Leikdeild Eflingar í Reykjadal, Þingeyjarsveit frumsýndi Brúðkaup eftir Guðmund Ólafsson, í leikstjórn Völu Fannell og tónlistarstjórn Jaan Alavere þann 9. febrúar síðastliðinn. Verkinu var mjög vel tekið og eru sýningar nú orðnar 15, flestar fyrir fullu húsi og síðasta sýningarhelgi er framundan. 17 leikarar taka þátt í verkinu ásamt 4 manna hljómsveit auk fjölmargra annara sem að verkinu koma bak við tjöldin.

16. sýning laugardaginn 30. mars kl 15:00 Uppselt
17. sýning laugadaginn 30. mars kl. 18:30
18. sýning  sunnudaginn 31. mars kl. 20:30 lokasýning og jafnframt styrktarsýning fyrir Arnar Frey Ólafsson ungan mann í Þingeyjarsveit sem barist hefur við krabbamein
Miðapantanir í síma 6183945 eða á leikdeild@leikdeild.is
Ljósmynd tók Solla Matt.