fbpx

Flokkur: Fréttir

Á frívaktinni á Króknum á áttræðisafmælinu

Leikfélag Sauðárkróks  fagnar á þessu ári 80. ára afmæli en 9 janúar á þessu ári eru 80 ár síðan félagið var endurstofnað.  Af því tilefni er planið að heimsfrumsýna nýtt verk 7. maí næstkomandi sem heitir Á frívaktinni. Höfundur þess og leikstjóri er Pétur Guðjónsson. Sögusviðið er sjávarþorp, einhvers staðar á Íslandi á tímum síldaráranna þegar síldin var duttlungarfull og hafði mikil áhrif á lífsgæðin í sjávarþorpunum. Sagan gerist á þeim tímum þegar síldin er að hverfa frá Íslandsströndum. Daníel er tvítugur sendill hjá Kaupfélaginu en dreymir um að komast á sjó. Hann hefur reynt að komast að hjá...

Read More

Frumsýning 1. apríl fór úrskeiðis hjá Bakkabræðrum

Kómedíuleikhúsið kemur nú tvíelft til baka eftir síðasta samkomubann og  ætlar sér að frumsýna Bakkabræður með pompi og prakt þann 22. maí í  Kómedíuleikhúsinu í Haukadal, Dýrafirði. Þetta er önnur tilraun  leikhússins til að frumsýna verkið enda hvern hefði órað fyrir að eitthvað gæti farið úrskeiðis við að frumsýna verk um klaufabárðana Bakkabræður þann 1. apríl eins og upphaflegas var áætlað? Lögin í sýningunni eru sungin af Diddú við tónlist sem Björn Thoroddsen,  gítarleikari, samdi og flytur. Marsibil G. Kristjánsdóttir hannar  ævintýraheim leiksýningarinnar og gerir brúðurnar sömuleiðis. Leikari og þjónn brúðanna er Elfar Logi Hannesson, sem einnig er höfundur verksins ...

Read More

Aðalfundur BÍL í Reykjanesbæ

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga var haldinn á Park Inn hótelinu í Reykjanesbæ um helgina. Í ljósi aðstæðna var fundurinn stuttur og fámennur en engu að síður skilvirkur og skemmtilegur. Á dagskrá voru venjulega aðalfundarstörf en auk þess var samþykkt lagabreyting sem opnar fyrir möguleika á ræfrænni þátttöku á aðalfundum. Þá var einnig samþykkt tillaga stjórnar að stofnun húsnæðissjóðs fyrir samtökin. Aðalfundargerð mun birtast á Leiklistarvefnum innan tíðar. Eftir fund bauð Leikfélag Keflavíkur fundargestum að skoða hið glæsilega Frumleikhús þar sem félagið starfar. Hér er hægt að sjá svipmyndir frá aðalfundinum....

Read More

Lagfæringar á vefnum

Nú standa yfir lagfæringar og uppfærslur á Leiklistarvefnum. Því virkar ekki allt sem skyldi en vonandi næst að koma öllu í stand síðar í dag eða kvöld. Ef þið getið ekki nýtt ykkur vefinn er hægt að hafa samband við info@leiklist.is. Erindum svarað fljótt og...

Read More

Höfundar í heimsókn

Ákveðið hefur verið að bjóða allt að 5 pláss fyrir höfunda í heimsókn í Leiklistarskóla BÍL í sumar. Skýrt skal þó tekið fram að ekki verður hægt að bjóða upp á sér rými fyrir það. Höfundar í heimsókn þurfa að nota þau rými sem eru laus og námskeiðshópar munu hafa forgang í rými þegar nauðsyn krefur.  Gjald fyrir höfunda í heimsókn er 82.500 kr. Umsóknarfrestur er til kl. 12.00 þriðjudaginn 27. apríl og þarf gjaldið að vera greitt að fullu á sama tíma. Áhugasamir sendi umsókn á...

Read More

Kvikan streymir hjá Hugleik

Leikfélagið Hugleikur sýnir einþáttungadagskrá Kvikan streymir laugardagskvöldið 24. apríl kl. 20:00. Sýnt er í æfingahúsnæði félagsins að Langholtsvegi og vegna sóttvarnarráðstafana komast ekki nema örfáir áhorfendur að. Því verður bryddað upp á nýjung hjá félaginu og sýningunni streymt beint gegnum Facebook. Dagskráin, sem fengið hefur nafnið Kvikan streymir, er fyrsta verkefnið sem Hugleikur setur upp síðan sýningum lauk á söngleiknum Gestagangi í lok árs 2019. Starfsemi félagsins hefur síðan heimsfaraldurinn skall á einskorðast við námskeiðshald og lauk leiktúlkunarnámskeiði í umsjá Bjarna Snæbjörnssonar nú á vormánuðum (eftir nokkrar frestanir vegna fjöldatakmarkana). Að námskeiði loknu völdu þátttakendur stuttverk úr fjölbreyttu safni...

