fbpx

Flokkur: Fréttir

Sviðslistaæfingar geta hafist á ný

Snertingar verða heimilar við æfingar í sviðslistum, tónlist og við kvikmyndatöku frá 28. ágúst nk. samkvæmt nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem birt var í dag. Hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými mun áfram miðast við 100 einstaklinga og tveggja metra nándarregla verður áfram meginregla, þótt listamönnum sé heimilt að æfa verk sín á sviði með meiri nálægð og snertingu, sbr. reglur um íþróttaæfingar og -keppnir. Sjá nánar hér.„Heimild þessi veitir listafólki svigrúm til þess að hefja sínar æfingar að nýju, að uppfylltum sóttvarnarráðstöfunum. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir stóran og fjölbreyttan hóp skapandi fólks sem...

Read More

Beðið eftir Beckett

Kómedíuleikhúsið í samstarfi við Senuþjófinn frumsýnir 30. ágúst leikverkið Beðið eftir Beckett. Frumsýnt verður í leikhúsi Kómedíuleikhússins í Haukadal Dýrafirði. Höfundur verksins er Trausti Ólafsson sem jafnframt leikstýrir. Beðið eftir Beckett er guðdómleg kómedía sem fjallar um leikara nokkurn sem bíður eftir að Samuel Beckett skrifi fyrir sig nýtt leikrit. Á meðan á biðinni stendur styttir hann sér stundir með því að máta sig við persónur úr eldri leikritum skáldsins og bregður fyrir sig ögn af Dante, Artaud og Hallgrími Péturssyni. Einsog í sönnum grískum harmleik á leikarinn von á sendiboða guðanna. Leikari er Elfar Logi Hannesson og einnig...

Read More

Aðalfundur BÍL 2020

Stjórn Bandalags íslenskra leikfélaga boðar hér með til aðalfundar, laugardaginn 19. september kl. 10.00 í Leikhúsinu, Funalind 2 í Kópavogi. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Aðalfundur er með breyttu sniði í ár af alkunnum ástæðum. Gert er ráð fyrir að fundinum verði lokið samdægurs. Ekki verður skipulögð gisting af hálfu Bandalagsins. Aðalfundi var frestað síðastliðið vor vegna Covid-19 og samkvæmt lögum Bandalagsins verður að halda fundinn í síðasta lagi í september ár hvert. Skráningarform fyrir fundinn er hér á Leiklistarvefnum. Nauðsynlegt er að félag sé innskráð á vefinn til að komast í formið. Fundargögn: Lög BÍL – Menningarstefna BÍL – Starfsáætlun stjórnar 2019-20 Í...

Read More

Sumarlokun Þjónustumiðstöðvar í júlí

Þjónustumiðstöð Bandalags íslenskra leikfélaga verður lokuð vegna sumarfría frá 6. júlí út mánuðinn. Opnað verður að nýju þriðjudaginn 4. ágúst. Athugið að hægt er að panta vörur úr Leikhúsbúðinni og handrit úr Leikritasafninu en búast má við ögn lengri afgreiðslufresti en venjulega. Hægt er að hafa samband í netfangið...

Read More

Leikfélag Fljótsdalshéraðs hlýtur menningarverðlaun

Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs voru veitt í annað sinn, 17. júní 2020 síðastliðinn. Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á liðnu ári. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar á menningar- og listastarfi í sveitarfélaginu. Fréttin er tekin af vef sveitarfélagsins þar sem hægt er að lesa nánar um...

Read More


Nýtt og áhugavert