Flokkur: Fréttir

Öfugu megin upp í á Hólmavík

Leikfélag Hólmavíkur heldur uppteknum hætti að setja árlega upp leiksýningu og þetta árið er það farsinn Öfugu megin uppí eftir Derek Benfield sem varð fyrir valinu. Skúli Gautason er leikstjóri, fimm leikarar taka þátt í verkefninu og fjöldi fólks leggur sitt af mörkum. Í leikritinu segir frá Fríðu sem tekur að sér að gæta sveitahótels systur sinnar eina helgi á meðan hún bregður sér í frí. Það á ekki fyrir henni að liggja að eiga náðuga daga, því gestirnir eru af ýmsu tagi. Þeir eiga þó sameiginlegt að vera í ævintýraleit og ætla aldeilis að gera sér glaðan dag...

Sjá meira

Djöflaeyjan hjá Leikfélagi Keflavíkur

Leikfélag Keflavíkur frumsýndi leiksýninguna Þar sem Djöflaeyjan rís síðastliðið föstudagskvöld við mikið lof áhorfenda.  Sýningin fjallar í stuttu máli um fjölskyldu Karólínu spákonu og líf þeirra í braggahverfinu í kjölfar seinni heimsstyrjaldar. Leikgerðin, sem samin er af Kjartani Ragnarssyni, er byggð á bókum Einars Kárasonar Þar sem Djöflaeyjan rís og Gulleyjan.  Leikarahópurinn er fjölbreyttur og samanstendur af reyndum leikurum en jafnframt einstaklingum sem eru að þreyta frumraun sína á leiksviði. Það eru 14 einstaklingar sem leika í sýningunni.  Árni Grétar Jóhannsson leikstýrði verkinu en hann hefur mikla reynslu í áhugaleikhúsum og leikstýrði m.a. sýningunni Rocky Horror hjá Leikfélagi Vestmannaeyja...

Sjá meira

Beint í æð í Fjallabyggð

Leikfélag Fjallabyggðar sýnir um þessar mundir gamanleikritið Beint í æð eftir Ray Cooney í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Verkið er sannkallaður flækjufótur sem kallar á að áhorfandi taki ekki augun af sviðinu og fylgist með af öllum kröftum. Leikstjóri verksins er Valgeir Skagfjörð en þetta er í fyrsta skipti sem Valgeir leikstýrir fyrir Leikfélag Fjallabyggðar. Leikarahópurinn er fjölbreyttur en alls taka 11 leikarar þátt í sýningunni á aldrinum 17 til 62 ára Þar af eru tveir sem eru að þreyta frumraun sína á leiksviðinu. Sýnt er í Tjarnarborg í Ólafsfirði og upplýsingar um sýningar er hægt að finna á...

Sjá meira

Lísa í Undralandi hjá Leikfélagi Hornafjarðar

Leikfélag Hornafjarðar frumsýnir söngleikinn Lísu í Undralandi, laugardaginn 9. mars. Lísa leggur af stað í ótrúlegt ferðalag þar sem á vegi hennar verða ýmsar furðuverur og og hún lendir í allskonar óvæntum uppákomum. Leikstjóri er Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir og er þetta frumraun hennar sem slíkur. Alls taka 14 leikarar þátt í sýningunni en í hlutverki Lísu er Magndís Lóa Aðalsteinsdóttir. Birna Jódís Magnúsdóttir sér um leikmynd, búninga og útlitshönnun en lætur það ekki nægja þvi hún fer einnig með hlutverk Hjarta Drotningarinnar. Hafdís Hauksdóttir er tónlistarstjóri og fer einnig með hlutverk kálormsins. Ljósahönnuður er Þorsteinn Sigurbergsson. Leikhópurinn er afar...

Sjá meira

Lína langsokkur í Mosfellsbæ

Leikfélag Mosfellssveitar sýnir um þessar mundir leikritið Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren sem fólk á öllum aldri ætti að þekkja.  Þegar ný stelpa flytur inn í Sjónarhól með apann sinn Herra Níels og hestinn Litla Kall umturnast líf Tomma og Önnu og þau lenda í hverju ævintýrinu á eftir öðru.  Aron Martin Ásgerðarson leikstýrir verkinu, Þorsteinn Jónsson er tónlistarstjóri og Eva Björg Harðardóttir hannar leikmynd og búninga. Stór hópur leikara og tónlistarfólks tekur þátt í uppsetningunni og mega gestir eiga von á sannkallaðri söng- og dansveislu. Sýningar fara fram á sunnudögum í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ og er miðasalan í...

