Flokkur: Fréttir

Á sama bekk í Kópavogi

Leikfélag Kópavogs sýnir leikdagskrána Á sama bekk fimmtudaginn 9. janúar kl. 19.30. Þrír leikþættir eru í dagskránni: Komið og farið eftir Samuel Beckett í þýðingu Árna Ibsen. Leikarar Birgitta Hreiðarsdóttir, Ólöf P. Úlfarsdóttir og Þórdís Sigurgeirsdóttir, leikstjóri Hörður Sigurðarson.Um það sem skiptir máli eftir Jeannie Webb, leikarar María Björt Ármannsdóttir og Valgerður Rannveig Valgarðsdóttir, þýðandi og leikstjóri Sigrún Tryggvadóttir.Á sama bekk eftir Sævar Sigurgeirsson, leikarar Guðný Sigurðardóttir og Sigurður Kristinn Sigurðsson, leikstjóri Hörður Sigurðarson.Lýsing Skúli Rúnar Hilmarsson. Búningar María Björt Ármannsdóttir og leikhópurinn. Sýnt í Leikhúsinu, Funalind 2, fim. 9. janúar kl. 19.30. Miðapantanir eru á vef félagsins....

Read More

Námskeið hjá Opna listaháskólanum

Opni listaháskólinn er með námskeið sem höfða til leiklistaráhugafólks á vorönn. Má þar m.a. nefna námskeiðin Aðferðir leiklistar við kennslu og Textaverk. Alls eru 27 fjölbreytt námskeið í boði á vorönn 2020. Meðal annars hægt að læra um Skapandi starf í tónlistarnámi, fræðast um Sýningargerð og sýningarstjórnun, sækja glænýja námskeiðið Listir og göngur, kynna sér Aðferðir leiklistar í kennslu og læra um og tileinka sér mismunandi notkun ólíkra texta í listaverkum í námskeiðinu Textaverk, svo fátt eitt sé nefnt. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á vef Opna listaháskólans....

Read More

Helgi Seljan – minningarorð

Helgi Seljan, fyrrum formaður Bandalags íslenskra leikfélaga er látinn. Helgi var einn af öflugustu félögum hreyfingarinnar um árabil. Hann tók þátt í leikstarfi sem ungur maður og starfaði með Leikfélagi Reyðarfjarðar frá stofnun þess árið 1959 allt þar til hann hóf störf á leiksviði stjórnmálanna.  Helgi var stjórnarmaður í BÍL á árunum 1966-1976 og gegndi embætti formanns tvö ár, 1972-1974. Sem alþingismaður barðist hann fyrir hag leiklistarhreyfingarinnar m.a. með endurskoðun laga um áhugaleikfélög.  Helgi var vinamargur og afar vel látinn af þeim sem kynntust honum í leik og starfi. Hann var gleðigjafi og húmoristi mikill sem birtist m.a. í...

Read More

Lokað yfir hátíðarnar

Að venju loka Bandalag íslenskra leikfélaga, Leikhúsbúðin og Vefverslunin yfir jól og áramót. Að þessu sinni lokum við frá og með 20. desember og opnum aftur 2. janúar. Njótið aðventunnar og jólagleðinnar! Leikhúsbúðin er opin fram að jólum ef ykkur vantar jólagjafir handa áhugamönnum um...

Read More

Jólaævintýri Þorra og Þuru

Börnin fá sinn skammt af leiklist fyrir þessi jól. Leikhópurinn Miðnætti sýnir Jólaævintýri Þorra og Þuru í Tjarnarbíói. Þorri og Þura eru að undirbúa jólin. Þegar afi Þorra þarf að bregða sér frá biður hann þau að passa jólakristalinn sem er uppspretta allrar jólagleði í öllum heiminum. En það gengur alls ekki nógu vel hjá þeim, því þau slökkva óvart á honum. Þorri og Þura leggja af stað í ævintýraferð til að finna leið til að kveikja aftur á kristalnum og finna jólagleðina í hjartanu. Þau lenda í ýmsum hremmingum, en allt fer þó vel að lokum. Þetta er...

Read More