Flokkur: Fréttir

Leikhópurinn Fullt hús sýnir Póker

Þann 5. janúar frumsýnir leikhópurinn Fullt hús leikritið Póker eftir Patrick Marber í Tjarnarbíói. Póker (Dealer’s Choice) hefur farið sigurförum um allt Bretland og Bandaríkin og unnið til margra verðlauna. T.d. Besta West End leikritið valið af samtökum leikskálda árið 1995 og var einnig valinn besti gamanleikurinn sama ár af Evening Standard. Leikstjóri er Valdimar Örn Flygenring en Jón Stefán Sigurðsson þýddi verkið. Póker er svört kómedía sem kafar í heim karlmennsku, valdatafls, pókerspilamennsku, keppnisanda, fíknar og kennir öllum að þú skalt ávallt spila með andstæðinginn en ekki spilin sjálf sama hvað er í hvað er í húfi. Þetta...

Read More

Þorri og Þura bjarga jólunum í Bæjarleikhúsinu

Álfabörnin Þorri og Þura ætla að kíkja í heimsókn í Bæjarleikhúsið í Mosfellsbæ um jólin með glænýja jólasýningu. Þorri og Þura hafa í nógu að snúast við að undirbúa jólin, pakka inn gjöfum, skreyta og skrifa jólakort þegar þau finna Kertasníki sjálfan steinrotaðan fyrir utan gluggan þeirra með gjafirnar handa öllum börnunum á Íslandi. Upp hefst mikið ævintýri þar sem Þorri og Þura hjálpa Kertasníki að komast á kreik og bjarga jólagjöfunum sem týndust. Sýningin er hugsuð fyrir yngstu börnin og er um 40 mínútur. Eftir sýninguna fá allir krakkarnir í salnum póstkort með mynd af álfunum, álfaglimmer og...

Read More

Síðustu sýningar á Andakt

Jólasýning Peðsins í ár er gamansöngleikurinn Andakt eftir Guðjón Sigvaldason í leikstjórn Vilhjálms Hjálmarssonar.Tónlistin er eftir Kormák Bragason, Inga Gunnar Jóhannsson, Ásgeir Jónsson, Magnús R. Einarsson og Tómas Tómasson. Peðið sýnir síðustu sýningar á Andakt nú fyrir jól á sunnudaginn kemur, 18. desember kl. 16.00 og 18.00 á Gallerý Bar 46, Hverfisgötu 46, Reykjavík. Andakt er eins konar hugleiðing um inntak jólanna en frá ansi óvæntum hliðum. Með verkinu er ekki verið að snúa hefðbundnum gildum á haus og það er heldur ekki verið setja út á jólahátíðina sjálfa. Nei, ekki aldeilis. Það má skilja á þátttakendum í sýningunni að...

Read More

Sá glataði æfður hjá Hugleik

Hugleikur fæst nú við eitt af grundvallarritum vestrænnar menningar, sjálfa Biblíuna. Nánar tiltekið dæmisögurnar í Nýja Testamentinu. Bæði þessar alþekktu um glataða soninn og miskunnsama Samverjann og aðrar minna þekktar sem gjarnan fjalla um peninga, merkilegt nokk. Ágústa Skúladóttir sér um að þræða þessar perlur upp á band með leikhópnum sem innheldur bæði gamlar og gljáfægðar Hugleikskanónur og ferska og ilmandi nýliða. Áætlað er að frumsýna útkomuna um mánaðarmótin janúar-febrúar....

Read More

Jólafrumsýning Þjóðleikhússins – Heimsljós

Heimsljós eftir Halldór Laxness í leikgerð Kjartans Ragnarssonar er jólafrumsýning Þjóðleikhússins 2011. Heimsljós, ein ástsælasta saga Nóbelsskáldsins, er heillandi verk um fegurðarþrána, veraldlega fátækt og andleg auðæfi. Verkið er nú sett á svið í nýrri leikgerð Kjartans Ragnarssonar leikstjóra, en leikgerðinni til grundvallar liggur skáldsagan í heild sinni. Frumsýnt verður 26. desember. Heimsljós, sem kom út í fjórum hlutum á árunum 1937 til 1940, er saga fátæka alþýðuskáldsins Ólafs Kárasonar Ljósvíkings. Í æsku er hann niðursetningur á bænum Fæti undir Fótarfæti en síðar flytur hann til þorpsins Sviðinsvíkur. Alla ævi er hann fátækur, smáður og utanveltu. En engu að...

Read More