Flokkur: Fréttir

Nýdönsk í nánd aftur á svið laugardaginn 7. janúar

Nýdönsk snýr aftur á Litla svið Borgarleikhússins á laugardagskvöld. Þessi einstaki tónleikur Nýdanskrar sló rækilega í gegn á síðasta leikári, hætti fyrir fullu húsi og snýr því aftur í takmarkaðan tíma. Alls verða fimm sýningar á verkinu, allar um helgar kl. 22. Höfundar verks og flytjendur eru meðlimir Nýdanskrar. Nýdönsk mætir áhorfendum á nýjan hátt í návígi leikhússins. Í sveitinni eru góðir sagnamenn og nú lifna sögurnar við. Hér heyrir þú sögurnar á bak við lögin og textana, skandalana og stórsigrana. Hvers vegna hætti Daníel? Og af hverju byrjaði hann aftur? Er Hólm raunverulegt ættarnafn Ólafs? Er Stefán hæsti...

Read More

Gott kvöld á Hólmavík

Leikfélag Hólmavíkur sýnir leikritið Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur um hátíðirnar. Um er að ræða barnaleikrit með söngvum fyrir gesti á öllum aldri og eru leikarar alls 22. Flestir í leikarahópnum eru á grunnskólaaldri, en reynsluboltar úr leikfélaginu taka einnig þátt í sýningunni. Frumsýning verður í félagsheimilinu á Hólmavík 29. desember kl. 20.00. Aðrar sýningar eru 30. desember, 4. janúar og 6. janúar, alltaf kl. 20.00. Leikstjóri er Kristín Sigurrós Einarsdóttir á Hólmavík. Í leikritinu segir frá hugmyndaríkum strák sem er aleinn heima um kvöld með bangsa sér til halds og trausts, þegar pabbi skreppur að sækja mömmu. Ótal...

Read More

Jólakveðja frá Bandalaginu

Bandalag íslenskra leikfélaga sendir Bandalagsfólki, viðskiptavinum og bara öllum landsmönnum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári með þökkum fyrir árið sem er að líða. Athugið að lokað verður í verslunni okkar frá kl. 13.00 22. desember til 2. janúar 2012.  ...

Read More

Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu

Hjartnæm og fjörmikil sýning um tilfinningaríka vináttu og samskipti skrímslanna vinsælu verður frumsýnd í Kúlunni 28. desember 2011. Ævintýri litla skrímslisins og stóra skrímslisins og innileg samskipti þeirra láta engan ósnortinn. Skrímslin tvö hafa eignast ótal aðdáendur en bækurnar um þau hafa komið út víðsvegar um heiminn, hlotið lofsamlega dóma og fjölda verðlauna. Ekkert lát virðist vera á vinsældum þeirra. Litla skrímslið og stóra skrímslið stíga nú í fyrsta sinn á leiksvið, en leikritið byggist á fyrstu bókunum og þar reynir vissulega á vináttu og hugrekki þeirra félaga. Litla skrímslið og stóra skrímslið eru ólíkar persónur og virðast ekki...

Read More

Fanný og Alexander frumsýnt 6. janúar

Fanný og Alexander hin ástsæla fjölskyldusaga Ingmars Bergmans verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins á þrettándanum, 6. janúar næstkomandi. Hér er sögð saga systkinanna Fannýjar og Alexanders sem alast upp á ástríku, hlýju heimili þar til faðir þeirra fellur óvænt frá og líf þeirra umbreytist í vondan draum. Leikgerðin byggir á sjónvarpsþáttum Bergmans sem hann stytti síðan í kvikmynd árið 1982. Leikstjóri er Stefán Baldursson en þýðinguna gerði Þórarinn Eldjárn. Myndin var síðasta kvikmyndaverk leikstjórans og eins konar þakklætisóður til leikhússins þar sem andi Hamlets svífur yfir vötnum. Leikritið var heimsfrumsýnt í Þjóðleikhúsi Norðmanna í desember 2009 og uppfærslan...

Read More