Flokkur: Fréttir

Leikum núna 2005

Nú er rétt um mánuður í að blásið verði til leiks á leiklistarhátíðinni Leikum núna á Akureyri. Dagskrá hátíðarinnar hefur verið nú birt hér á vefnum. Ísland, Litháen, Svíþjóð – Níu íslenskar og tvær erlendar leiksýningar Götuleikhús – Drama – Kómík – Sirkus – Söngur – DansFimm daga leikhústeiti Miðvikudagur 22. júníKl. 13.00 Opnunarsýning, í göngugötu og nágrenniKl. 14.30 Formleg opnun í miðbæ að viðstöddum forseta Íslands, verndara hátíðarinnarKl. 16.00 Konur (BOBOS) eftir Eras Salola – Jonava Municipality Theatre frá Litháen. Sýnt í Samkomuhúsinu.Kl. 17.30 Dýragarðssaga eftir Edward Albee – Leikfélag Hafnarfjarðar. Sýnt í Húsinu.Kl. 19.00 Patataz eftir Björn Margeir Sigurjónsson – Hugleikur í Reykjavík. Sýnt í Ketilhúsinu.kl. 21.00 Dýragarðssaga eftir Edward Albee – Leikfélag Hafnarfjarðar. Sýnt í Húsinu.kl. 21.00 Patataz eftir Björn Margeir Sigurjónsson – Hugleikur í Reykjavík. Sýnt í Ketilhúsinu.Hátíðarklúbbur í Deiglunni um kvöldið Fimmtudagur 23. júníKl. 09.00-12.00 Leiksmiðja – Stomp, kennari Stefán Vilhelmsson.Kl. 09.00-12.00 Leiksmiðja – Stage fighting, kennari Ine Camilla. Kl. 13.00-14.00 Gagnrýni á sýningar miðvikudagsins. Í Myndlistarskólanum.Kl. 14.30 Rúta í FreyvangKl. 15.00 Taktu lagið Lóa eftir Jim Cartwright – Freyvangsleikhúsið. Sýnt í FreyvangiKl. 15.00 40% of Nothing – Cirkity Gravikus frá Svíþjóð. Sýnt í Ketilhúsinu.Kl. 18.00 40% of Nothing – Cirkity Gravikus frá Svíþjóð. Sýnt í Ketilhúsinu.Kl. 20.30 Langferðabíll í FreyvangKl. 21.00 Taktu lagið Lóa – Freyvangsleikhúsið. Sýnt í Freyvangi.Kl. 21.00 40% of Nothing – Cirkity Gravikus frá Svíþjóð. Sýnt í Ketilhúsinu.Kl. 19.00-22.30 Jónsmessuhátíð...

Read More

Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins

(27.05.2005)Dómnefnd Þjóðleikhússins hefur nú valið athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins 2004-2005 og varð sýning Stúdentaleikhússins, Þú veist hvernig þetta er, fyrir valinu. Hún verður sýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins þriðjudaginn 31. maí kl. 20:00 og kl. 22.30. Tólf leikfélög sóttu um að koma til greina við valið með alls fjórtán sýningar. Dómnefnd hafði mikla ánægju af að sjá allar þessar sýningar og verða vitni að því kraftmikla og mikilvæga starfi sem áhugaleikfélögin standa fyrir um land allt.Handrit Þú veist hvernig þetta er er skrifað af leikhópi Stúdentaleikhússins og leikstjóra sýningarinnar, Jóni Páli Eyjólfssyni. Þetta er í annað sinn sem sýning Stúdentaleikhússins er valin áhugasýning ársins, en leikfélagið sýndi Ungir menn á uppleið fyrir fjórum árum.Umsögn dómnefndar um sýninguna er svohljóðandi:Sýning Stúdentaleikhússins á Þú veist hvernig þetta er, er hárbeitt og djörf háðsádeila á íslenskan samtíma, sett fram í revíuformi sem allur leikhópurinn kemur að. Hún kemur sem hressilegur gustur inn í áhugastarf leikfélaganna, textinn er bæði fyndinn og alvarlegur og kemur við kaunin á áhorfendum. Framsetning og túlkun hópsins er í ætt við pólitískt leikhús eins og það gerðist best á síðustu öld. Uppsetningin, útlit og hönnun leiksviðsins er stílhrein og einföld eins og vera ber og hitti beint í mark. Leikhópurinn er ekki feiminn við að setja fram róttæka þjóðfélagsgagnrýni og láta okkur fá það óþvegið, hvort sem um er að ræða Íraksstríð, kynþáttafordóma eða fjölmiðlaklám. Það er greinilegt að...

Read More