Flokkur: Fréttir

Hvað er svart, hvítt og þýtur um á hjólum?

Nemendasýning á vegum Kvikmyndaskóla Íslands verður í Leikhúsinu, samastað Leikfélags Kópavogs föstudaginn 13. desember. Að verkinu standa 2. önn leiklistarbrautar og 3. önn handritadeildar Kvikmyndaskólans. Sveitin vs. Borgin. Fimm einstaklingar. Leyndarmál. Átök. Upplausn. Leikverkið er eftir þá Arnar Má og Axel Frans í samráði við leikara og í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar.  Frítt er inn á tvær sýningar á föstudag en panta þarf...

Read More

Heimsfrumsýning á Skógarlífi

Leikflokkur Húnaþings vestra sýnir barnaleikritið Skógarlíf helgina 13.-15. desember nk.  Leikritið er sett upp í nýrri leikgerð leikstjórans Gretu Clough sem unnið hefur til alþjóðlegra verðlauna bæði sem leikskáld og sviðslistamaður.Er því um heimsfrumsýningu að ræða.  Leikgerðin er byggð á The Jungle book eftir Rudyard Kipling. Verkið segir þroskasögu Móglís sem elst upp meðal dýra í frumskóginum og lendir í ýmsum hættum og ævintýrum. Áhorfendur fá að kynnast fjölbreyttum og skemmtilegum sögupersónum, tónlist og hönnun undir indverskum áhrifum í framsetningu fjölbreytts og hæfileikaríks hóps fólks úr Húnaþing vestra. Leikflokkurinn hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir vandaðar og áhugaverðar sýningar...

Read More

Leiklistarvefurinn lifir enn

Eins og margir hafa tekið eftir hafa verið tæknilegir örðugleikar á Leiklistarvefnum undanfarið, aðallega tengdir leikritasafninu. Nú virðist sem tekist hafi að lagfæra það og vonum við að það sé til frambúðar. Ef ráða má af viðbrögðum í formi símtala og tölvupósta vegna þessara vandamála, er leikritasafnið mikið notað, ekki bara af leikfélögunum heldur fjölmörgum öðrum, ekki síst skólum...

Read More

Leikfélag Norðfjarðar sýnir Óþarfa offarsa

Leikfélag Norðfjarðar setur nú upp í ár sína sjöttu sýningu eftir að leikfélagið var endurvakið. Að þessu sinni er það farsinn Óþarfa offarsi eftir Paul Slade Smith sem hefur orðið fyrir valinu. Leikritið segir frá lögreglu sem undirbýr gildru á móteli til að standa spilltan borgarstjóra að verki. Fljótt kemur í ljós að lögreglumennirnir tveir eru ekki þeir allra hæfustu og samband annars þeirra við kynsveltan endurskoðanda í næsta herbergi einfaldar ekki framvinduna. Þegar við þetta bætast svo óöruggur öryggisvörður úr ráðhúsinu, illskiljanlegur leigumorðingi og elskuleg borgarstjórafrú er ekki von á góðu. Verkið var fyrst frumsýnt árið 2006 og...

Read More

Saumastofan á Hólmavík

Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson fös. 22. nóvember. Leikstjóri er Skúli Gautasonar. Saumastofan er eitt þekktasta verk höfundar og er reglulega sett upp hjá áhugaleikfélögunum. Verkið gerist árið 1975 og segir frá degi í lífi starfsfólks á saumastofu. Óvænt afmælisveisla meðan yfirmaðurinn bregður sér frá, verður til þess að losnar um málbeinið á starfsfólkinu. Ýmis leyndarmál koma upp úr kafinu og fólkið kynnist nýjum og oft óvæntum hliðum hvers annars. Sýnt er í Félagsheimilinu á Hólmavík föstudag og laugardag kl. 20.00 og síðan fer leikfélagið í leikferð eins og þess er vani. Sýnt verður í Logalandi, Borgarfirði...

Read More