Flokkur: Fréttir

Saga Donnu Sheridan – Mamma mía

Leikfélag Framhaldsskólans á Norðurlandi vestra, Sauðárkróki frumsýnir á föstudag söngleikinn Saga Donnu Sheridan – Mamma mía. Þarna er um nýja leikgerð að ræða, sem byggð er á tónlist ABBA, á handriti Catherine Johnson og þýðingu Þórarins Eldjárn. Um nýja söngtexta og senur er að ræða í líflegri, fallegri og fjörugri uppsetningu byggð á þekktu verki. Leikstjóri sýningarinnar er Pétur Guðjónsson sem einnig gerir leikgerð með aðstoð Jokku G.Birnudóttur. Danshöfundur er Ragndís Hilmarsdóttir og aðstoðarleikstjóri er Bergljót Ásta Pétursdóttir. Sæþór Már Hinriksson hefur haft yfirumsjón með raddsetningum. Alls taka um 40 manns þátt í sýningunni. Leikélag FNV býður því upp...

Read More

Söng- og raddbeitingarnámskeið á Selfossi

Leikfélag Selfoss býður upp á áhugavert söng- og raddbeitingarnámskeið sunnudaginn 24. nóvember. Kennari verður Kristjana Stefánsdóttir, djass-söngkona og söngkennari. Kristjana er aðjúnkt við LHÍ, ásamt því hefur hún unnið við raddþjálfun leikara bæði í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Einnig hefur hún aðstoðað tónlistarfólk í Idol, X-Factor, Eurovision o.fl. Kristjana styðst við Complete Vocal tæknina frá Catrine Sadolin, einum virtasta raddsérfræðingi í heimi. Námskeiðið verður með svokölluðu masterclass formi, þ.e. hægt verður að skrá sig sem virkan nemanda sem felur í sér að fara upp á svið og fá beina kennslu hjá Kristjönu. Einnig geta áhugasamir skráð sig sem áhorfendur í...

Read More

Stórfínn Gauragangur á Melum

Það fylgir því alltaf spenningur að fara í leikhús og það var ekkert öðruvísi þetta kvöld þegar við komum á Mela í Hörgárdal til að sjá hið sígilda ungmennaleikrit Gauragang eftir Ólaf Hauk Símonarson. Uppsetninginn er í höndum Leikfélags Hörgdæla og leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson. Gauragangur fjallar um ástir og örlög sjálfskipaða snillingsins Orms Óðinssonar, fjölskyldu hans og vina. Skáldsagan sem flestir þekkja kom fyrst út árið 1988. Síðan þá hefur henni verið umbreytt í bæði leiksýningu með söngvum, sem sett hefur verið upp bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, og bíómynd sem frumsýnd var árið 2010. Ormur er...

Read More

Bylur í Mosfellsbæ

Leikfélag Mosfellssveitar í samstarfi við tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar æfir um þessar mundir nýjan söngleik sem ber heitið Bylur. Sagan gerist á afskekktu hóteli í ónefndum bæ á Þorláksmessu, en þar sjá nokkrir strandaglópar fram á að þurfa að eyða jólunum saman sökum blindbyls sem herjar á bæinn.Þarna fléttast saman sögur alls konar fólks sem er saman komið á hótelinu í mismunandi erindagjörðum. Leynifundir, jólabjöllur, snjóblásarai, steikt slátur í bland við grípandi vetrar- og jólalög í skemmtilegum útsetningum ættu að koma öllum í jólaskapið. Hljómsveitin er skipuð nemum í Listaskóla Mosfellsbæjar og Kvennakórinn Stöllurnar undir stjórn Heiðu Árnadóttur leika og...

Read More

„Við getum ekki bjargað þeim öllum“

Harpa Rún Kristjánsdóttir skrifar um Gestagang hjá Hugleik Ef ykkur langar til að berja raunverulegan glymskratta augum, þá er tækifærið núna, á Sölvhólsgötu 13. Hann bíður ykkar í anddyrinu, þegar komið er á sýningu leikfélagsins Hugleiks á nýjum söngleik Þórunnar Guðmundsdóttur, Gestagangi. Gestagangur er sjálfstætt framhald söngleiksins Stund milli stríða sem valin var Áhugaleiksýning ársins 2014. Aðdáendum er eflaust kærkomið að sjá persónur úr seinna verkinu ganga í endurnýjun lífdaga, en vel er þó hægt að njóta verksins án þess að hafa kynnt sér hið fyrra. Vitum við, eða hvað?Sögusvið Gestagangs er Reykjavík stríðsáranna, nánar tiltekið þegar breskt setulið...

Read More