Flokkur: Fréttir

Gói og Ævintýrin: Baunagrasið frumsýnt

Þann 11. febrúar næstkomandi kl. 13 verður leikritið Baunagrasið frumsýnt á Litla sviðinu. Gói og Þröstur opna dyr leikhússins upp á gátt fyrir öllum landsmönnum, ungum sem öldnum og ferðast um töfraheim ævintýranna. Á ferðalaginu nýta þeir til hins ýtrasta leik, söng og dans og bregða sér í allra kvikinda líki í anda furðusagnanna. Fyrst komu Eldfærin – nú er það Baunagrasið. Eldfærin hlutu tvær tilnefningar til Grímunnar á síðasta ári, sem áhorfendasýning ársins og barnasýning ársins. Gói og Þröstur halda nú áfram að kafa í gömlu ævintýrin og blása í þau nýju lífi á leiksviðinu. Risinn, gamla konan,...

Read More

Klerkar í klípu í Biskupstungum

Leikdeild Ungmennafélags Biskupstungna frumsýnir gamanleikritið Klerkar í klípu eftir Philip King, í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundsonar en þetta er fimmta leiksýningin sem Gunnar Björn setur upp hjá leikdeildinni. Sýningar eru í Aratungu og hefjast kl. 20.30, á undan sýningum er boðið upp á leikhúsmatseðil á Kaffi Kletti í Reykholti. Leikritið fjallar um Penelópu, prestfrú og fyrrum leikkonu, sem bregður sér af bæ með fyrrum leikfélaga sínum, sem dulbýr sig sem prestur til að þekkjast ekki. Þegar þau koma heim til hennar á ný er frændi hennar þar staddur og heldur að vinurinn sé presturinn, eiginmaður frúarinnar. Þegar sá kemur...

Read More

Borgarleikhúsið auglýsir eftir samstarfsverkefnum

Borgarleikhúsið hýsir á hverju ári a.m.k. tvö verkefni sjálfstæðra leikhópa. Verkefnin eru valin í samvinnu við borgaryfirvöld og stjórn Sjálfstæðu leikhúsanna. Samkvæmt samkomulagi Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar skal Leikfélag Reykjavíkur „tryggja hið minnsta tveimur öðrum leikflokkum afnot af húsnæði í Borgarleikhúsinu til æfinga og sýninga eins verkefnis á hverju ári. Leikflokkarnir skulu hafa endurgjaldslaus afnot af húsnæði en greiða útlagðan kostnað L.R. vegna vinnu þeirra í Borgarleikhúsinu“. Samkvæmt ofangreindu er hér með auglýst eftir umsóknum leikhópa vegan leikársins 2012/2013.  Með umsókn skal senda greinargerð um verkefnið þar sem greint er skilmerkilega frá því, aðstandendum þess, framkvæmdaaðilum, listrænum stjórnendum og...

Read More

Freyvangsleikhúsið æfir Himnaríki

Æfingar á aðalverkefni Freyvangsleikhússin, Himnaríki – geðklofinn gamanleikur, hófust strax eftir áramót en frumsýnt verður 17. febrúar n.k. Verkið var fyrst sett upp hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu 1995 og naut strax mikilla vinsælda, en þess má geta að Leikfélag Ölfuss setti verkið upp nú á haustdögum við góðar undirtektir.   Höfundur verksins er Árni Ibsen sem er vel þekktur fyrir ýmis leikrit, s.s. Skjaldabakan kemst þangað líka, Afsakið! Hlé og Fiskar á þurru landi. Árni hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir ritstörf sín og þýðingar um ævina en hann lést 21. ágúst 2007, 59 ára gamall. Leikstjóri uppsetningarinnar er Jón Gunnar Þórðarson sem...

Read More

Halaleikhópurinn frumsýnir Hassið hennar mömmu

Föstudaginn 10. febrúar frumsýnir Halaleikhópurinn Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo í Halanum, Hátúni 12. Þessi leikgerð er unnin af Margréti Sverrisdóttur og Oddi Bjarna Þorkelssyni sem jafnframt leikstýra. Þau byggja hana á gömlu leikgerðinni, sem Stefán Baldursson þýddi, en hafa tekið sér leyfi til að umskrifa senur, skipta um kyn á persónum og skrifa meira að segja inn eina til viðbótar. Allt í því augnamiði að hressa við gamalt verk. Hassið hennar mömmu er farsi í essinu sínu. Amma og pabbi Lúðvíks hafa tekið til við hassræktun og –reykingar af mikilli ástríðu. Lúðvík getur ekki leitt hjá sér...

Read More