Flokkur: Fréttir

Axlar-Björn frumsýndur í Borgarleikhúsinu

Axlar-Björn, nýtt rammíslenskt verk úr smiðju Vesturports verður frumsýnt í Borgarleikhússins á miðvikudagskvöld kl. 20. Axlar-Björn rekur öðrum þræði sögu þessa eins kaldrifjaðasta morðingja Íslandssögunnar en veltir einnig upp sígildum spurningum um þá brenglun sem leiðir til óhæfuverka. Björn Hlynur Haraldsson skrifar verkið og leikstýrir en þeir Alti Rafn Sigurðarson og Helgi Björnsson fara með hlutverk Axlar-Björns. Í Axlar-Birni er sögð saga eins kaldrifjaðasta morðingja Íslandssögunnar. Móðir hans var sólgin í mannablóð þegar hún gekk með hann og faðir hans blóðgaði sig reglulega til að svala þorsta eiginkonu sinnar. Því má segja að óhugnaðurinn í eðli Axlar-Björns hafi hafist...

Read More

Leikdeild Skallagríms setur upp Skugga-Svein

Leikdeild Skallagríms hefur upp á síðkastið æft af fullum krafti leikritið Skugga-Svein eftir Matthías Jochumsson í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Leikdeildin setur Skugga-Svein upp en það var síðast gert árið 1948 og fannst fólki kominn tími á að setja þetta vinsæla leikverk upp aftur. Skugga-Sveinn verður í þetta sinn settur upp í félagsheimilinu Lyngbrekku á Mýrum og verður frumsýning þann sjötta janúar 2012. Það vill líka svo skemmtilega til að um þær mundir sem leikritið verður frumsýnt í Lyngbrekku eru 150 ár síðan það var fyrst sett á fjalirnar en þá var það...

Read More

Leikfélag Kópavogs 55 ára

Leikfélag Kópavogs var stofnað 5. janúar 1957 þegar 46 áhugamenn komu saman í barnaskólanum, Kópavogsskóla, gagngert til þess að stofna leikfélag. Í gær 5. janúar 2012 fagnaði félagið því 55 ára afmæli sínu. Haldið verður upp á afmælið á árlegu Stjörnuljósakvöldi í Leikhúsinu laugardaginn 7. janúar kl. 20.00. Meðlimir, vinir og vandamenn eru hvattir til að mæta og eiga saman huggulega kvöldstund. Eitthvað verður til skemmtunar á staðnum og að sjálfsögðu verður afmæliskaka í boði. Þeir sem vilja kynna sér sögu Leikfélagsins geta gert það með því að smella hér....

Read More

Frystiklefinn sýnir Góðir hálsar

Nýjasta atvinnuleikhúsið á Íslandi, Frystiklefinn í Rifi, tekur nú aftur upp sýningun Góðir Hálsar. Sýningin er byggð á sögu Axlar-Bjarnar og var frumsýnd í ágúst 2011. Þar sem leikarar sýningarinnar höfðu öðrum hnöppum að hneppa þá var sýningatíminn stuttur en sýningin fékk frábæra gagnrýni og góðar viðtökur áhorfenda og því var ráðistí að setja hana aftur í gang í leikhúsinu nú í janúar. Höfundur er Kári Viðarsson og leikstýrir hann verkinu líka ásamt Árna Grétari Jóhanssyni. Sýningin er byggð á sögum af Axlar-Birni og sækist eftir að nýta sér leikhúsformið til fulls til að segja sögu morðingjans. Áhorfendur taka...

Read More

Nýdönsk í nánd aftur á svið laugardaginn 7. janúar

Nýdönsk snýr aftur á Litla svið Borgarleikhússins á laugardagskvöld. Þessi einstaki tónleikur Nýdanskrar sló rækilega í gegn á síðasta leikári, hætti fyrir fullu húsi og snýr því aftur í takmarkaðan tíma. Alls verða fimm sýningar á verkinu, allar um helgar kl. 22. Höfundar verks og flytjendur eru meðlimir Nýdanskrar. Nýdönsk mætir áhorfendum á nýjan hátt í návígi leikhússins. Í sveitinni eru góðir sagnamenn og nú lifna sögurnar við. Hér heyrir þú sögurnar á bak við lögin og textana, skandalana og stórsigrana. Hvers vegna hætti Daníel? Og af hverju byrjaði hann aftur? Er Hólm raunverulegt ættarnafn Ólafs? Er Stefán hæsti...

Read More