fbpx

Flokkur: Fréttir

Lögin úr Hárinu gefin út

Leikflokkur Húnaþings vestra gaf út disk með lögunum úr söngleiknum Hárinu í Húnaþingi í liðinni viku. Sýning félagsins var valin Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins 2019. Á disknum má heyra lög úr söngleiknum Hárinu en upptakan fór fram á sýningu leikflokksins í Þjóðleikhúsinu. Hljóðblöndun önnuðust bræðurnir Gunnar Smári og Sigurvald Ívar Helgasynir. Gaman er að segja frá því að þó Hárið hafi verið gefið út í nokkur skipti þá hafa lögin aldrei verið eins mörg og er á þessum diski en er um að ræða 20 lög sem koma fram í handritsþýðingu Davíðs Þórs Jónssonar. Auk þess að vera fáanleg á diski eru...

Read More

Styrkumsóknir félaganna

Frestur til að skila umsóknum um ríkisstyrk er 10. júní næstkomandi.  Við hvetjum aðildarfélögin til að nota tækifærið í veirufríinu og ganga sem fyrst frá umsóknum. Innskráning er á forsíðu Leiklistarvefsins. Ef lykilorð er týnt er hægt að fá nýtt sent með því að smella á tengilinn fyrir neðan. Ef netfang er gleymt, sendið póst á info@leiklist.is.  Einnig er upplagt að hlaða sem fyrst upp upptökum af sýningum. Hér er að finna leiðbeiningar fyrir þau félög sem eru með Vimeo-aðganginn: https://leiklist.is/wp-content/uploads/2020/03/Vimeo_ferli.pdf Dæmi er um að félög hafi þurft að hætta sýningum áður en hægt var að taka hana upp....

Read More

Þetta á aldrei eftir að ganga

Leikfélag Hafnarfjarðar hefur komið á fót vefleikhúsi sem sýnir reglulega á Facebook undir yfirskriftinni Hið fordæmalausa. Forsmekkur var gefinn í síðustu viku með verkinu Á tveimur spretthörðum eftir Stefán Hápunkt í leikstjórn Ólafs Þórðarsonar. Sýning nr. 2 er nú komin vefinn en hún heitir Þetta á aldrei eftir að ganga og er eftir Reyni Friðriksson en Sigrún Tryggvadóttir leikstýrir. Hægt er að sjá verkin með því að smella á heiti þeirra hér að ofan. Listin finnur sér alltaf...

Read More

Heimsókn í Freyvang á netinu

“Það er misjafnlega djúpt á þessu listræna elementi hjá fólki, en það blundar á einhvern hátt í okkur öllum.” Þó ekki sé hægt að fara í leikhús þessa dagana er hægt að fræðast aðeins um starfsemi þeirra sumra. Bakvið tjöldin: Freyvangsleikhúsið er skemmtilegur og fræðandi þáttur sem  sjónvarpstöðin N4 gerði um Freyvangsleikhúsið og sem hægt er að horfa á hér á netinu. Rætt er við ýmsa sem komið hafa að starfi félagsins í gegnum tíðina.  ...

Read More

Leikritasamkeppni Þjóðleikhúss og RÚV

Þjóðleikhúsið auglýsir eftir fjórum nýjum íslenskum leikritum fyrir nýtt Hádegisleikhús Þjóðleikhússins og Sunnudagsleikhús RÚV.Þjóðleikhúsið mun hleypa af stokkunum nýju Hádegisleikhúsi næsta haust og er það hluti af fjölmörgum nýjungum í starfsemi leikhússins í haust. Hádegisleikhúsið kemur til viðbótar við aðra starfsemi Þjóðleikhússins og sýningum á hefðbundnum sýningartímum.  Þar munu gestir njóta leiksýningar um leið  og þeir snæða hádegisverð. Hádegisleikhúsið verður starfrækt í Þjóðleikhúskjallaranum sem fær andlitslyftingu í sumar. Fjórar leiksýningar verða frumsýndar í Hádegisleikhúsinu á næsta leikári.Í tengslum við þessa nýjung hleypir leikhúsið og RÚV af stokkunum nýju samstarfsverkefni. Auglýst er eftir handritum að fjórum nýjum íslenskum verkum sem...

Read More


Nýjar vörur