Flokkur: Fréttir

Lokasýning Zombíljóða til styrktar Fjölskylduhjálp Íslands

Lokasýning á Zombíljóðunum verður á Litla sviðinu föstudaginn 14. október. Það kostar ekkert inn á sýninguna en tekið verður á móti frjálsum framlögum til Fjölskylduhjálpar Íslands. Zombíljóðin eru nýtt verk úr smiðju Borgarleikhússins og Mindgroup. Á undan komu Þú ert hér og Góðir Íslendingar. Þremenningarnir sem stóðu að þeim verkum eru Jón Atli Jónasson, Jón Páll Eyjólfsson og Hallur Ingólfsson. Í þessari sýningu hafa þeir fengið liðsstyrk Halldóru Geirharðsdóttur sem skrifar og flytur verkið með þeim. Aldrei áður hefur manneskjan fengið jafn mikla vitneskju um harm annara en sjáum við í raun og veru hvort annað? Finnum við minna...

Read More

Himnaríki í Þorlákshöfn

Leikfélag Ölfuss frumsýnir leikritið Himnaríki – geðklofinn gamanleik, eftir Árna Ibsen þann 14. október í Versölum, Þorlákshöfn.  Árni Ibsen var tilnefndur til Norrænu leikskáldaverðlaunanna 1996 fyrir þetta verk og hefur það verið sýnt í mörgum löndum Evrópu. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson og með hlutverk fara Aðalsteinn Jóhannsson, Árný Leifsdóttir, Helena Helgadóttir, Ottó Rafn Halldórsson, Róbert Karl Ingimundarson og Þrúður Sigurðar. Leikritið gerist í sumarbústað þar sem þrjú pör koma saman til að eiga skemmtilega helgi. Ýmiss konar mál koma upp og ástarflækjur gera vart við sig. Leikritið er leikið á tveimur sviðum samtímis og gerir það verkið afar...

Read More

Hlini kóngsson – Sögustund í Kúlunni

Undanfarin þrjú ár hefur Þjóðleikhúsið boðið börnum í elstu deildum leikskóla með kennurum sínum í heimsókn í leikhúsið til að fræðast á skemmtilegan hátt um leikhúsið og kynnast töfraheimi þess. Börnin taka þátt í sögustund með leikhúsívafi, en nú er spunnið og leikið út frá gamla ævintýrinu um Hlina kóngsson. Sögustundin hefur notið mikilla vinsælda hjá leikskólum og á hverju hausti hafa komið vel á fimmta þúsund leikskólabörn frá allflestum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í heimsókn í Þjóðleikhúsið. Í haust hafa verið sýndar á þriðja tug sýninga af Hlina kóngsyni fyrir leikskólabörn í Kúlunni við frábærar undirtektir barnanna. Núna geta...

Read More

Leikfélagi Peðið sýnir óperuna Bjarmaland – rísandi land

Í tengslum við októberhátíð á Gallery – Bar, Hverfisgötu 46, sýnir Leikfélagið Peðið óperuna Bjarmaland – rísandi land eftir Jón Benjamín Eiríksson og Andreu Gylfadóttur. Verkið er sett í skemmtilegan óperustíl með tónlist eftir Andreu Gylfadóttur, sem einnig leikstýrir verkinu. Sýningar verða laugardaginn 8. október kl. 20:00 og sunnudaginn 9. október kl. 16:30. Einnig verður sýnt á vegum leikfélagsins á hátíðinni örverkið Ægir, Ægir og Ægir – saga af þremur rasshausum eftir Björgúlf Egilsson í leikstjórn Lísu Pálsdóttur frumsyning þess er laugardaginn 8. Október kl. 18:00 Óperan Bjarmaland – rísandi land fjallar á spaugilegan hátt um nútíma íslendinga sem...

Read More

Nývirki hjá Freyvangsleikhúsinu

Haustverkefni Freyvangsleikhússins 2011 verður frumsýnt föstudaginn 7. október kl. 20:00 í Freyvangi. Að þessu sinni er um að ræða stuttverkasýninguna Nývirki þar sem frumflutt verða 9 verk eftir 8 höfunda í leikstjórn 5 félagsmanna í Freyvangsleikhúsinu. 16 leikarar fara með hlutverkin og a.m.k. 7 aðstoðarmenn sjá um búninga, leikmuni, lýsingu, hljóð, sviðsmynd, miðasölu, afgreiðslu o.s.frv. Óhætt er að segja að verkin komi hvert úr sinni áttinni og umfjöllunarefni þeirra eru ólík, allt frá skoðun á samskiptum kynjanna og eðli ástarinnar yfir í vangaveltur um blekkinguna, kúgun, yfirvald, fordóma, sannleikann og jafnvel tilveruna sjálfa. Nývirki er talsvert frábrugðin þeim sýningum...

Read More