fbpx

Flokkur: Aðalfundargerðir

Fundargerð aðalfundar 2. maí 2015 í Hörgárdal

Fundargerð aðalfundar Bandalags íslenskra leikfélaga haldinn að Melum í Hörgárdal 2. maí 2015 1. Fundarsetning. Kosning 2ja fundarstjóra og 2ja fundarritara, sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað. Guðfinna Gunnarsdóttir, varformaður Bandalagsins, setti fundinn og stakk upp á Aðalsteini H. Hreinssyni og Stefaníu E. Hallbjörnsdóttur frá Leikfélagi Hörgdæla sem fundarstjórum og Ármanni Guðmundssyni, Leikfélaginu Sýnir og Magnþóru Kristjánsdóttur, Leikfélagi Ölfuss sem fundarriturum. Samþykkt. 2. Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum. Kjörnefnd afgreiddi kjörbréf og afhenti atkvæðaspjöld. 19 félög eiga atkvæði á fundinum. Því næst kynntu fundargestir sig. Dýrleif Jónsdóttir,...

Read More

Fundargerð aðalfundar 3. maí 2014 í Vestmannaeyjum

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga haldinn í Menningarhúsinu Kviku í Vestmannaeyjum dagana 3. og 4. maí 2014 1.    Fundarsetning. Kosning 2ja fundarstjóra og 2ja fundarritara, sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað. Þorgeir Tryggvason, formaður Bandalagsins setti fundinn og stakk upp á Birki Högnasyni og Unni Guðgeirsdóttur frá Leikfélagi Vestmannaeyja sem fundarstjórum og Magnþóru Kristjánsdóttur, Leikfélagi Ölfuss og Önnu Maríu Hjálmarsdóttur, Freyvangsleikhúsinu sem fundarriturum. Tillagan samþykkt. Fundarmenn kynntu sig. 2.    Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum. Dýrleif Jónsdóttir, Leikfélaginu Hugleik og formaður kjörnefndar óskaði eftir að þeim kjörbréfum yrði skilað sem ekki höfðu borist. Gerður Halldóra Sigurðardóttir, Leikfélagi Selfoss útdeildi atkvæðaseðlum. Dýrleif gerði grein fyrir stöðu mála vegna stjórnarkjörs. 3.    Menningarstefna Bandalagsins lesin og rædd. Ólöf Þórðardóttir, Leikfélagi Mosfellssveitar og ritari stjórnar las Menningarstefnu Bandalagsins. Engar umræður. 4.    Staðfest inntaka nýrra félaga, félög tekin af félagaskrá. Bernharð Arnarson, Leikfélagi Hörgdæla sagði frá því að Leikklúbburinn Spuni, Leikdeild Umf. Vöku og Leikdeild Umf. Stafholtstungna hefðu sagt sig úr Bandalaginu en það síðastnefnda gekk í Bandalagið fyrr á þessu ári en segir sig úr því aftur. Leikfélag Norðfjarðar sækir um inngöngu. Hlé var gert á afgreiðslu þessa liðar meðan kjörnefnd kláraði að deila út atkvæðaseðlum. Að því loknu samþykkti fundurinn úrsögn og inngöngu áðurtaldra félaga. 5.    Fundargerð síðasta aðalfundar afgreidd. Fundarstjóri bar fundargerð síðasta aðalfundar undir fundinn og var hún samþykkt. 6.   ...

Read More

Fundargerð aðalfundar 4. maí 2013 í Logalandi

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga haldinn 4. maí í Logalandi, Reykholti 1. Fundarsetning. Kosning 2ja fundarstjóra og 2ja fundarritara, sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað. Þorgeir Tryggvason, formaður Bandalagsins, setti fundinn og stakk upp á Bernharð Arnarsyni, Leikfélagi Hörgdæla, og Sigríði Láru Sigurjónsdóttur, Leikfélagi Fljótsdalshéraðs, sem fundarstjórum og Ármanni Guðmundssyni, ritara þjónustumiðstöðvar, og Magnþóru Kristjánsdóttur, Leikfélagi Ölfuss, sem fundarriturum. Tillagan samþykkt. Lögmæti fundarins staðfest. Fundarmenn kynntu sig. 2. Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum. Kjörnefnd deildi út atkvæðaseðlum og Dýrleif Jónsdóttir, Leikfélaginu Sýnum og formaður kjörnefndar gerði grein fyrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör. 3. Menningarstefna Bandalagsins lesin og rædd. Ólöf Þórðardóttir, Leikfélagi Mosfellssveitar og ritari stjórnar, las Menningarstefnu Bandalagsins. Engar umræður. 4. Staðfest inntaka nýrra félaga, félög tekin af félagaskrá. Þráinn Sigvaldason, Leikfélagi Fljótsdalshéraðs og stjórnarmaður Bandalagsins, greindi frá því að ekkert félag gekk til liðs við Bandalagið á leikárinu en Leiklistarfélag Seltjarness, Leikfélag Raufarhafnar, Leikfélagið Baldur og Leikfélag Siglufjarðar gengu úr Bandalaginu. Það síðastnefnda hyggst þó sameinast Leikfélagi Ólafsfjarðar undir merkjum Leikfélags Fjallabyggðar. 5. Fundargerð síðasta aðalfundar afgreidd. Bernharð Arnarson bar fundargerð síðasta aðalfundar undir fundinn og var hún samþykkt. 6. Skýrsla stjórnar. Þorgeir Tryggvason flutti skýrslu stjórnar: Skýrsla stjórnar á aðalfundi Bandalags íslenskra leikfélaga í Logalandi 4.–5. maí 2013 I – Stjórn Á starfsárinu skipuðu stjórn  þau: Þorgeir Tryggvason, Reykjavík, formaður Guðfinna Gunnarsdóttir, Selfossi, varaformaður Ólöf Þórðardóttir, Mosfellsbæ,...

