fbpx

Flokkur: Fréttir

Undir hamrinum í Mónakó

Hugleikur hefur nýverið snúið aftur úr frægðarför til Mónakó þar sem hann tók þátt í alþjóðlegri leiklistarhátíð IATA sem haldin er þar á 2 ára fresti. Hugleikur sýndi Undir hamrinum eftir Hildi Þórðardóttur í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Ferðasöguna má lesa á vef Hugleiks hér og svo er Varríus með mikinn langhund um aðrar sýningar hátíðarinnar...

Read More

Dan Kai Teatro sýnir

Leikhópnum Dan Kai Teatro hefur verið boðið að taka þátt í menningarnótt 21. ágúst næstkomandi í annað sinn en þau sýndu verkið Beauty hér á landi á seinasta ári. Af því tilefni hafa þau ákveðið að sýna einnig í húsnæði Leikfélags Hafnarfjarðar við lækinn, dagana á undan. Um er að ræða tvo stutt þætti, Fear, eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur. Leikritið er skrifað í ljóðrænum stíl undir áhrifum íslenskra og spænskra þjóðsagna. Seinna verkið heitir Nana del Caballo (Vögguvísa hestsins) og er spuna verk sem er byggt á leikritinu El Puplico (áhorfendurnir) eftir Federico García Lorca. Leikritið skoðar hugmyndir um kynhlutverk og kynhneigð. Verkin verða flutt á ensku. Leikhópinn skipa ungtfólk frá Spáni, Íslandi og Englandi. Sýningar verða: Fimmtudaginn 18. ágúst (forsýning) Föstudaginn 19. ágúst Sunnudaginn 21.ágúst. Allar sýningar hefjast kl: 20:00. Miðaverð er 1000 kr. og hægt að panta miða í síma 846-1351. Áhorfendum verður boðið upp á kaffi og meðlæti í...

Read More

Breytingar á Leiklistarvefnum

Nýr og betri vefur Glöggir lesendur taka eflaust eftir því að Leiklistarvefurinn hefur tekið breytingum. Ástæðan er sú að samið hefur verið við nýjan þjónustuaðila og  tekið hefur verið í notkun nýtt umsjónarkerfi fyrir vefinn. Þessu fylgja auknir möguleikar og væntanlega enn betri þjónusta við ykkur. Ef þið viljið kynna ykkur helstu breytingar, lesið meira hér fyrir neðan. Nýtt spjallkerfi Nýtt spjallkerfi hefur verið tekið í notkun sem er þjálla í notkun en það gamla og býður ýmsa möguleika sem það gamla hafði ekki. Innskráning Til að geta tekið þátt í spjallinu þurfið þið nú að skrá ykkur inn. Eftir sem áður getið þið tekið þátt í spjalli undir dulnefni að eigin vali. Til að skrá ykkur á vefinn þurfið þið að smella á Búa til aðgang í dálkinum til vinstri. Þar setjið þið fullt nafn, virkt netfang, umbeðið notandanafn og lykilorð og sendið inn. Tölvupóstur verður sendur á netfangið og þarf að svara honum til staðfestingar. Notendanafni og lykilorði getið þið breytt síðar ef þið viljið. Lesendur spjallsins munu sjá stutta notendanafnið sem þú velur þér en aðeins vefstjóri mun hafa aðgang að öðrum upplýsingum. Spjallið verður opið og frjálst að öðru leyti en eftir sem áður eru menn beðnir að gæta almenns velsæmis. Þegar þú hefur skráð þig inn geturðu smellt á tengilinn Mínar upplýsingar vinstra megin og skoðað eða breytt eigin upplýsingum á borð við notandanafn og...

