fbpx

Flokkur: Aðalfundargerðir

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga 1.-2. maí 2010 í Eyjafirði

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga haldinn að Sveinbjarnargerði í Eyjafirði 1.- 2. maí, 2010 1. Fundarsetning. Kosning 2ja fundarstjóra og 2ja fundarritara, sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað. Þorgeir Tryggvason formaður setti fundinn og stakk upp á Bernharð Arnarssyni, Leikfélagi Hörgdæla, og Ingólfi Þórssyni, Freyvangsleikhúsinu, sem fundarstjórum og Ármanni Guðmundssyni, ritara þjónustumiðstöðvar, og Guðfinnu Gunnarsdóttur, Leikfélagi Selfoss, sem riturum. Gengið úr skugga um að löglega hafi verið boðað til fundarins. 2. Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum. Kjörnefnd tók til starfa. Hana skipuðu Embla Guðmundsdóttir, Umf. Reykdæla, Halldór Sigurgeirsson, Freyvangsleikhúsinu, og Gerður Halldóra Sigurðardóttir, Leikfélaginu Sýnir og Leikfélagi Selfoss. 19 félög voru með atkvæði á fundinum. 3. Menningarstefna Bandalagsins lesin og rædd. Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, Hugleik, las Menningarstefnu Bandalagsins. Engar umræður. 4. Staðfest inntaka nýrra félaga, félög tekin af félagaskrá. Ólöf Þórðardóttir, Leikfélagi Mosfellssveitar, kynnti hvaða félög hafa gengið í og úr Bandalaginu. Leikfélagið Skagaleikflokkurinn óskaði eftir inngöngu í Bandalagið og var samþykkt. Leikfélagið M.a.s og Nafnlausi leikhópurinn sögðu sig úr því og Leikhópurinn Vaka á Borgarfirði eystri er tekið af félagaskrá vegna árgjaldaskulda. 5. Fundargerð síðasta aðalfundar afgreidd. Fundargerð síðasta aðalfundar samþykkt. 6. Skýrsla stjórnar. Þorgeir Tryggvason flutti skýrslu stjórnar: Skýrsla formanns á aðalfundi Bandalags íslenskra leikfélaga í Sveinbjarnargerði 1. maí 2010 I – Stjórn Stjórn Bandalags íslenskra leikfélaga var þannig skipuð á árinu: Þorgeir Tryggvason, Reykjavík, formaður...

Read More

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga 3.-4. maí 2008 í Skagafirði

Aðalfundur Bandalags íslenkra leikfélaga Bandalags íslenskra leikfélaga í Árgarði í Skagafirði 3.-4. maí 2008 1.      Fundarsetning. Kosning 2ja fundarstjóra og 2ja fundarritara, sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað. Þorgeir Tryggvason formaður Bandalagsins stakk uppá Maríu Grétu Ólafsdóttur, Lf. Sauðárkróks, og Guðrún Höllu Jónsdóttur, Lf. Selfoss, sem fundarstýrum og Ármanni Guðmundssyni starfmanni skrifstofu og Guðfinnu Gunnarsdóttur Lf. Selfoss sem fundarriturum. Fundurinn samþykkti. 2.      Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála     varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum. Kjörnefnd tekur til starfa. Hana skipuðu á fundinum, Regína Sigurðardóttir Lf. Húsavíkur, Ingólfur Þórsson Freyvangsleikhúsinu og Margrét Tryggvadóttir Lf. Rangæinga. 3.    Menningarstefna Bandalagsins lesin og rædd. Guðfinna Gunnarsdóttir les menningarstefnu Bandalagsins. Engar umræður. 4.      Inntaka nýrra félaga, félög tekin af félagaskrá. Engin félög hafa sótt um inngöngu og ekkert félag skuldar fleiri en eitt árgjald. 5.      Fundargerð síðasta aðalfundar afgreidd. Fundargerð síðasta aðalfundar samþykkt athugasemdalaust. 6.      Skýrsla  stjórnar. Þorgeir Tryggvason flytur skýrslu stjórnar: Skýrsla stjórnar Bandalags Íslenskra leikfélaga starfsárið 2007-2008 I     Stjórn, starfsfólk og stjórnarfundir Stjórn Bandalagsins var þannig skipuð á starfsárinu: Þorgeir Tryggvason, Hugleik í Reykjavík, formaður Lárus Vilhjálmsson, Leikfélagi Hafnarfjarðar, varaformaður Þórvör Embla Guðmundsdóttir, leikdeild Umf Reykdæla, ritari Ingólfur Þórsson, Freyvangsleikhúsinu í Eyjafirði, meðstjórnandi Hrund Ólafsdóttir, Leikfélaginu Sýnum, meðstjórnandi Í varastjórn sátu þau Margrét Tryggvadóttir Lf. Rangæinga, Ármann Guðmundsson Hugleik, Ólöf Þórðardóttir Lf. Mosfellssveitar, Guðfinna Gunnarsdóttir Lf. Selfoss og Hjalti Stefán Kristjánsson...

Read More

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga 5. og 6. maí 2007 á Hallormsstað

1. Fundarsetning. Kosning tveggja fundarstjóra og fundarritara sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað. Fundarstjórar: Þórhallur Pálsson og Regína Sigurðardóttir. Fundarritarar: Sigríður Lára Sigurjónsdóttir og Ármann Guðmundsson. Til fundarins var löglega boðað. 2. Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum. Regína Sigurðardóttir, formaður kjörnefndar, kynnti starfandi kjörnefnd. Auk hennar voru í nefndinni Örn Alexandersson. Ingólfur Þórsson starfar sem þriðji maður kjörnefndar á þessum fundi, þar sem hvorki þriðji kjörnefndarmaður né varamaður mætir til fundarins. Guðrún Halla Jónsdóttir, formaður, og Þórvör Embla Guðmundsdóttir, ritari stjórnar, eru í kjöri til stjórnar á...

Read More


Útsöluvörur