fbpx

Flokkur: Fréttir

Tréhausinn 2005

Tréhausinn, óopinber verðlaun áhugaleikhússins er nú veittur í þriðja sinn. Þorgeir Tryggvason reið á vaðið og skapaði fyrirbærið árið 2003 og Hrund Ólafsdóttir hélt merkinu á lofti á síðasta leikári. Í ár dugar hinsvegar ekkert minna en tvíhöfði til að verðlauna það sem vel var gert í áhugaleikhúsinu á Íslandi. Kemur það til af því að moggagagnrýnendurnir Hrund og Þorgeir skiptu verkum bróður- og systurlega að þessu sinni. Til að fá heildarmynd af afrekum vetrarins ákváðu þau að veita hvort sinn Tréhaus. Helstu verðlaunaflokkar eru samskonar en að öðru leyti hafði hvort um sig frjálsar hendur. Tréhaus Hrundar er hér *** Tréhaus Þorgeirs er...

Read More

Hugleikur og Grace prinsessa

Hugleikur er á leið á alþjóðlega leiklistarhátíð í Mónakó með sýningu sína Undir Hamrinum, sem reyndar heitir Country Matters í þessari styttu ferðaútgáfu. Leiklistarhátíðin í Mónakó er á vegum alþjóða áhugaleikhússambandsins AITA/IATA og hefur verið haldin á fjögurra ára fresti síðastliðin fimmtíu ár eða þar um bil.  Segja má að hátíðin sé nokkurskonar óformlegur hápunktur á alþjóðasamstarfi áhugaleikhússfólks, en þangað er boðið sýningum frá öllum heimshornum sem þykja framúrskarand á sínu svæði. Það er því mikill heiður fyrir Hugleik að hafa fengið boð um að sýna á hátíðinni, en einungis einu sinni áður hefur íslenskt leikfélag tekið þátt í henni, Leikfélag Hafnarfjarðar fyrir tuttugu árum. Alls verða tuttugu og fjórar sýningar á hátíðinni að þessu sinni. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á heimasíðu hennar. Undir Hamrinum, eða Country Matters, eins og hópurinn kýs að kalla sýninguna á erlendri grund, er eftir Hildi Þórðardóttur en leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Sýningin er í grunninn einföld og klassísk saga úr íslenskri sveit um fjölskylduleyndarmál og ástir í meinum en efnistökin í þeim litríka ólíkindastíl sem einkennir bæði verk Hugleiks og leikstjórans. Country Matters var fulltrúi Íslands á hátíð NEATA, Norður-Evrópska leiklistarsambandsins, í Eistlandi í fyrra og í framhaldinu var félagið hvatt til að bjóða sýninguna fram sem einn fulltrúa svæðisins á alþjóðahátíðinni. Hugleikur mun sýna sýninguna tvisvar sinnum í hinu glæsilega Princess Grace leikhúsi. Auk þess verður Ágústa ein af...

Read More

“Aðeins til tvenns konar leiklist – góð og slæm”

Íslenskt áhugaleikhús fær hrós Í Morgunblaðinu 12. júlí síðastliðinn er viðtal við Danute Vaigauskaite sem var sérstakur heiðursgestur leiklistarhátíðarinna Leikum núna! Hún tjáir þar m.a. skoðun sína á íslensku áhugaleikhúsi sem hún segir að sé "… einstaklega gott og í háum gæðaflokki". Á leiklistarhátíðinni Leikum núna! sem fram fór á Akureyri í liðnum mánuði var sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar, forseti NEATA*, Danute Vaigauskaite en hún starfar jafnframt sem forseti leikstjórnardeildar Háskólans í Klaipeda. Í Morgunblaðinu í dag, mánudag 4. júlí er viðtal sem Silja Björk Huldudóttir tók við hana meðan á hátíðinni stóð. Danute lýsir þar m.a. hrifningu sinni á íslensku áhugaleikhúsi: „Áður en ég kom hingað til lands hafði ég séð þrjár ólíkar uppfærslur Hugleiks og eina uppfærslu Leikfélags Kópavogs á alþjóðlegum leiklistarhátíðum erlendis, og litist afar vel á enda um að ræða sýningar í mjög háum gæðaflokki og fagmannlega unnar, bæði m.t.t. leiks og leikstjórnar. Eftir að hafa séð þessar fjórar uppfærslur lék mér eðlilega forvitni á að vita hvort allt áhugaleikhús hérlendis væri í sama gæðaflokki." Danute heldur síðan áfram: „Núna undir lok hátíðarinnar get ég sannarlega fulllyrt að íslenskt áhugaleikhús er einstaklega gott og í háum gæðaflokki. Greinilegt er að metnaður manna er mikill, afstaðan í vinnubrögðum er afar fagmannleg […]. Miðað við hvað áhugaleikhús ykkar er gott og á háu plani á ég erfitt með að ímynda mér að atvinnuleikhús ykkar geti verið betra!“ Danute...

Read More

Dauði og jarðarber

Félag Flóna frumsýndi grínharmleikinn Dauða og jarðarber  laugardaginn 11.  júní  í Gúttó í Hafnarfirði.  Sýningin er farandsýning sem ætlunin er að ferðast með um landið í sumar.   Leikhópurinn Félag flóna. Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Leikarar: Gunnar B. Guðmundsson, Snorri Engilbertsson Höfundar; Ágústa Skúladóttir, Björn Thorarensen, Gunnar B. Guðmundsson, Snorri Engilbertsson Félag flóna ferðast um landið með grínharmleikinn Dauði og jarðaber.  Leikritið er í leikstjórn Ágústu Skúladóttur (Klaufar og kóngsdætur barnasýning ársins 2004 -Gríman). Leikritið er besta skemmtun fyrir alla fjölskylduna og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.  Sýningin er um ein klukkustund.   Leikurinn fjallar um tvo sígaunabræður...

Read More

Leikdómar á vefnum

Þorgeir Tryggvason sem er leiklistaráhugamönnum að góðu kunnur, hefur starfað sem leiklistargagnrýandi á Morgunblaðinu síðan árið 2000. Hann hefur nú gert alla sína leikdóma á umræddu tímabili aðgengilega á vef sem hann nefnir Úr glerhúsinu. Einnig má í því sambandi benda á að hægt er nálgast leikdóma sem birst hafa á Leiklistarvefnum...

Read More


Nýjar vörur