fbpx

Flokkur: Fréttir

Leikfélag Hafnarfjarðar – Vetrarstarfið í gang

Leikfélag Hafnarfjarðar ætlar ekki að slá slöku við, þó svo að síðasta vetur hafi þar verið slegið félagsmet með fjölda uppsetninga. Vetrarstarfið er að hefjast og fyrsta uppsetning vetrarins verður nýtt verk eftir Lárus Vilhjálmsson sem ber heitið Freysteinn gengur aftur. Miðvikudagskvöldið 21. september kl. 20:00 verður haldinn fundur í húsakynnum leikfélagsins í gamla Lækjarskóla vegna þessa fyrsta verkefnis og eru allir sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni hvattir til að láta sjá sig. Ný stjórn hefur tekið til starfa í Leikfélagi Hafnarfjarðar en nýr formaður er Ingvar Bjarnason. Ný stjórn félagsins vonast til að sjá sem flesta á miðvikudaginn í...

Read More

Fyrirlestrahelgi hjá Leiklistarskóla Bandalagsins

Við minnum á að skráningafrestur á fyrirlestrahelgi í Hafnarfirði, 1.-2. október, rennur út á miðvikudag, 21. september. Heiti námskeiðsins er Hinar þúsund þjalir leikstjórans eða Tæknipungapróf fyrir leikstjóra  eða Allt sem leikstjórinn þarf að vita um tæknimál en hefur ekki þorað að spyrja um. Nánari upplýsingar hér. Skráning í síma 551 6974 og í tölvupósti á netfangið...

Read More

Fundur í Stúdentaleikhúsinu í kvöld

Nú fer starf Stúdentaleikhússins á haustönn að hefjast, og verður upphafsfundur haldinn mánudagskvöldið 12. september klukkan 20:00 í stofu 132 í Öskju. Þar geta allir sem einhvern áhuga hafa á að taka þátt í leiklist komið og kynnt sér hvað við ætlum að gera í haust. Mikilvægt er að allir sem vilja vera með í haust mæti á þennan fund. Áhugi á því að leika þarf ekki að vera skilyrði fyrir því að vera með okkur, því það vantar alltaf fólk í búninga-, leikmyndar-, tækni- og markaðsstörf. Einnig má hafa samband við Erling í tölvupósti. Vekjum einnig athygli á vef Stúdentaleikhússins sem nú hefur fengið andlitslyftingu. Myndin er úr einni af sýningum Stúdentaleikhússins frá síðasta leikári, Þú veist hvernig þetta er, en hún var valin athygliverðasta  áhugaleiksýning síðasta leikárs af...

Read More

Leiklistarnámskeið á Ísafirði

Kómedíuleikhúsið stendur fyrir leiklistarnámskeiði í Edinborg á Ísafirði dagana 16. – 18. september. Um er að ræða spunanámskeið þar sem unnið verður með röddina og líkamann. Búnar verða til senur og í lok námskeiðs verður endað með lítilli sýningu. Kennari er Steinunn Knútsdóttir, kennari við Leiklistardeild Listaháskóla Íslands sem hefur getið sér gott orð í leikhúsinu síðastliðin ár meðal annars með leikhóp sínum Lab Loki og víðar.  Námskeiðsgjald er 6.500.-kr.  og skráning og nánari upplýsingar má fá hjá Kómedíuleikhúsinu í síma:  891 – 7025. Vefur Kómedíuleikhússins á  Ísafirði er á ...

Read More

Pakkið á fjalirnar að nýju

Föstudaginn 9. september verður leikritið Pakkið á móti eftir Henry Adam tekið til sýninga á ný hjá LA. Leikritið verður einungis sýnt í september. Leikritið vakti verðskuldaða athygli þegar það var frumsýnt síðastliðið vor og komust færri að en vildu. Pakkið á móti hlaut hins vegar alveg nýja merkingu eftir hryðjuverkaárásirnar á London 7. júlí s.l. Fréttir af árusunum standa óhugnanlega nærri verkinu og má því lofa væntanlegum áhorfendum nú í september óvenjulegri leikhúsupplifun. Leikritið hefur hvarvetna vakið athygli enda í senn drepfyndið og áleitið.  Líf Nigels er bara déskoti fínt. Hann er svona rólegur gaur sem fær sér jónu og horfir á sjónvarpið. Það er því djöfulli skítt þegar gjörspillt lögga neyðir hann til að leggja gildru fyrir hálfbróður sinn sem er víst eftirlýstur hryðjuverkamaður! Sérstaklega þar sem hann hefur ekki séð bróður sinn í 7 ár – og er slétt sama. Pakkið á móti var frumsýnt hjá LA á síðasta ári og vakti mikla athygli enda er þetta verk sem ekki er hægt að láta sér standa á sama um. Stungið er á ýmsum kýlum og áleitnum spurningum velt upp, en þó umfjöllunarefni verksins sé alvarlegt eru efnistökin drepfyndin. Pakkið á móti stendur skuggalega nærri fréttum af hryðjuverkaárusunum á Bretland nú í sumar. Fréttir líðandi stundar eru oft lygilegri en sagan sem sögð er á sviðinu… Fyrstu sýningar eru föstudaginn 9. september og laugardaginn 10. september. Leikritið...

Read More


Hrekkjavaka – útsöluvörur