Flokkur: Fréttir

Hugleikur og Grace prinsessa

Hugleikur er á leið á alþjóðlega leiklistarhátíð í Mónakó með sýningu sína Undir Hamrinum, sem reyndar heitir Country Matters í þessari styttu ferðaútgáfu. Leiklistarhátíðin í Mónakó er á vegum alþjóða áhugaleikhússambandsins AITA/IATA og hefur verið haldin á fjögurra ára fresti síðastliðin fimmtíu ár eða þar um bil.  Segja má að hátíðin sé nokkurskonar óformlegur hápunktur á alþjóðasamstarfi áhugaleikhússfólks, en þangað er boðið sýningum frá öllum heimshornum sem þykja framúrskarand á sínu svæði. Það er því mikill heiður fyrir Hugleik að hafa fengið boð um að sýna á hátíðinni, en einungis einu sinni áður hefur íslenskt leikfélag tekið þátt í henni, Leikfélag Hafnarfjarðar fyrir tuttugu árum. Alls verða tuttugu og fjórar sýningar á hátíðinni að þessu sinni. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á heimasíðu hennar. Undir Hamrinum, eða Country Matters, eins og hópurinn kýs að kalla sýninguna á erlendri grund, er eftir Hildi Þórðardóttur en leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Sýningin er í grunninn einföld og klassísk saga úr íslenskri sveit um fjölskylduleyndarmál og ástir í meinum en efnistökin í þeim litríka ólíkindastíl sem einkennir bæði verk Hugleiks og leikstjórans. Country Matters var fulltrúi Íslands á hátíð NEATA, Norður-Evrópska leiklistarsambandsins, í Eistlandi í fyrra og í framhaldinu var félagið hvatt til að bjóða sýninguna fram sem einn fulltrúa svæðisins á alþjóðahátíðinni. Hugleikur mun sýna sýninguna tvisvar sinnum í hinu glæsilega Princess Grace leikhúsi. Auk þess verður Ágústa ein af...

Read More

“Aðeins til tvenns konar leiklist – góð og slæm”

Íslenskt áhugaleikhús fær hrós Í Morgunblaðinu 12. júlí síðastliðinn er viðtal við Danute Vaigauskaite sem var sérstakur heiðursgestur leiklistarhátíðarinna Leikum núna! Hún tjáir þar m.a. skoðun sína á íslensku áhugaleikhúsi sem hún segir að sé "… einstaklega gott og í háum gæðaflokki". Á leiklistarhátíðinni Leikum núna! sem fram fór á Akureyri í liðnum mánuði var sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar, forseti NEATA*, Danute Vaigauskaite en hún starfar jafnframt sem forseti leikstjórnardeildar Háskólans í Klaipeda. Í Morgunblaðinu í dag, mánudag 4. júlí er viðtal sem Silja Björk Huldudóttir tók við hana meðan á hátíðinni stóð. Danute lýsir þar m.a. hrifningu sinni á íslensku áhugaleikhúsi: „Áður en ég kom hingað til lands hafði ég séð þrjár ólíkar uppfærslur Hugleiks og eina uppfærslu Leikfélags Kópavogs á alþjóðlegum leiklistarhátíðum erlendis, og litist afar vel á enda um að ræða sýningar í mjög háum gæðaflokki og fagmannlega unnar, bæði m.t.t. leiks og leikstjórnar. Eftir að hafa séð þessar fjórar uppfærslur lék mér eðlilega forvitni á að vita hvort allt áhugaleikhús hérlendis væri í sama gæðaflokki." Danute heldur síðan áfram: „Núna undir lok hátíðarinnar get ég sannarlega fulllyrt að íslenskt áhugaleikhús er einstaklega gott og í háum gæðaflokki. Greinilegt er að metnaður manna er mikill, afstaðan í vinnubrögðum er afar fagmannleg […]. Miðað við hvað áhugaleikhús ykkar er gott og á háu plani á ég erfitt með að ímynda mér að atvinnuleikhús ykkar geti verið betra!“ Danute...

