Flokkur: Leiklistarskólinn

Opnað fyrir umsóknir í Leiklistarskóla BÍL

Opnað verður fyrir umsóknir í Leiklistarskóla Bandalagsins eftir miðnætti föstudaginn 15. mars. Hér má sjá upplýsingar um námskeið í boði. Að þessu sinni er ekki tekið við umsóknum í tölvupósti heldur þarf að fylla út umsókn á vefnum. Upplýsingar sem nauðsynlegar eru: Námskeið sem sótt er um, nafn, kennitala, netfang, sími, heimilisfang, póstnr. og staður. Einnig þarf að taka fram hvort búið er að greiða staðfestingargjald. Þá þurfa þeir sem sækja um á Leikritun II og Sérnámskeið fyrir leikara að láta fylgja ferilskrá til að sýna fram á að grunnkröfur á námskeiðin séu uppfyllt. Hér er tengill á umsóknarformið...

Read More

Leiklistarskóli BÍL 2019

Leiklistarskóli BÍL verður settur í 23. sinn í sumar og er námsskráin fjölbreytt og spennandi eins og vant er. Boðið er upp á þrjú námskeið; grunnámskeið fyrir styttra komna, framhaldsnámskeið í leikritun auk sérnámskeiðs fyrir leikara. Tveir nýir og spennandi kennarar, þau Aðalbjörg Árnadóttir og Árni Kristjánsson mæta í skólann en auk þeirra snýr Rúnar Guðbrandsson aftur með sitt vinsæla fimm sorta sérnámskeið fyrir leikara. Dagskrána í heild má sjá...

Read More

Leiklistarskóli BÍL 2019

Starfstími skólans á þessu ári er frá 8. til 16. júní að Reykjaskóla í Hrútafirði Bæklingur skólans starfsárið 2019 á PDF formi Kveðja frá skólanefnd:     Kæru leiklistarvinir!   Það er okkur sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin í Reykjaskóla í sumar þar sem leiklistarskólinn okkar verður settur í tuttugasta og þriðja sinn. Við vonum að þetta skólaár verði sama uppspretta metnaðar, sköpunar og gleði og verið hefur. Að þessu sinni verða þrjú fjölbreytt námskeið í boði. Við bjóðum velkomna Aðalbjörgu Árnadóttur sem kennir hjá okkur í fyrsta sinn og mun taka á móti nýjum nemendahópi á Leiklist I. Einnig fögnum við því að fá Árna Kristjánsson í kennarahópinn okkar. Hann mun sjá um Leikritun II sem er framhald af byrjendanámskeiðinu í leikritun sem Karl Ágúst Úlfsson var með í fyrrasumar. Sérnámskeið í leiklist fyrir lengra komna verður í höndum hins þrautreynda kennara Rúnars Guðbrandssonar. Boðið hefur verið upp á sambærilegt námskeið áður og afar vel af því látið. Þá er vert að nefna að við ráðgerum framhaldsnámskeið næsta vetur um það sem gerist bak við tjöldin í leikhúsinu. Þetta námskeið verður væntanlega í Reykjavík í höndum Evu Bjargar Harðardóttur en verður nánar auglýst síðar. Hlökkum til að sjá ykkur – með bestu kveðju, Hrefna, Dýrleif, Herdís, Hrund og Gísli Skráning í skólann stendur yfir frá 15. mars til 15. apríl. Umsóknir skal fylla út á Leiklistarvefnum, www.leiklist.is....

Read More

Dagskrá skólans að taka á sig mynd

Nú er orðið ljóst hvaða námskeið verða í boði í Leiklistarskóla BÍL í sumar. Í boði verða eftirtalin námskeið: Leiklist I – Kennari Aðalbjörg Árnadóttir, Leikritun II – kennari Árni Kristjánsson og Sérnámskeið fyrir leikara, kennari Rúnar Guðbrandsson.  Skólinn sem haldinn verður á Reykjum í Hrútafirði eins og undanfarin ár, stendur frá 8. – 16 júní.  Nánari upplýsingar um námskeiðin koma á næstu dögum. Opnað verður fyrir umsóknir 15. mars...

Read More

Leiklistarskóli BÍL 2018

Starfstími skólans á þessu ári er frá 9. til 17. júní að Reykjaskóla í Hrútafirði Að þessu sinni verða fjögur fjölbreytt námskeið í boði, sum fyrir byrjendur en önnur sem gera ráð fyrir þekkingu og reynslu nemenda. Karl Ágúst Úlfsson mun leiða áhugasama inn í töfrandi heim leikritunar og er námskeiðið ætlað jafnt byrjendum sem lengra komnum. Ágústa Skúladóttir skipuleggur og stýrir skemmtilegu og krefjandi trúðanámskeiði fyrir þá sem hafa lokið grunnnámskeiðum í leiklist. Kennslan verður í samvinnu við Gunnar Björn Guðmundsson. Rúnar Guðbrandsson stýrir masterclass námskeiði í leikstjórn og byggir þar ofan á góðan grunn. Að lokum er...

Read More