Sjá meira

Bróðir minn Ljónshjarta í Hörgárdal

Leikfélag Hörgdæla frumsýnir núna á fimmtudag 7. mars hið heimþekkta leikverk Bróður minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren. Sýnt er að Melum í Hörgársveit. Uppselt er á frumsýningu en örfáir miðar lausir á sýningar um helgina. Bróðir minn Ljónshjarta er hugljúf stríðssaga af þeim bræðrum Snúð og Jónatan. Yngri bróðirinn Snúður er dauðvona en Jónatan reynir að hughreysta Snúð með því að segja honum hvað gerist eftir dauðann. Eftir stutta jarðneska dvöl hittast bræðurnir aftur í Nangijala eins og þeir höfðu talað um. Þar er lífið himneskt eða ætti öllu heldur að vera það, það er svikari í Kirsuberjadal sem...

Sjá meira

Kirkjugarðsklúbburinn frumsýndur hjá Halanum

Halaleikhópurinn frumsýnir bandaríska gamanleikritið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Menchell fös. 8. mars.  Leikstjóri er Pétur Eggerz og þýðandi verksins er Elísabet Snorradóttir, Leikritið  fjallar af einstakri næmni og kímni um þrjár miskátar ekkjur. Þær hafa verið vinkonur árum saman og hafa nú misst lífsförunauta sína. Hver og ein þeirra hefur fundið sína leið til þess að takast á við sorgina. Lífið heldur áfram þrátt fyrir allt. Einu sinni í mánuði fara vinkonurnar saman í kirkjugarðinn að vitja leiða eiginmannanna. Dag nokkurn hitta þær fullorðinn ekkil í garðinum og þar með lenda vinkonurnar í óvæntri krísu. Ná tryggðaheit hjónabandsins út yfir...

Sjá meira

Allt á síðasta snúningi hjá Leikdeild Skallagríms

Leikdeild Skallagríms frumsýndi í Lyngbrekku þann 29.febrúar sl. farsann Allt á síðasta snúningi eftir Aðalstein Bergdal. Áætlaðar eru sýningar fram að og með laugardeginum 16.mars n.k. Leikstjórar eru þau Margrét Jóhanssdóttir og Jónas Þorkelsson. Sýningar eru sem hér segir: 2. sýning 1. mars kl 20:30 3. sýning 3. mars kl 20:30 4. sýning 5. mars kl 20:30 Miðapantanir eru í síma 845-1615 og á leikdeildskalla@gmail.com  og miðaverð er 3.000 kr. Eldri borgara, öryrkjar, 15 ára og yngri 2000 kr Leikstjórarnir:  Jónas Þorkelsson hefur starfað með Leikdeild Skallagríms nánast óslitið í 30 ár. Hann hefur leikið í fjölmörgum sýningum og...

Sjá meira

Ferðin til Limbó hjá Leikfélagi Kópavogs

Leikfélag Kópavogs frumsýnir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama höfund sem kom út árið 1963. Leikritið var fyrsta leikritið eftir íslenska konu sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu. Leikritið hefur ekki verið sett upp síðan þó að það hafi hlotið mikla aðsókn á sínum tíma. Tónlist í verkinu er eftir Ingibjörgu Þorbergs og er þekkasta verkið í laginu Sé tunglið allt út tómum osti. Átta leikara taka þátt í sýningunni en fjölmargir leggja hönd á plóg baksviðs. Leikstjóri er...

Sjá meira

Óvitar á Húsavík

Leikfélag Húsavíkur frumsýnir hið vinsæla barnaleikrit Óvita eftir Guðrúnu Helgadóttur laugardaginn 2. mars. Stefán Sturla Sigurjónsson heldur um leikstjórataumana að þessu sinni. Leikfélagið hóf leikárið á námskeiði fyrir börn frá 9-16 ára en leikritið Óvitar byggir einmitt á því að fullorðnir leiki börn og börn fullorðna. Mikill áhugi var fyrir námskeiðinu og voru yfir 40 börn sem skráðu sig á það. Alls eru 17 hlutverk fyrir börn í sýningunni og ákveðið var að bjóða 18 börnum að vera á sviði.  Æfingar hafa gengið vel og mikið fjör í gamla Samkomuhúsinu á Húsavík með allan þennan barnafjölda, það má því...

Sjá meira

Í gegnum tíðina hjá Eflingu

Leikdeild Eflingar frumsýnir gamanleikritið Í gegnum tíðina 1. mars næstkomandi. Í verkinu er sögð er saga íslenskrar bændafjölskyldu og lenda fjölskyldumeðlimir í hinum ýmsu aðstæðum. Inn í sýninguna fléttast fjölmörg þekkt lög frá árunum 1950-1980. Leikstjórn er að þessu sinni í höndum Hildar Kristínar Thorstensen en hún býr í Hörgárdal. Hún hefur víðtæka reynslu á listasviðinu og alþjóðlega en hún lærði m.a. í Finnlandi, Englandi og Frakklandi og hefur það dugað vel til að temja hinn þingeyska lýð! Tónlistarstjóri er Pétur Ingólfsson en hann hefur alloft verið með puttana við stjórnvölinn hjá leikdeildinni með tónlistina. Honum til aðstoðar er...

Sjá meira
Loading

Nýtt og áhugavert