Flokkur: Fréttir

Allt í plati frumsýnt á Sauðárkróki

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir í Bifröst barnaleikritið Allt í plati eftir Þröst Guðbjartsson þann 26. október næstkomandi. Í leikritinu galdrar Lína Langsokkur til sín persónur úr þekktum barnaleikritum, t.a.m. Mikka ref, Lilla klifurmús, Karíus og Baktus, Kasper, Jesper og Jónatan og Soffíu frænku. Tónlist spilar stóran þátt í leikritinu og sér Rögnvaldur Valbergsson um undirspil. Leikstjóri er Íris Baldvinsdóttir. Tólf leikarar stíga á stokk og sumir í fyrsta skiptið. Allt í plati er 20. barnaleikritið sem Leikfélag Sauðárkróks setur upp frá árinu 1984, en frá árinu 2000 hefur eitt slíkt verk verið sett upp á hverju hausti. Þrjú af fjórum...

Read More

Eftir lokin frumsýnt í Tjarnarbíói

Þann 29. október frumsýnir leikhópurinn SuðSuðVestur leikritið Eftir lokin eftir breska leikskáldið Dennis Kelly, í þýðingu Stefáns Halls Stefánssonar og Lilju Nætur Þórarinssonar. Stefán er jafnframt leikstjóri og Lilja Nótt leikur annað hlutverki á móti Sveini Ólafi Gunnarssyni. Sýnt er í Tjarnarbíói og hefjast sýningar kl. 20.00. Eftir Lokin segir frá tveimur einstaklingum, Markúsi og Lísu, vinnufélögum sem eru innilokuð í sprengjubyrgi eftir kjarnorkuárás. Samskipti þeirra einkennast af togstreitu og spennu, ástandið er eldfimt og spurningin er: Þau lifðu hörmungarnar af en lifa þau af hvort annað? Leikararnir Lilja Nótt Þórarinsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson hafa getið sér gott...

Read More

Töfraflautan í Íslensku óperunni 22. október

Um komandi helgi verður merkisviðburður í sögu Íslensku óperunnar og óperuflutnings á Íslandi – en þá færir Íslenska óperan upp fyrstu óperusýningu sína í Eldborg í Hörpu. Á fjölunum í þessari fyrstu uppfærslu verður engin önnur en sjálf Töfraflautan eftir W.A. Mozart, sem hrifið hefur áhorfendur öll þau 220 ár sem liðin eru frá frumsýningu hennar í alþýðuleikhúsi í Vínarborg. Sýning Íslensku óperunnar nú er skipuð einvalaliði úr íslenskum tónlistarheimi sem leikhúsheimi. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason og stjórnar hann nokkrum af fremstu söngvurum þjóðarinnar í þessu meistaraverki Mozarts. Aðrir listrænir aðstandendur sýningarinnar eru þau Ágústa Skúladóttir leikstjóri, Axel Hallkell...

Read More

Haustflensa Halaleikhópsins 21. og 23. október

Halaleikhópurinn verður með stuttverkadagskrá 21. og 23. okt. nk. sýnd verða 7 stuttverk. Þau eru 5 þættir úr Heilsugæslunni eftir Lýð Árnason, í leikstjórn Margrétar Sverrisdóttur og Odds Bjarna Þorkelssonar. Snyrting eftir Nínu Björk Jónsdóttur í leikstjórn Gunnars Gunnarssonar, Gunsó og Þanþol eftir Huldu B. Hákonardóttur líka í leikstjórn Gunsó. Halabandið flytur tónlist milli atriða. Sýnt verður föstudaginn 21. okt. kl. 20.00 og sunnudaginn 23. okt. kl. 17.00. í Halanum, Hátúni 12. Miðaverð er 1000 kr. en 500 kr. fyrir börn. Léttar veitingar verða seldar við innganginn. Miðasala er í síma 897-5007 og á netfangið midi@halaleikhopurinn.is Sjá nánar á...

Read More

Af unglingum og fleira fólki… á Dalvík

Leiklistarhópur unglingadeildar Dalvíkurskóla frumsýnir nýtt leikverk föstudaginn 28. október næstkomandi í Ungó. Nefnist það Af unglingum og fleira fólki… og er eftir Arnar Símonarson og leikhópinn. Dalvíkurskóli og Leikfélag Dalvíkur eru nú enn og aftur í samstarfi í tengslum við leiklistarvinnu með unglingum í Dalvíkurbyggð. Er þetta í sjöunda sinn sem samstarf af þessu tagi er tekið upp. LD leggur fram æfingarhúsnæði til afnota í 8 vikur fyrir þessa vinnu, endurgjaldslaust og félagsmenn, auk foreldra nemenda aðstoða auk þess varðandi búninga, leikmuni og fleira.   Leiklist er kennd sem valgrein í 8.,9. og 10. bekk í Dalvíkurskóla og hvorki...

Read More