Brot af því besta

Brot af því besta

Upplestrakvöld eru orðin fastir liðir í Borgarleikhúsinu á aðventunni. Rithöfundar munu þetta árið lesa úr verkum sínum fimmtudagskvöldið 30. nóvember kl. 20.00 og fimmtudagskvöldið 7. desember kl. 20.00.
 
Fimmtudagskvöldið 30. nóvember lesa höfundarnir: Auður Jónsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Árni Þórarinsson, Bragi Ólafsson, Einar Már Guðmundsson og Sigurjón Magnússon úr verkum sínum. Fimmtudagskvöldið 7. desember er síðan komið að Árna Björnssyni, Ingunni Snædal, Óskari Árna Óskarssyni, Stefáni Mána, Steinari Braga og  Þórunni Erlu Valdimarsdóttur að lesa úr sínum verkum.
 
Einnig verður á boðstólnum léttur jóladjass og kaffihúsastemning.

Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.

0 Slökkt á athugasemdum við Brot af því besta 385 28 nóvember, 2006 Allar fréttir nóvember 28, 2006

Áskrift að Vikupósti

Karfa