda á 2.900.- krónur. Pantanir berist á netfangið komedia@komedia.is Í þessari nýju leiklistar og listabók rekur Ellfar Logi Hannesson á fróðlegan og ferskan hátt hina einstöku leiklistar- og listasögu Þingeyrar. Fer reyndar víðar því allur Dýrafjörðurinn er undir enda falla vötn öll þangað hvort heldur það er í listinni eða lífinu. Leiklistarsagan er sögð allt frá landnámi Dýrafjarðar til nútímans....

Read More


Hrekkjavaka – útsöluvörur