Flokkur: Bandalagið

Leikfélag Norðfjarðar

Formaður: Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir Hlíðargata 17 740 Neskaupstaður Sími: 868 6966 Tölvupóstfang: thorfridur@skolar.fjardabyggd.is leikfelag.nordfjardar@gmail.com...

Read More

Fundargerð aðalfundar 4. maí 2013 í Logalandi

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga haldinn 4. maí í Logalandi, Reykholti 1. Fundarsetning. Kosning 2ja fundarstjóra og 2ja fundarritara, sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað. Þorgeir Tryggvason, formaður Bandalagsins, setti fundinn og stakk upp á Bernharð Arnarsyni, Leikfélagi Hörgdæla, og Sigríði Láru Sigurjónsdóttur, Leikfélagi Fljótsdalshéraðs, sem fundarstjórum og Ármanni Guðmundssyni, ritara þjónustumiðstöðvar, og Magnþóru Kristjánsdóttur, Leikfélagi Ölfuss, sem fundarriturum. Tillagan samþykkt. Lögmæti fundarins staðfest. Fundarmenn kynntu sig. 2. Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum. Kjörnefnd deildi út atkvæðaseðlum og Dýrleif Jónsdóttir, Leikfélaginu Sýnum og formaður kjörnefndar gerði grein fyrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör. 3. Menningarstefna Bandalagsins lesin og rædd. Ólöf Þórðardóttir, Leikfélagi Mosfellssveitar og ritari stjórnar, las Menningarstefnu Bandalagsins. Engar umræður. 4. Staðfest inntaka nýrra félaga, félög tekin af félagaskrá. Þráinn Sigvaldason, Leikfélagi Fljótsdalshéraðs og stjórnarmaður Bandalagsins, greindi frá því að ekkert félag gekk til liðs við Bandalagið á leikárinu en Leiklistarfélag Seltjarness, Leikfélag Raufarhafnar, Leikfélagið Baldur og Leikfélag Siglufjarðar gengu úr Bandalaginu. Það síðastnefnda hyggst þó sameinast Leikfélagi Ólafsfjarðar undir merkjum Leikfélags Fjallabyggðar. 5. Fundargerð síðasta aðalfundar afgreidd. Bernharð Arnarson bar fundargerð síðasta aðalfundar undir fundinn og var hún samþykkt. 6. Skýrsla stjórnar. Þorgeir Tryggvason flutti skýrslu stjórnar: Skýrsla stjórnar á aðalfundi Bandalags íslenskra leikfélaga í Logalandi 4.–5. maí 2013 I – Stjórn Á starfsárinu skipuðu stjórn  þau: Þorgeir Tryggvason, Reykjavík, formaður Guðfinna Gunnarsdóttir, Selfossi, varaformaður Ólöf Þórðardóttir, Mosfellsbæ,...

Read More

Ársrit Bandalagsins 2011–12 komið út

Nú er ársrit Bandalags íslenskra leikfélaga leikárið komið út 2011–2012. Eins og í fyrra verður því aðeins dreift hér á Leiklistarvefnum í pdf-formati. Í ársritinu eru allar helstu upplýsingar um starfsemi Bandalagsins og aðildarfélaga þess og umtalsvert magn af myndum víðsvegar af úr starfinu. Kjörið til að láta liggja frammi í húsnæði félagsins svo að leikfélagsfélagar geti kynnt sér hvað er að gerast í áhugaleikhúsinu. Hér er má sækja ársritið. Leikfélög og einstaklingar geta þó pantað útprent ef það er gert fyrir mánudaginn 3. desember, Kostnaður er þá 2.000 kr. fyrir útprentið og ef þið viljið fá þetta gormað inn...

Read More

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga 5.-6. maí 2012 á Ísafirði

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 5.–6. maí 2012   1.     Fundarsetning. Kosning 2ja og 2ja fundarritara, sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað. Þorgeir Tryggvason, formaður Bandalagsins, setti fundinn og stakk upp á Sveinbirni Björnssyni og Sturlu Páli Sturlusyni frá Litla leikklúbbnum sem fundarstjórum og Ármanni Guðmundssyni, ritara skrifstofu, og Evu Björg Harðardóttur, Leikfélagi Mosfellssveitar, sem fundarriturum. Samþykkt af fundinum. Lögmæti fundarins kannað og staðfest. 2.     Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum. Kjörnefnd, skipuð Dýrleifu Jónsdóttur, Leikfélagi Hafnarfjarðar, Sigríði Láru Sigurjónsdóttur, Hugleik og Gerði Sigurðardóttur, Leikfélagi Selfoss, afhenti atkvæðaspjöld og kynnti stöðu mála varðandi stjórnarkjör. 3.     Menningarstefna Bandalagsins lesin og rædd. Þrúður Sigurðar, Leikfélagi Ölfuss og varastjórn Bandalagsins, las menningarstefnuna. Engar umræður. 4.     Staðfest inntaka nýrra félaga, félög tekin af félagaskrá. Embla Guðmundsdóttir, Umf. Reykdæla og varastjórn, kynnti aðildarfélög. Leikfélag Austur-Eyfellinga, Leikfélag Bolungavíkur og Leikfélag Flateyrar hafa sótt um inngöngu og stjórn samþykkt þau. Fundurinn staðfesti inntöku þeirra. Ekkert félag hefur sagt sig úr Bandalaginu eða verið tekið af skrá vegna árgjaldaskulda á leikárinu. 5.     Fundargerð síðasta aðalfundar afgreidd. Fundargerðin borin upp og samþykkt. 6.     Lagabreytingar. Stjórn fór fram á að breyting yrði gerð á fundardagskrá og lagabreytingar fluttar fram fyrir skýrslu formanns og reikninga. Ástæðan fyrir því var sú að það þurfti lagabreytingu til að gera það löglegt...

Read More