fbpx

Flokkur: BÍL innra

Aðalfundur á Húsavík 4. maí 2019

1. Fundarsetning. Kosning 2ja fundarstjóra og 2ja fundarritara sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað. Formaður Bandalagsins, Guðfinna Gunnarsdóttir setti fundinn kl. 9:07. Fundarstjórar eru Halla Rún Tryggvadóttir og Benóný Valur Jakobsson frá Leikfélagi Húsavíkur. Fundarritarar eru Magnþóra Kristjánsdóttir og Jónheiður Ísleifsdóttir. Guðfinna byrjaði fundinn á því að flytja fundinum kveðju frá Leikfélagi Seyðisfjarðar en þau áttu ekki heimangengt á fundinn vegna fráfalls Lilju Sigurðardóttur. Hún var virkur félagi og kom á mörg Bandalagsþing. Fundurinn minntist Lilju með stuttri þögn. 2. Kjörnefnd Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum. Dýrleif Jónsdóttir steig í pontu og auglýsti eftir kjörbréfum. 3. Menningarstefna Bandalagsins lesin og rædd. Gísli Björn Heimisson las menningarstefnu Bandalagsins fyrir fundinn. MENNINGARSTEFNA BANDALAGS ÍSLENSKRA LEIKFÉLAGA Blómleg starfsemi og fjöldi leikfélaga hér á landi vitnar um að leiklistin er almenningseign. Stór hópur fólks, óháð aldri, kyni og þjóðfélagsstöðu, nýtir frítíma sinn í skapandi starf og vinnur saman að leiklist. Bandalag íslenskra leikfélaga vill vinna að þróun og eflingu leiklistar með því að: – stuðla að uppbyggingu leiklistarstarfs í öllum byggðarlögum. – gera áhugafólki kleift að afla sér menntunar í listinni og skapa því aðstöðu til að þroskast í menningarlegu og faglegu tilliti. – stuðla að því að börn og ungingar kynnist leiklist, jafnt sem þátttakendur og áhorfendur. – starfa með atvinnufólki að því markmiði að leiklistinni verði ætíð tryggð þroskavænleg...

Read More


Útsöluvörur