Read More

Dauði og jarðarber

Félag Flóna frumsýndi grínharmleikinn Dauða og jarðarber  laugardaginn 11.  júní  í Gúttó í Hafnarfirði.  Sýningin er farandsýning sem ætlunin er að ferðast með um landið í sumar.   Leikhópurinn Félag flóna. Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Leikarar: Gunnar B. Guðmundsson, Snorri Engilbertsson Höfundar; Ágústa Skúladóttir, Björn Thorarensen, Gunnar B. Guðmundsson, Snorri Engilbertsson Félag flóna ferðast um landið með grínharmleikinn Dauði og jarðaber.  Leikritið er í leikstjórn Ágústu Skúladóttur (Klaufar og kóngsdætur barnasýning ársins 2004 -Gríman). Leikritið er besta skemmtun fyrir alla fjölskylduna og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.  Sýningin er um ein klukkustund.   Leikurinn fjallar um tvo sígaunabræður...

Read More

Leikdómar á vefnum

Þorgeir Tryggvason sem er leiklistaráhugamönnum að góðu kunnur, hefur starfað sem leiklistargagnrýandi á Morgunblaðinu síðan árið 2000. Hann hefur nú gert alla sína leikdóma á umræddu tímabili aðgengilega á vef sem hann nefnir Úr glerhúsinu. Einnig má í því sambandi benda á að hægt er nálgast leikdóma sem birst hafa á Leiklistarvefnum...

Read More

Leikum núna 2005

Nú er rétt um mánuður í að blásið verði til leiks á leiklistarhátíðinni Leikum núna á Akureyri. Dagskrá hátíðarinnar hefur verið nú birt hér á vefnum. Ísland, Litháen, Svíþjóð – Níu íslenskar og tvær erlendar leiksýningar Götuleikhús – Drama – Kómík – Sirkus – Söngur – DansFimm daga leikhústeiti Miðvikudagur 22. júníKl. 13.00 Opnunarsýning, í göngugötu og nágrenniKl. 14.30 Formleg opnun í miðbæ að viðstöddum forseta Íslands, verndara hátíðarinnarKl. 16.00 Konur (BOBOS) eftir Eras Salola – Jonava Municipality Theatre frá Litháen. Sýnt í Samkomuhúsinu.Kl. 17.30 Dýragarðssaga eftir Edward Albee – Leikfélag Hafnarfjarðar. Sýnt í Húsinu.Kl. 19.00 Patataz eftir Björn Margeir Sigurjónsson – Hugleikur í Reykjavík. Sýnt í Ketilhúsinu.kl. 21.00 Dýragarðssaga eftir Edward Albee – Leikfélag Hafnarfjarðar. Sýnt í Húsinu.kl. 21.00 Patataz eftir Björn Margeir Sigurjónsson – Hugleikur í Reykjavík. Sýnt í Ketilhúsinu.Hátíðarklúbbur í Deiglunni um kvöldið Fimmtudagur 23. júníKl. 09.00-12.00 Leiksmiðja – Stomp, kennari Stefán Vilhelmsson.Kl. 09.00-12.00 Leiksmiðja – Stage fighting, kennari Ine Camilla. Kl. 13.00-14.00 Gagnrýni á sýningar miðvikudagsins. Í Myndlistarskólanum.Kl. 14.30 Rúta í FreyvangKl. 15.00 Taktu lagið Lóa eftir Jim Cartwright – Freyvangsleikhúsið. Sýnt í FreyvangiKl. 15.00 40% of Nothing – Cirkity Gravikus frá Svíþjóð. Sýnt í Ketilhúsinu.Kl. 18.00 40% of Nothing – Cirkity Gravikus frá Svíþjóð. Sýnt í Ketilhúsinu.Kl. 20.30 Langferðabíll í FreyvangKl. 21.00 Taktu lagið Lóa – Freyvangsleikhúsið. Sýnt í Freyvangi.Kl. 21.00 40% of Nothing – Cirkity Gravikus frá Svíþjóð. Sýnt í Ketilhúsinu.Kl. 19.00-22.30 Jónsmessuhátíð...

Read More