Flokkur: Fréttir

Litla hryllingsbúðin á Skaganum

Skagaleikflokkurinn frumsýnir hinn sívinsæla söngleik Litlu Hryllingsbúðina eftir Howard Ashman og Alan Menken föstudaginn 15. nóvember. Allt síðan söngleikurinn var fyrst settur á svið árið 1982 hefur hann farið sigurför um heiminn og verið settur upp í fjölmörgum löndum ár hvert. Sagan segir frá ungum blómasala sem dag einn finnur undarlega plöntu sem á eftir að hafa stórkostleg áhrif á líf hans og allra sem hann þekkir. Litla Hryllingsbúðin er grátbroslegur söngleikur sem svíkur engan. Leikstjóri sýningarinnar er Valgeir Skagfjörð en tónlistarstjóri er Birgir Þórisson. Howard Ashman er höfundur samnefndrar bókar og texta en tónlistin er eftir Alan Menken....

Read More

Heimsendir hjá Stúdentaleikhúsinu

Stúdentaleikhúsið frumsýnir verkið Heimsendi eftir Aron Martin Ásgerðarson þann 19. nóvember næstkomandi klukkan 20 í Sölvhólsgötu 13 (Gamli LHÍ). Heimsendir er gamanleikrit sem gerist í afmælisveislu hins eigingjarna Matthíasar sem er haldin sama dag og heimsendir á að gerast. Gestirnir eru mættir, kökur á borðunum og veislustjórinn reynir að halda uppi stemmningunni meðan gestirnir deila um ómerkilegustu mál þrátt fyrir yfirvofandi endalok. Aron Martin er nýútskrifaður leikstjóri af Sviðhöfundabraut LHÍ og valdi hann marga reynda leikara í verkið. Verkið sjálft er spunnið úr hugarheimi Arons en kemur einnig frá leikhópnum sjálfum. Sýningin kemur áhorfandanum til að hlægja og hugsa á sama tíma er...

Read More

Ólag á Leikritasafni

Ólag hefur verið á Leikritasafninu hér á vefnum undanfarið vegna tæknilegra vandamála. Hægt er að senda póst á info@leiklist.is eða hringja í síma 551-6974 ef þörf er á upplýsingum um leikrit í...

Read More

Síðustu sýningar á Línu

Leikfélag Sauðárkróks hefur sýnt Línu langsokk undanfarnar vikur við góða aðsókn. Nú eru aðeins tvær sýningar eftir, í dag þri. 5. nóv. og á morgun 6. nóv. kl. 18.00. Nánari upplýsingar um sýninguna eru á Facebooksíðu félagsins. Hér má svo sjá Línu syngja lag úr...

Read More

Gestagangur hjá Hugleik

Leikfélagið ​Hugleikur​ frumsýnir nýjan söngleik eftir ​Þórunni Guðmundsdóttur​ laugardaginn 9. nóvember. Verkið heitir ​Gestagangur​ og gerist á stríðsárum seinni heimstyrjaldarinnar í Reykjavík.Heimsstyrjöldin síðari er hafin og Íslendingar reyna eftir bestu getu að haga seglum eftir vindi. Þegar Bretar hernema landið finna ráðamenn leiðir til að mata krókinn og breskir hermenn reyna að vingast við heimamenn, ekki síst stúlkurnar.Nýr fangavörður hefur tekið við Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og það kemur í hans hlut að hýsa óheppnar stúlkur, bæði þær sem komast í kast við ástandslögin og aðrar sem eiga einfaldlega ekki í önnur hús að venda.Á þessum viðsjárverðu tímum telst það...

Read More