fbpx

Flokkur: Fréttir

“Forðist okkur” frumsýnt

Nemendaleikhúsið og Common Nonsense standa að sýningunni Forðist okkur. Frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu 29. september. Verkið er eftir Hugleik Dagsson. Leikstjórar eru Stefán Jónsson og Ólöf Ingólfsdóttir, leikmynd og búningar eru í höndum Ilmar Stefánsdóttur, lýsingu annast Egill Ingibergsson og hljóðmynd skapar Davíð Þór Jónsson. Hlutverk eru í höndum þeirra Aðalheiðar Halldórsdóttur, Birgittu Birgisdóttur, Dóru Jóhannsdóttur, Halldóru Malínar Pétursdóttur, Jörundar Ragnarssonar, Magneu Bjarkar Valdimarsdóttur, Stefáns Halls Stefánssonar, Sveins Ólafs Gunnarssonar, Vals Freys Gunnarssonar og Víðis Guðmundssonar Hugmyndaheimur verksins er sprottinn upp úr verkum Hugleiks myndasögubókunum Elskið okkur , Drepið okkur og Ríðið okkur. Sögur Hugleiks er skemmtilegar, kaldhæðnar, grófar, ljótar, fallegar, ósmekklegar, gróteskar og rómantískar. Það rúmast allt í þessum heimi. Hver saga lætur ekki mikið yfir sér. Ein teikning með örlittlum texta. Í einfaldleika sínum tekst Hugleik á skondinn og áhrifamikinn hátt að beina sjónum okkar að margs skonar meinsemdum í samskiptum fólks, brengluðu gildismati, brengluðu siðferði og hættulegum félagslegum doða og afskiptaleysi. Sögur hans eru eins og ljósmynd úr lífi fólks og hann lætur okkur eftir að filla upp í götin. Forðist okkur er saga um nútímamanninn í sinni nöktustu mynd. Miðapantanir eru í miðasölu Borgarleikhússins en almennt miðaverð er kr. 1.500 og 1.000 fyrir...

Read More

Aukasýningar á Alveg brilljant skilnaði

Einleikurinn ‘Alveg brilljant skilnaður’ hefuir verið sýndur í Borgarleikhúsinu við miklar vinsældir og hefur verið ákveðið að bæta við aukasýningum. Í fréttatilkynningu segir m.a. að vegna gífurlega vinsælda leikritsins "Alveg brilljant skilnaður" sem sýnt hefur verið í Borgarleikhúsinu við fádæma góðar undirtektir hefur verið ákveðið að bæta við nokkrum aukasýningum. Fáheyrt er að leikrit á Íslandi skuli vera sýnt 4 – 6 sinnum í viku eins og verið hefur með einleik Eddu Björgvinsdóttur og varla nokkurntímann hefur sýning notið slíkrar hylli að unnt hafi verið að sýna hana á mánudögum. Fyrsta mánudagssýningin, sem auglýst var, seldist upp á örfáum klukkutímum! Sérstök athygli er vakin á tveimur aukasýningum sem verða kl. 16:00 laugardagana 1.október og 8. október. Margir kjósa að geta átt laugardagskvöldin með fjölskyldum sínum og því er rakið að nýta sér eftirmiðdagssýningar sem verða aðeins þessar tvær. Nánari upplýs8ingar má fá í  auglýsingadálki Borgarleikhússins í...

Read More

Vetrarstarf Hugleiks hafið

Í kvöld, þriðjudagskvöld 27. sept., verður fyrsti samlestur á nýju leikriti eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur, Sigrúnu Óskarsdóttur, Snæbjörn Ragnarsson og Þorgeir Tryggvason sem gengur undir vinnuheitinu Jólaævintýri Hugleiks. Verkið er mislauslega byggt á Jólaævintýri eftir Dickens og stefnt er að frumsýningu upp úr miðjum nóvember. Áhugasamir eru hvattir til að mæta. Lesturinn hefst í Hugleikhúsinu að Eyjaslóð 9 kl. 20.00. Í vetur er síðan stefnt að því að Hugleikur verði með mánaðarlega dagskrá í Þjóðleikhúskjallaranum. Æfingar eru hafnar á fyrstu dagskránni, en hún verður flutt 7. og 8. október. Í þessari fyrstu dagskrá er meginuppistaðan frumsýning á einþáttungum eftir félagsmenn, í stíl einþáttungadagskráa sem Hugleikur hefur verið með undanfarin ár. Annars er ætlunin að bjóða upp á ýmislegt úr smiðju Hugleiks á þessum vettvangi í vetur, bæði í tali og tónum. Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu í vetur, eða vera á póstlista og fá fréttabréf félagsins í tölvupósti, er bent á að mæta á samlestur í kvöld eða senda tölvupóst á netfangið...

Read More

Belgíska Kongó á Akureyri

Belgíska Kongó eftir Braga Ólafsson gekk fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu síðasta vetur, en verkið var frumsýnt vorið 2004. Eggert Þorleifsson fékk Grímuverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á hinni fjörgömlu Rósalind. Leikhópurinn mun nú leggja land undir fót og sýna 2 gestasýningar hjá Leikfélagi Akureyrar, föstudaginn 30/9 og laugardaginn 1/10.   Bankastarfsmaðurinn Rósar og amma hans Rósalind hafa ekki talast við í sjö ár.  Einn daginn ákveður Rósar að það sé orðið tímabært að sættast og fá hin gömlu og tilefnislausu leiðindi út úr heiminum.  En það á eftir að koma í ljós hvort jafn óskylt fólk og skyldmennin sem um ræðir hafi nokkuð hvort við annað að segja.   Auk Eggerts leika í sýningunni: Ilmur Kristjánsdóttir, Ellert A. Ingimundarson og Davíð Guðbrandsson.   Lýsing:  Kári  Gíslason. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Leikgervi: Sóley  Björt Guðmundsdóttir. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson.  Hljóð og tímavörður: Finnbogi Pétursson. Leikstjóri: Stefán Jónsson.   Páll Baldvin Baldvinsson sagði í gagnrýni sinni í DV: “Langt mál mætti skrifa um frammistöðu Eggerts og hástemmt lof á hann skilið fyrir verulega vandaða vinnu (…). Af hálfu höfundarins er þetta fallegt lítið leikrit, samið af innsæi og öruggum tökum skáldsins á persónum, hugmyndum þeirra og talfæri”.   Sýningartími er 1 klst. og 20 mín, ekkert hlé....

Read More

Leikfélag Hafnarfjarðar – Vetrarstarfið í gang

Leikfélag Hafnarfjarðar ætlar ekki að slá slöku við, þó svo að síðasta vetur hafi þar verið slegið félagsmet með fjölda uppsetninga. Vetrarstarfið er að hefjast og fyrsta uppsetning vetrarins verður nýtt verk eftir Lárus Vilhjálmsson sem ber heitið Freysteinn gengur aftur. Miðvikudagskvöldið 21. september kl. 20:00 verður haldinn fundur í húsakynnum leikfélagsins í gamla Lækjarskóla vegna þessa fyrsta verkefnis og eru allir sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni hvattir til að láta sjá sig. Ný stjórn hefur tekið til starfa í Leikfélagi Hafnarfjarðar en nýr formaður er Ingvar Bjarnason. Ný stjórn félagsins vonast til að sjá sem flesta á miðvikudaginn í...

Read More


Nýjar vörur