Flokkur: Bandalagið

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga 30. apríl 2011 í Mosfellsbæ

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga í Bæjarleikhúsinu Mosfellsbæ 30. apríl 2011 1.     Fundarsetning. Kosning 2ja og 2ja fundarritara, sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað. Þorgeir Tryggvason, formaður Bandalagsins bauð fundargesti velkomna. Hann stakk upp á Grétari Snæ Hjartarsyni og Pétri Ragnari Péturssyni frá Leikfélagi Mosfellsveitar sem fundarstjórum og Ármanni Guðmundssyni, ritara skrifstofu, og Sigríði Láru Sigurjónsdóttur, Hugleik, sem riturum fundar. Samþykkt. 2.     Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum. Kjörnefnd, skipuð Dýrleifi Jónsdóttur, Emblu Guðmundsdóttur Umf. Reykdæla og Gerði Sigurðardóttur, Leikfélagi Selfoss og Leikfélaginu Sýni, afgreiddi kjörbréf og skýrði stöðu framboðsmála. 3.     Menningarstefna Bandalagsins lesin og rædd. Ása Hildur Guðjónsdóttir, Halaleikhópnum og stjórn Bandalagsins, las menningarstefnuna. Engar umræður. 4.     Staðfest inntaka nýrra félaga, félög tekin af félagaskrá. Ólöf Þórðardóttir, Leikfélagi Mosfellssveitar og ritari stjórnar, greindi frá hvaða félög hefðu sótt um inngöngu og hver væru á leið úr Bandalaginu. Úr Bandalaginu gengu Skagaleikflokkurinn, vegna skulda og Umf. Tálknafjarðar og Umf. Stafholtstungna að eigin ósk. Leikfélagið Skrugga, Leikdeild Umf. Gnúpverja og Áhugamannaleikklúbbur Grundarfjarðar höfðu sótt um inngöngu og fundurinn staðfesti ákvörðun stjórnar um að taka þau í Bandalagið. 5.     Fundargerð síðasta aðalfundar afgreidd. Fundargerðin samþykkt einróma. 6.     Skýrsla stjórnar. Þorgeir Tryggvason flutti skýrslu stjórnar fyrir leikárið 2010-2011: Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga í Mosfellssveit 30. apríl–1. maí 2011 I – stjórn Stjórn var þannig skipuð á...

Read More

Ársrit BÍL 2009-10 komið út

Eftir allnokkra töf vegna innbrots er Ársrit Bandalagsins 2009–2010 loksins komið út. Reyndar er það fyrst og fremst aðgengilegt hér á netinu og er hægt að hala því niður sér að kostnaðarlausu. Þó er hægt að kaupa útprentuð eintök á 1500 kr. í þjónustumiðstöð Bandalagsins, Suðurlandsbraut 16 (eða panta og fá sent í póstkröfu á info@leiklist.is). Efni ritsins er hefðbundið, yfirlit á sýningar aðildarfélaga og aðra starfsemi, ársreikningar, fundargerðir o.þ.h., en einnig er umfjöllun um Stuttverkahátíðina Margt smátt 2009 á Seltjarnanesi. Ársritið má nálgast hér á PDF formi. Stærðin er 4.2...

Read More

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga 1.-2. maí 2010 í Eyjafirði

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga haldinn að Sveinbjarnargerði í Eyjafirði 1.- 2. maí, 2010 1. Fundarsetning. Kosning 2ja fundarstjóra og 2ja fundarritara, sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað. Þorgeir Tryggvason formaður setti fundinn og stakk upp á Bernharð Arnarssyni, Leikfélagi Hörgdæla, og Ingólfi Þórssyni, Freyvangsleikhúsinu, sem fundarstjórum og Ármanni Guðmundssyni, ritara þjónustumiðstöðvar, og Guðfinnu Gunnarsdóttur, Leikfélagi Selfoss, sem riturum. Gengið úr skugga um að löglega hafi verið boðað til fundarins. 2. Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum. Kjörnefnd tók til starfa. Hana skipuðu Embla Guðmundsdóttir, Umf. Reykdæla, Halldór Sigurgeirsson, Freyvangsleikhúsinu, og Gerður Halldóra Sigurðardóttir, Leikfélaginu Sýnir og Leikfélagi Selfoss. 19 félög voru með atkvæði á fundinum. 3. Menningarstefna Bandalagsins lesin og rædd. Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, Hugleik, las Menningarstefnu Bandalagsins. Engar umræður. 4. Staðfest inntaka nýrra félaga, félög tekin af félagaskrá. Ólöf Þórðardóttir, Leikfélagi Mosfellssveitar, kynnti hvaða félög hafa gengið í og úr Bandalaginu. Leikfélagið Skagaleikflokkurinn óskaði eftir inngöngu í Bandalagið og var samþykkt. Leikfélagið M.a.s og Nafnlausi leikhópurinn sögðu sig úr því og Leikhópurinn Vaka á Borgarfirði eystri er tekið af félagaskrá vegna árgjaldaskulda. 5. Fundargerð síðasta aðalfundar afgreidd. Fundargerð síðasta aðalfundar samþykkt. 6. Skýrsla stjórnar. Þorgeir Tryggvason flutti skýrslu stjórnar: Skýrsla formanns á aðalfundi Bandalags íslenskra leikfélaga í Sveinbjarnargerði 1. maí 2010 I – Stjórn Stjórn Bandalags íslenskra leikfélaga var þannig skipuð á árinu: Þorgeir Tryggvason, Reykjavík, formaður...

Read More