Flokkur: Fréttir

Hilmar Guðjónsson valinn í Shooting Star

Hilmar Guðjónsson leikari hefur verið valinn í hóp 10 efnilegustu leikara Evrópu, Shooting Star (http://www.shooting-stars.eu/) . Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur er valinn í þennan hóp (eftir að skilyrði voru sett sem takmarka fjölda útvalinna við 10 leikara í allri Evrópu). Shooting Star hópurinn kosinn af alþjóðlegri dómnefnd og kynntur fyrir alþjóðlegum fagaðilum á kvikmyndahátíðinni í Berlín, sem næst er haldin 9. – 19. febrúar 2012. Á hátíðinni er kastljósinu beint að hópnum og viðburðurinn til þess gerður að vera eins konar stökkpallur til alþjóðlegs frama fyrir þátttakendur. European Film Promotion stendur fyrir Shooting Star en Kvikmyndamiðstöð...

Read More

Jólagjafir leikhúsáhugafólks!

Í verslun Bandalags íslenskra leikfélaga að Kleppsmýrarvegi 8 er hægt að kaupa frumlegar og skemmtilegar jólagjafir fyrir leikhúsáhugafólk og börn. Þar fást t.d. andlitslitir í yfir 40 litum, bæði stakir og í pallettum, gerviskegg, augnhár, gerviblóð og margt fleira spennandi. Þar fást að sjálfsögðu líka fjölmörg leikrit og ekki má gleyma sögu Bandalagsins, Allt fyrir andann, sem er skyldulesning alls Bandalagsfólks. Verslunin verður opin alla virka daga til og með 22. desember og við sendum hvert á land sem er í póstkröfu....

Read More

Leiklestraröðin Salon í Tjarnarbíói

Mánudaginn 12. og þriðjudaginn 13. desember munu Pörupiltarnir ásamt „sjúklega heitri skvísu“ leiklesa leikritið The Night before Christmas eftir Anthony Neilson í Tjarnarbíói. Þetta er liður í leiklestrarröðinni Salon þar sem íslenskir leikarar leiklesa ný og spennandi bresk verk sem ekki hafa verið sett hér á landi. Húsið opnar kl. 20 og lestur hefst kl. 20.30. Miðaverð er 1.500 kr. en inni í verðinu er einn kaldur Tuborg. The Night before Christmas er lítil jólaperla um vináttu, innbrot, álfasögur og hinn sanna anda jólanna. Pörupiltarnir eru Dóri Maack, Nonni Bö og Hermann Gunnarsson....

Read More

Kynningarfundur fyrir vorverkefni Leikfélags Kópavogs

Aðalverkefni vormisseris hjá Leikfélagi Kópavogs er heimasmíðað verk sem gengið hefur undir vinnuheitinu Hringurinn. Fimmtudaginn 15. desember er komið að því að ýta því formlega úr vör með kynningarfundi í Leikhúsinu. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í uppsetningunni mæti þá sem og aðrir félagar sem vilja fylgjast með. Kynningarfundurinn er í Leikhúsinu, Funalind 2, og hefst kl. 19.30. Verkefnisstjórar eru Hrefna Friðriksdóttir, Hörður Sigurðarson, Skúli Rúnar Hilmarsson og Sváfnir Sigurðarson og munu þau leiða áhugasama inn í heim Hringsins....

Read More

Ársrit Bandalagsins 2011 komið út

Út er komið Ársrit Bandalags íslenskra leikfélaga fyrir leikárið 2010-2011 og er nú hægt að hala því niður hér í PDF-formati. Auk hefðbundins efnis eins og fundargerða stjórnar og aðalfunda, ársreiknings og skýrslna leikfélaga má m.a. finna umfjöllun um NEATA-hátíðina á Akureyri sumarið 2010. Mikið er af myndum í ritinu og er það hin ágætasta heimild um starfsemi leikfélaganna í landinu. Einnig er hægt að fá ársritið sent í PDF-formi með hærri upplausn en er í boði hér á vefnum. Ef óskað er eftir að fá ársritið útprentað þarf að panta það á þjónustumiðstöð Bandalagsins fyrir 10. desember og...

Read More