fbpx

Flokkur: Bandalagið

Fundargerð aðalfundar 2. maí 2015 í Hörgárdal

Fundargerð aðalfundar Bandalags íslenskra leikfélaga haldinn að Melum í Hörgárdal 2. maí 2015 1. Fundarsetning. Kosning 2ja fundarstjóra og 2ja fundarritara, sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað. Guðfinna Gunnarsdóttir, varformaður Bandalagsins, setti fundinn og stakk upp á Aðalsteini H. Hreinssyni og Stefaníu E. Hallbjörnsdóttur frá Leikfélagi Hörgdæla sem fundarstjórum og Ármanni Guðmundssyni, Leikfélaginu Sýnir og Magnþóru Kristjánsdóttur, Leikfélagi Ölfuss sem fundarriturum. Samþykkt. 2. Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum. Kjörnefnd afgreiddi kjörbréf og afhenti atkvæðaspjöld. 19 félög eiga atkvæði á fundinum. Því næst kynntu fundargestir sig. Dýrleif Jónsdóttir,...

Read More

Fundargerð aðalfundar 3. maí 2014 í Vestmannaeyjum

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga haldinn í Menningarhúsinu Kviku í Vestmannaeyjum dagana 3. og 4. maí 2014 1.    Fundarsetning. Kosning 2ja fundarstjóra og 2ja fundarritara, sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað. Þorgeir Tryggvason, formaður Bandalagsins setti fundinn og stakk upp á Birki Högnasyni og Unni Guðgeirsdóttur frá Leikfélagi Vestmannaeyja sem fundarstjórum og Magnþóru Kristjánsdóttur, Leikfélagi Ölfuss og Önnu Maríu Hjálmarsdóttur, Freyvangsleikhúsinu sem fundarriturum. Tillagan samþykkt. Fundarmenn kynntu sig. 2.    Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum. Dýrleif Jónsdóttir, Leikfélaginu Hugleik og formaður kjörnefndar óskaði eftir að þeim kjörbréfum yrði skilað sem ekki höfðu borist. Gerður Halldóra Sigurðardóttir, Leikfélagi Selfoss útdeildi atkvæðaseðlum. Dýrleif gerði grein fyrir stöðu mála vegna stjórnarkjörs. 3.    Menningarstefna Bandalagsins lesin og rædd. Ólöf Þórðardóttir, Leikfélagi Mosfellssveitar og ritari stjórnar las Menningarstefnu Bandalagsins. Engar umræður. 4.    Staðfest inntaka nýrra félaga, félög tekin af félagaskrá. Bernharð Arnarson, Leikfélagi Hörgdæla sagði frá því að Leikklúbburinn Spuni, Leikdeild Umf. Vöku og Leikdeild Umf. Stafholtstungna hefðu sagt sig úr Bandalaginu en það síðastnefnda gekk í Bandalagið fyrr á þessu ári en segir sig úr því aftur. Leikfélag Norðfjarðar sækir um inngöngu. Hlé var gert á afgreiðslu þessa liðar meðan kjörnefnd kláraði að deila út atkvæðaseðlum. Að því loknu samþykkti fundurinn úrsögn og inngöngu áðurtaldra félaga. 5.    Fundargerð síðasta aðalfundar afgreidd. Fundarstjóri bar fundargerð síðasta aðalfundar undir fundinn og var hún samþykkt. 6.   ...

Read More

Ársrit Bandalagsins 2012–13 komið út

Nú er ársrit Bandalags íslenskra leikfélaga leikárið komið út 2011–2012. Eins og í fyrra verður því aðeins dreift hér á Leiklistarvefnum í pdf-formati. Í ársritinu eru allar helstu upplýsingar um starfsemi Bandalagsins og aðildarfélaga þess og umtalsvert magn af myndum víðsvegar af úr starfinu. Kjörið til að láta liggja frammi í húsnæði félagsins svo að leikfélagsfélagar geti kynnt sér hvað er að gerast í áhugaleikhúsinu.Hér er má sækja ársritið. Leikfélög og einstaklingar geta pantað útprent, Kostnaður er 2.000 kr. fyrir útprentið og ef þið viljið fá þetta gormað inn þá kostar það 1.500 kr. til viðbótar. Hægt er að...

Read More


Nýtt og áhugavert