Flokkur: Fréttir

Aukasýning á Fjalla-Eyvindi

Sökum mikillar eftirspurnar hefur leikhópurinn Aldrei óstelandi ákveðið að bæta við aukasýningu Á Fjalla-Eyvindi næstkomandi laugardag, 12.nóvember kl 20:00. Leiksýningin Fjalla-Eyvindur var frumsýnd í Norðurpólnum í janúar 2011. Sýningin hlaut einróma lof gagnrýnenda og var tilnefnd til Grímunnar 2011 sem besta sýning ársins og í kjölfarið var henni boðið á alþjóðalegu leiklistarhátíðina Lokal. Fjalla-Eyvindur er ein af perlum íslenskra leikbókmennta og er byggð á hinni kunnu þjóðsögu um útilegumanninn Fjalla-Eyvind og kvonfang hans Höllu. Fjalla Eyvindur er ein magnaðasta ástarsaga íslensks leiksviðs og fjallar um stórar ástir og miklar fórnir, flókið samband karls og konu sem talar jafn mikið...

Read More

Opinn dagur í Listaháskóla Íslands

Laugardaginn 12. nóvember næstkomandi verður Opinn dagur í Listaháskóla Íslands, í húsnæði skólans við Laugarnesveg 91 kl. 11 – 16. Áhugasömum er boðið að koma í skólann og kynnast starfsemi hans. Þennan dag verða nemendur og kennarar til viðtals og upplýsingagjafar og til sýnis verða inntökumöppur og kynningar á inntökuferli, verkstæðum og aðstöðu skólans. Frá hönnunar- og arkitektúrdeild verða sýnd veggspjöld, bókahönnun og leturhönnun úr grafískri hönnun. Fatahönnunarnemar sýna fatnað, tískuteikningar og upptökur af tískusýningum. Nemendur í vöruhönnun sýna teikningar, þrívíð módel og frumgerðir og arkitektúrnemar kynna rannsóknarverkefni sín. KRADS arkitektar verða með opna vinnustofu sem þeir hafa þróað...

Read More

Leikfélag Rangæinga sýnir Vodkakúrinn

Leikfélag Rangæinga frumsýnir á laugardaginn næstkomandi  leikritið Vodkakúrinn eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar. Um er að ræða gamanleikrit með örlítið alvarlegum undirtóni þar sem það er skoðun höfundar að megrunarkúrar virki ekki og séu frekar til að fita fólk en hitt. Þetta leikrit var frumflutt árið 2004 og voru þá leikararnir aðeins tveir, Helga Braga Jónsdóttir og Steinn Ármann Magnússon og varð verkið gríðarlega vinsælt. Leikritið fjallar um Eyju sem hefur lengi átt í baráttu við aukakílóin og er hún leikin af Þórunni Elfu Stefánsdóttur. Í Vodkakúrnum fylgjumst við með samskiptum hennar við ýmsar áhugaverðar...

Read More

Gyllti drekinn frumsýndur á Nýja sviðinu

Verðlaunaverkið Gyllti drekinn eftir þekktasta samtímaleikskáld Þjóðverja um þessar mundir, Roland Schimmelpfenning, verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins föstudaginn 11. nóvember næstkomandi. Gyllti drekinn var valið besta leikritið í Þýskalandi árið 2010. Verkið gerist á og í næsta nágrenni austurlensks skyndibitastaðar Gyllta drekans einhvers staðar í Evrópu. Það segir segir sárar sögur af skrítnu fólki af ólíkum uppruna sem veit ekki að líf þess tengist með margslungnum hætti. Kristín Eysteinsdóttir leikstýrir verkinu. Á ósköp venjulegu kvöldi kynnumst við hópi fólks sem veit ekki að líf þess tengist með margslungnum hætti. Austurlenskur skyndibitastaður, Gyllti drekinn, einhvers staðar í Evrópu: Fimm...

Read More

Mórar og meyjar í Bæjarleikhúsinu í kvöld

Leikfélag Mosfellssveitar fagnar um þessar mundir 35 ára starfsafmæli. Af því tilefni verður haldin afmælishátíð í Bæjarleikhúsinu dagana 1.-4. nóvember. Í kvöld, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 20, verður sýnd sýningin Mórar og meyjar – draugasögur í tali og tónum eftir Maríu Guðmundsdóttur og BirgiSigurðsson. Í sýningunni eru sviðsettar magnaðar draugasögur úr Mosfellssveitinni og af Akranesi. Feðgarnir á Tindum, Atli, Bjarni og Guðlaugur (Tindatríóið) ásamt Sveini Arnari sjá um viðeigandi tónlistarflutning. Miðvikudaginn 2. nóvember kl. 20 verður boðið upp á sýnikennslu í sirkuslistum. Þá mun Egill Wild ásamt aðstoðarmönnum sýna og kenna grunnatriði í sirkuslistum. Föstudaginn 4. nóvember kl. 20...

Read More