Read More

Þjónustumiðstöð lokuð næstu viku

Þjónustumiðstöð BÍL verður lokuð gestum og gangandi frá og með mán. 19. apríl til fös. 23. apríl vegna Covid sóttkvíar. Áfram verða þó öllum erindum sem hægt er að afgreiða rafrænt svarað í netfanginu info@leiklist.is. T.d. er hægt að panta rafræn handrit. Einnig er hægt að panta í vefverslun en pantanir ekki afgreiddar fyrr en í næstu...

Read More

Árar, álfar og tröll á Sólheimum

Leikfélag Sólheima hefur sýningar á verkinu Árar,álfar og tröll: Sólheimaævintýri. Frumsýnt verður í Sólheimaleikhúsinu á sumardaginn fyrsta, þann 22.apríl og verða 5 talsins. Verkið er skrifað af Hannesi Blandon og Guðmundi Lúðvík Þorvaldssyni en Lárus Sigurðsson gerði tónlistina. Guðmundur leikstýrir einnig verkinu en hann er leikfélaginu að góðu kunnur þar sem þetta er í fimmta sinn sem hann leikstýrir á Sólheimum. Fjöldi íbúa Sólheima kemur að verkinu bæði í leikhlutverkum og bakvið tjöldin. Verkið er ævintýri sem fjallar um baráttukonuna Sesselju sem á sér þann draum að opna barnaheimili þar sem allir geta lifað í sátt og samlyndi en...

Read More

Leikfélag Ölfuss í eigið húsnæði

Eftir langa bið hefur stórt skref verið tekið í uppbyggingu menningarlífs í Ölfusi en Leikfélag Ölfuss fær nú loksins sitt eigið leikhús. Allt frá stofnun félagsins árið 2005 hefur félagið sýnt í Versölum, menningarhúsi sveitarfélagsins en það hús hefur verið samnýtt með ýmiss konar annarri starfsemi með tilheyrandi árekstrum. Til að mynda hefur þurft að taka niður leikmyndir á miðju sýningartímabili þegar halda þarf veislur eða annað þvíumlíkt í húsinu. Hefur það skapað heilmikla þreytu í leikfélögum og hamlað uppvexti og þróun félagsins. Sveitarfélagið Ölfus hefur nú tekið húsnæði á leigu sem mun nýtast LÖ sem leikhús að Selvogsbraut...

Read More

Rúi og Stúi mæta aftur

Sýningar á barnaleikritinu Rúa og Stúa hjá Leikfélagi Kópavogs hefjast aftur nú um helgina eftir stopp vegna samkomutakmarkana. Rúi og Stúi hafa smíðað vél sem getur allt. Hún getur búið til hluti, gert við hluti, gert afrit af hlutum og jafnvel gert nákvæma styttu af bæjarstjóranum. Eða hvað? Vélin bilar, bæjarstjórinn hverfur og dularfull kráka og enn dularfyllri stórþjófur koma öllu í uppnám. Hvað er til ráða annað en að baka sjálfur jólaköku? Fær Bergsteinn aðstoðarmaður sinn ástkæra bæjarstjóra aftur? Tekst Rúa og Stúa að gera við vélina?   Leikfélag Kópavogs frumsýnir barnaleikritið Rúa og Stúa sunnudaginn 4 mars í...

Read More

Leikarinn sem höfundur – vinnustofa á vefnum

Alþjóðaáhugaleikhúshreyfingin hefur undanfarið staðið fyrir vinnustofum á vefnum til að bregðast við ástandinu í leikhúsheiminum. Næsta vinnustofa verður 26. apríl og er efni hennar leikarinn sem höfundur. 18 ára og eldri geta sótt um hér. Aðgangur er ókeypis. Nánar má fræðast um vinnustofurnar...

Read More

Lokun Þjónustumiðstöðvar um páska

Þjónustumiðstöð BÍL verður lokuð um páskana frá og með þriðjudegi 30. mars til og með mánudegi 5. apríl. Erindum sem hægt er að afgreiða í tölvupósti verður svarað og einnig er vefverslunin opin allan sólarhringinn. Afgreiðsla pantana gæti þó dregist vegna almennra frídaga...

Read More
Loading

Vörur