Flokkur: Fréttir

Æfingar á Sólarferð hafnar á Selfossi

Starf Leikfélags Selfoss er komið á fullt eftir stutt jólafrí. Æfingar á stóru uppsetningu vetrins hófust í byrjun janúar en að þessu sinni mun leikfélagið setja upp leikritið Sólarferð sem sýnt var fyrir nokkrum árum í Þjóðleikhúsinu við miklar vinsældir. Höfundur verksins er Guðmundur Steinsson en hans þekktasta verk er Stundarfriður sem m.a. hefur verið sýnt í sjónvarpsútgáfu á RÚV. Sólarferð fjallar í stuttu máli um hjón sem fara í fyrsta sinn til sólarlanda ásamt vinahjónum til að upplifa þá dásemd sem póstkortahugmyndir þeirra af sólarparadísunum ætti að vera. Aðstæður og umhverfið er þó mun meira framandi en þau...

Read More

Saga þjóðar á Litla sviði Borgarleikhússins í janúar og febrúar

Þann 27. janúar hefjast á Litla sviðinu sýningar á sjóntónleiknum Saga Þjóðar með hljómsveitinni Hundur í óskilum. Tveggja manna stórsveitin Hundur í óskilum fer í tali og tónum á hundavaði í gegnum Íslandssöguna frá upphafi til okkar daga. Tónleikar hjá Hundi í óskilum hafa oft minnt meira á sirkus eða uppistand en venjulega tónleika. Haugur af hljóðfærum, eldúsáhöldum og ýmis konar verkfærum og hjálpartækjum koma við sögu. Hundur í óskilum er skipuð þeim Eiríki Þ. Stephensen og Hjörleifi Hjartarsyni. Í Sögu þjóðar hafa þeir fengið Benedikt Erlingsson leikstjóra sér til aðstoðar. Þeir félagarnir hafa áður unnið með Benedikt þegar...

Read More

Kviss búmm bang með óvenjulegt leikverk

Framandverkaflokkurinn Kviss búmm bang frumsýnir nýtt verk í febrúar: Hótel Keflavík. Hótel Keflavík er 24 stunda langt þátttökuverk sem hefst á BSÍ kl. 14:00 á sýningardag og lýkur á BSÍ kl. 14:00 næsta dag. Þátttakendur eru beðnir um að mæta án hverskyns tímamæla, farsíma, tölvu eða annarra samskiptatækja og með persónulegt myndaalbúm með sér. Við upphaf verksins fá þátttakendur leiðbeinandi handrit í hendur. Í þessu verki er hver og einn „hann sjálfur“, í þeim skilningi að þátttakendur taka ekki að sér hlutverk einhvers annars, þeir leysa og vinna verkefnin í handritinu út frá þeim sjálfum. Sýningarnar verða 6 talsins,...

Read More

Málþing um Jón Múla og Jónas Árnasyni þann 16. janúar

Í dag, 11. janúar 2011 er Leikfélag Reykjavíkur 115 ára. Það var stofnað 11. janúar 1897 og er eitt af elstu starfandi félögum landsins. Á undanförnum árum hafa verið haldin málþing/félagsfundir í tengslum við afmæli félagsins. Fjallað hefur verið um leikskáldin Jóhann Sigurjónsson og Guðmund Kamban, verk þeirra og æviferil. Nú er röðin komin að bræðrunum  Jónasi og Jóni Múla Árnasonum. Leiðir þeirra og Leikfélags Reykjavíkur lágu fyrst saman þegar leikrit þeirra Deleríum Búbónis var sett upp í Iðnó í leikstjórn Lárusar Pálssonar. Það var frumsýnt í janúar 1959, en var upphaflega samið fyrir útvarp og flutt í Ríkisútvarpinu...

Read More

Eldhaf frumsýnt á Nýja sviðinu

Þann 26. janúar næstkomandi verður leikritið Eldhaf eftir Wajid Mouwad frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins. Eldhaf er stór saga, harmleikur um fortíðina sem skapar nútímann, sem höfðar beint til hjartans. Verkið hefur farið sigurför um heiminn, verið þýtt á tuttugu tungumál og sýnt í yfir 100 uppsetningum. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson og þýðingu annaðist Hrafnhildur Hagalín. Aðstandendur uppfærslu Borgarleikhússins á verkinu eru margir hverjir þeir sömu stóðu að sýningunni Elsku barn sem fékk 7 tilnefningar til Grímunnar á síðasta leikári. Ilmur Stefánsdóttir hannar leikmynd og búninga og tónlistarstjóri er Hallur Ingólfsson. Í burðarhlutverkum eru Unnur Ösp Stefánsdóttir, Guðjón...

Read More