Read More

Fátæka leikhúsið frumsýnir

Fátæka leikhúsið frumsýnir, sunnudagskvöldið 14.ágúst Kl. 20.00, leikritið Rósinkrans og Gullinstjarna eru dauðir eftir Tom Stoppard. Snorri Hergill Kristjánsson þýddi verkið. Leikstjóri er Karl Ágúst Þorbergsson og er þetta hans fyrsta leikstjórnarverkefni.   Leikurinn gerist í hliðarvængjum Hamlets á Helsingjaeyri. Rósi og Gulli hafa verið boðaðir af Kládíusi til að komast að hvað hrjáir unga prinsinn en heldur eru þeir félagar áttavilltir. Á vegi þeirra verður leikhópur undir forystu stórfurðulegs stórleikara sem”vísar þeim veginn”. Stoppard veltir hér upp spurningum um tilvist og tilgang mannsins og leikhússins. Með hlutverk hinna áttavilltu félaga fara Hannes Óli Ágústsson og Friðgeir Einarsson en með hlutverk leikarans fer Snorri Hergill. Önnur hlutverk eru í höndum Hinriks Þórs Svavarssonar, Bjarts Guðmundssonar, Ástbjargar Rutar Jónsdóttur, Þorbjargar Helgu Dýrfjörð, Atla Sigurjónssonar, Jóns Stefáns Kristjánssonar, Halldórs Marteinssonar, Hjalta Kristjánssonar og Leifs Þorvaldssonar. Sýningar eru í húsnæði Stúdentaleikhússins í Tónlistarþróunarmiðstöðinni að Hólmaslóð 2. Fátæka leikhúsið er nýr leikhópur sem sprettur upp sem sumarverkefni nokkurra aðila úr stúdentaleikhúsinu og eins og nafnið gefur til kynna er um einstaklega fátækan hóp að ræða. Engir styrkir eru á bak við verkefnið og er stefnuskráin einföld, að búa til leikhús fyrir ekkert og setja upp einstaklega hráar sýningar í nánast berstrípuðu umhverfi. Engu hefur verið kostað til að setja upp þessa sýningu. Sýningar verða: Sunnudag 14. ágúst kl. 20.00 Fimmtudag 18. ágúst kl. 20.00 Föstudag 19. ágúst kl. 20.00 Sunnudag 21. ágúst kl....

Read More

Afmælissýning í Loftkastalanum

Loftkastalinn fagnar 10 ára afmæli sínu næstkomandi föstudag, þann 12. ágúst. Það var í ágúst 1995 sem starfsemi leikhússins hófst eftir að vélsmiðjunni í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg hafði verið breytt í hefðbundið leikhús með sætum fyrir 400 áhorfendur. Nú tíu árum síðar er Loftkastalinn enn stærsta einkarekna leikhúsið. Fyrsta verkefni Loftkastalans var söngleikurinn Rocky Horror í leikstjórn Baltasars Kormáks sem sýndur var yfir 60 sinnum á fyrsta leikárinu. Um 500 þúsund gestir hafa síðan lagt leið sína á fjölmarga viðburði í húsinu bæði leiksýningar og tónleika. Oftar en ekki hafa sýningar Loftkastalans verið með þeim vinsælustu ár hvert. Á sérstakri afmælissýningu á Tónleiknum BÍTL á föstudaginn verður 500 þúsundasti áhorfandinn verðlaunaður sérstaklega. Gríðargóð aðsókn hefur verið að þeim sýningum sem sýndar hafa verið í Loftkastalanum á þessu ári. Á fyrstu þremur mánuðum ársins komu um 15.000 áhorfendur í leikhúsið sem er metaðsókn. Yfir 60 viðburðir voru í húsinu á þessum tíma. Ef sýningar frá öllu leikárinu, frá hausti 2004 fram á sumar 2005 eru taldar með lætur nærri að um 30.000 manns hafi sótt viðburði í húsinu sem alls er þá orðnir yfir 100 talsins á leikárinu öllu. Sýningum lauk í janúar á einni vinsælustu leiksýningu ársins 2004, Eldað með Elvis, en þá hafði sýningin verið á fjölunum í eitt ár og yfir 10.000 manns séð hana. Auk þess var sýningin færð upp á Akureyri og þar sáu...

Read More


Nýtt og áhugavert