Read More

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga 5.-6. maí 2012 á Ísafirði

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 5.–6. maí 2012   1.     Fundarsetning. Kosning 2ja og 2ja fundarritara, sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað. Þorgeir Tryggvason, formaður Bandalagsins, setti fundinn og stakk upp á Sveinbirni Björnssyni og Sturlu Páli Sturlusyni frá Litla leikklúbbnum sem fundarstjórum og Ármanni Guðmundssyni, ritara skrifstofu, og Evu Björg Harðardóttur, Leikfélagi Mosfellssveitar, sem fundarriturum. Samþykkt af fundinum. Lögmæti fundarins kannað og staðfest. 2.     Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum. Kjörnefnd, skipuð Dýrleifu Jónsdóttur, Leikfélagi Hafnarfjarðar, Sigríði Láru Sigurjónsdóttur, Hugleik og Gerði Sigurðardóttur, Leikfélagi Selfoss, afhenti atkvæðaspjöld og kynnti stöðu mála varðandi stjórnarkjör. 3.     Menningarstefna Bandalagsins lesin og rædd. Þrúður Sigurðar, Leikfélagi Ölfuss og varastjórn Bandalagsins, las menningarstefnuna. Engar umræður. 4.     Staðfest inntaka nýrra félaga, félög tekin af félagaskrá. Embla Guðmundsdóttir, Umf. Reykdæla og varastjórn, kynnti aðildarfélög. Leikfélag Austur-Eyfellinga, Leikfélag Bolungavíkur og Leikfélag Flateyrar hafa sótt um inngöngu og stjórn samþykkt þau. Fundurinn staðfesti inntöku þeirra. Ekkert félag hefur sagt sig úr Bandalaginu eða verið tekið af skrá vegna árgjaldaskulda á leikárinu. 5.     Fundargerð síðasta aðalfundar afgreidd. Fundargerðin borin upp og samþykkt. 6.     Lagabreytingar. Stjórn fór fram á að breyting yrði gerð á fundardagskrá og lagabreytingar fluttar fram fyrir skýrslu formanns og reikninga. Ástæðan fyrir því var sú að það þurfti lagabreytingu til að gera það löglegt...

Read More

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga 30. apríl 2011 í Mosfellsbæ

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga í Bæjarleikhúsinu Mosfellsbæ 30. apríl 2011 1.     Fundarsetning. Kosning 2ja og 2ja fundarritara, sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað. Þorgeir Tryggvason, formaður Bandalagsins bauð fundargesti velkomna. Hann stakk upp á Grétari Snæ Hjartarsyni og Pétri Ragnari Péturssyni frá Leikfélagi Mosfellsveitar sem fundarstjórum og Ármanni Guðmundssyni, ritara skrifstofu, og Sigríði Láru Sigurjónsdóttur, Hugleik, sem riturum fundar. Samþykkt. 2.     Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum. Kjörnefnd, skipuð Dýrleifi Jónsdóttur, Emblu Guðmundsdóttur Umf. Reykdæla og Gerði Sigurðardóttur, Leikfélagi Selfoss og Leikfélaginu Sýni, afgreiddi kjörbréf og skýrði stöðu framboðsmála. 3.     Menningarstefna Bandalagsins lesin og rædd. Ása Hildur Guðjónsdóttir, Halaleikhópnum og stjórn Bandalagsins, las menningarstefnuna. Engar umræður. 4.     Staðfest inntaka nýrra félaga, félög tekin af félagaskrá. Ólöf Þórðardóttir, Leikfélagi Mosfellssveitar og ritari stjórnar, greindi frá hvaða félög hefðu sótt um inngöngu og hver væru á leið úr Bandalaginu. Úr Bandalaginu gengu Skagaleikflokkurinn, vegna skulda og Umf. Tálknafjarðar og Umf. Stafholtstungna að eigin ósk. Leikfélagið Skrugga, Leikdeild Umf. Gnúpverja og Áhugamannaleikklúbbur Grundarfjarðar höfðu sótt um inngöngu og fundurinn staðfesti ákvörðun stjórnar um að taka þau í Bandalagið. 5.     Fundargerð síðasta aðalfundar afgreidd. Fundargerðin samþykkt einróma. 6.     Skýrsla stjórnar. Þorgeir Tryggvason flutti skýrslu stjórnar fyrir leikárið 2010-2011: Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga í Mosfellssveit 30. apríl–1. maí 2011 I – stjórn Stjórn var þannig skipuð á...

Read More


Útsöluvörur