fbpx

Flokkur: Leiklistarskólinn

Leiklistarskóli Bandalagsins 2015

Starfstími skólans á þessu ári er frá 6. til 14. júní að Húnavallaskóla í Austur-Húnavatnssýslu. Skráning í skólann hefst 15. mars og stendur til til 15. apríl. Í takt við traustar hefðir þá bjóðum við upp á margvísleg námskeið þar sem nemendur geta farið inn á nýjar brautir eða byggt á fyrri fræðslu. Fyrst er að nefna spennandi námskeið fyrir þá sem vilja feta sín fyrstu skref í leikstjórn, Leikstjórn I. Kennari að þessu sinni verður Rúnar Guðbrandsson. Þá er boðið upp á Leiklist II þar sem Ágústa Skúladóttir mun byggja á því stórskemmtilega byrjendanámskeiði sem hún kenndi í...

Read More

Frá Leiklistarskóla Bandalagsins

Tvö pláss eru enn laus á námskeiðið Leikritun II í Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga í sumar. Kennari er Karl Ágúst Úlfsson. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa sótt Leikritun I eða sambærilegt námskeið eða hafa umtalsverða reynslu af ritun og vinnslu leiktexta. Einkum eru þeir sem eru með verk í smíðum, hvort sem það er komið langt á veg eða skammt, hvattir til að taka þátt í námskeiðinu og nýta sér jákvætt, skapandi og styðjandi andrúmsloft. Umsóknarfrestur er framlengdur til 22. apríl. Um námskeiðið: Rifjaðar verða upp helstu grunnreglur leikritsins, en jafnframt farið allnáið í undirbúningsvinnu höfundarins, byggingarefni sögunnar...

Read More

Leiklistarskóli Bandalagsins 2014

Starfstími skólans á þessu ári er frá 14. til 22. júní að Húnavallaskóla í Austur-Húnavatnssýslu. Skráning í skólann hefst 15. mars og stendur til til 15. apríl. Í ár er það markmið okkar að bjóða upp á fjölbreytt námskeið fyrir byrjendur jafnt sem og þá sem vilja treysta enn frekar þekkingu sína og reynslu. Til okkar koma þrautreyndir og þekktir kennarar sem hafa allir kennt hjá okkur áður við góðan orðstír. Ágústa Skúladóttir mun fara með byrjendum í öll grunnatriði í list leikarans á námskeiðinu Leiklist I. Rúnar Guðbrandsson verður með sérnámskeið fyrir lengra komna leikara með svipuðu sniði...

Read More

Leiklistarskóli Bandalagsins 2013

Starfstími skólans á þessu ári er frá 8. til 16. júní að Húnavallaskóla í Austur-Húnavatnssýslu. Skráning í skólann hefst 15. mars og stendur til til 15. apríl.  Fjögur námskeið verða í boði að þessu sinni. Í takt við traustar hefðir leggjum við áherslu á að byggja ofan á góðan grunn sem þegar hefur verið lagður auk þess að bjóða upp á ný og spennandi tækifæri. Í fyrra kynnti Árni Pétur Guðjónsson töfraheim leiklistarinnar fyrir nýliðum og hann kemur aftur í sumar með framhald, Leiklist II. Reyndari leikurum bjóðum við að kynnast spennandi aðferðum Þóreyjar Sigþórsdóttur sem hefur umtalsverða menntun...

Read More

Leiklistarskóli Bandalagsins 2012

Leiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga 2012 Skráning í skólann stendur yfir frá 15. mars til 15. apríl  nema á Trúðanámskeiðið, þar verður opið fyrir skráningar til 30. apríl. Reglan „fyrstur kemur – fyrstur fær“ gildir við skráningar gegn greiðslu staðfestingargjalds, kr. 35.000 ef inntökuskilyrðum er fullnægt að öðru leyti. Náist ekki ásættanlegur fjöldi á eitthvert námskeiðanna fellur það niður. Aldurstakmark í skólann er 18 ár. Skólinn hefur sett sér reglur, m.a. um umgengni, reykingar og áfengisneyslu, sem nemendur samþykkja að fara eftir á starfstíma skólans. Umsókn má senda á netfangið info@leiklist.is og leggja staðfestingargjaldið inn á reikning 334-26-5463, kt. 440169-0239...

Read More


Nýtt og áhugavert